Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. ágúst 2025 14:45 Sigurjón Rúnarsson og Una Rós Unnarsdóttir, leikmenn Fram. Fram heldur tvo styrktarleiki í vikunni og selur sérútbúnar treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sömuleiðis mun allur ágóði af miðasölu á leikjum Fram - KR í kvöld og Fram - Víkings á miðvikudag renna í sjóðinn. „Gríðarlega mikilvægt málefni“ Þetta er annað árið í röð sem Fram stendur fyrir slíku framtaki, á síðasta ári var spilað í treyjum til styrktar Ljóssins en í ár mun ágóðinn renna í minningarsjóð Bryndísar Klöru, táningsstelpu sem var myrt í hnífstunguárás á Menningarnótt á síðasta ári. „Við viljum alltaf láta gott af okkur leiða og styrkja góð málefni. Við vorum með Ljósið í fyrra, flotta leiki sem tókust mjög vel. Hið sama er uppi á teningunum núna með minningarsjóð Bryndísar Klöru, það er mikilvægt að við hugum að okkar unga fólki, gríðarlega mikilvægt málefni og við vildum leggja okkar lið í því“ sagði Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún Inga Sívertsen er formaður minningarsjóðs Bryndísar Klöru og sagði styrkinn eiga eftir að renna til stofnunar Bryndísarhlíðar, sem vonir eru bundnar við að opni á nýju ári. „Bryndísarhlíð verður húsnæði fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi. Þar verður tekið á móti börnunum og þau fá það heilbrigðisúrræði sem þau þurfa“ sagði Guðrún Inga og þakkaði öllum þeim hafa styrkt verkefnið en í vikunni verður, auk leikja Fram, safnað styrkjum í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. View this post on Instagram A post shared by FRAM Reykjavík (@fram_knattspyrna) Fyrir leikina tvo hefur Fram látið útbúa sérstakar treyjur sem verða til sölu á leikjunum og á heimasíðu Errea. „Það er búningurinn sem er aðalmálið. Við erum með sérútbúna búninga fyrir báða leikina, svartir og með smá bleiku. Við vildum gera þessum leikjum mjög hátt undir höfði. Við viljum gera þetta almennilega og erum búin að undirbúa þetta virkilega vel… Við erum mjög stolt af því að geta verið með sér búning við svona tækifæri. Það er hægt að kaupa og styrkja málefnið þannig beint“ sagði Guðmundur og þakkaði Errea og öðrum styrktaraðilum Fram mikið fyrir þeirra framlag við verkefnið. „Þetta er þarft málefni og ég hvet alla til þess að mæta á leikinn“ sagði Guðmundur einnig. Leikur Fram og KR fer á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Miðasala fer fram hjá Stubbi, styrktartreyjan verður til sölu á vellinum en fyrir þá sem ekki komast þangað má kaupa treyjuna á heimasíðu Errea og horfa á leikinn í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Besta deild karla Fram Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt málefni“ Þetta er annað árið í röð sem Fram stendur fyrir slíku framtaki, á síðasta ári var spilað í treyjum til styrktar Ljóssins en í ár mun ágóðinn renna í minningarsjóð Bryndísar Klöru, táningsstelpu sem var myrt í hnífstunguárás á Menningarnótt á síðasta ári. „Við viljum alltaf láta gott af okkur leiða og styrkja góð málefni. Við vorum með Ljósið í fyrra, flotta leiki sem tókust mjög vel. Hið sama er uppi á teningunum núna með minningarsjóð Bryndísar Klöru, það er mikilvægt að við hugum að okkar unga fólki, gríðarlega mikilvægt málefni og við vildum leggja okkar lið í því“ sagði Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún Inga Sívertsen er formaður minningarsjóðs Bryndísar Klöru og sagði styrkinn eiga eftir að renna til stofnunar Bryndísarhlíðar, sem vonir eru bundnar við að opni á nýju ári. „Bryndísarhlíð verður húsnæði fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi. Þar verður tekið á móti börnunum og þau fá það heilbrigðisúrræði sem þau þurfa“ sagði Guðrún Inga og þakkaði öllum þeim hafa styrkt verkefnið en í vikunni verður, auk leikja Fram, safnað styrkjum í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. View this post on Instagram A post shared by FRAM Reykjavík (@fram_knattspyrna) Fyrir leikina tvo hefur Fram látið útbúa sérstakar treyjur sem verða til sölu á leikjunum og á heimasíðu Errea. „Það er búningurinn sem er aðalmálið. Við erum með sérútbúna búninga fyrir báða leikina, svartir og með smá bleiku. Við vildum gera þessum leikjum mjög hátt undir höfði. Við viljum gera þetta almennilega og erum búin að undirbúa þetta virkilega vel… Við erum mjög stolt af því að geta verið með sér búning við svona tækifæri. Það er hægt að kaupa og styrkja málefnið þannig beint“ sagði Guðmundur og þakkaði Errea og öðrum styrktaraðilum Fram mikið fyrir þeirra framlag við verkefnið. „Þetta er þarft málefni og ég hvet alla til þess að mæta á leikinn“ sagði Guðmundur einnig. Leikur Fram og KR fer á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Miðasala fer fram hjá Stubbi, styrktartreyjan verður til sölu á vellinum en fyrir þá sem ekki komast þangað má kaupa treyjuna á heimasíðu Errea og horfa á leikinn í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Besta deild karla Fram Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira