
Leit frestað til tíu í fyrramálið
Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn.

Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar
Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns.

Hætta við frekari lokanir á heitu vatni
Veitur hafa hætt við að ráðast í frekari lokanir fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang en bilun kom upp í Nesjavallavirkjun fyrr í dag.

Loka fyrir heitt vatn í hluta Kópavogs og Garðabæjar vegna bilunar
Heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins er skert um 30% vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Engin framleiðsla er á vatni á Nesjavöllum eins og stendur.

Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum
Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út.

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu
Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri.

Ítrekað kallaðir út vegna sinuelda í Árnessýslu sem raktir voru til óleyfisbrenna
Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að sinna alls 54 útköllum, meðal annars vegna gróðurelda sem blossuðu upp víða í umdæminu, í gærkvöldi og í nótt.

Endurreisn Laxabakka við Sog hafin og stefnt að opnun menningarseturs
Endurbygging bæjarins Laxabakka við sunnanvert Sog er hafin og er stefnt að því að þar verði starfrækt menningarsetur þegar bærinn verður kominn í upprunalega mynd, líklega næsta sumar.

Jólabílabingó Kvenfélags Grímsneshrepps á bílaplani við Borg
Kvenfélagskonur í Grímsnesi dóu ekki ráðalausar þegar þær þurftu að aflýsa árlegu jólabingói sínu í félagsheimilinu á Borg vegna hertra sóttvarna. Þær brugðu á það ráð að halda þess í stað Jólabílabingó, sem fer fram á planinu við félagsheimilið á Borg klukkan 14:00 í dag, sunnudag.

Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi
Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta.

Nóg um að vera í uppsveitum Árnessýslu
Mikill fjöldi fólks er nú í Uppsveitum Árnessýslu þó engin skipulögð dagskrá sé þar í gangi. Ferðamálafulltrúi svæðisins segir þrátt fyrir það sé mikla afþreyingu í boði fyrir fólk. Miklar þrumur og eldingar voru á svæðinu síðdegis í gær og í gærkvöldi.

Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru
Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum.

Á 184 kílómetra hraða á Biskupstungnabraut
Lögregla á Suðurlandi stöðvaði ökumann við ofsaakstur á Biskupstungnabraut við Tannastaði í liðinni viku. Maðurinn mældist á 184 kílómetra hraða, sem er rúmlega tvöfaldur hámarkshraði. Hann var sviptur ökurétti á staðnum og bíður málsmeðferðar á ákærusviði.

Maðurinn sem festi handlegg í rúllubindivél ekki alvarlega slasaður
Karlmaður sem klemmdi handlegg í rúllubindivél í Grímsnesi í gær er ekki alvarlega slasaður, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Reyna að losa mann sem festi höndina í vinnuvél
Viðbragðsaðilar í Árnessýslu eru nú á vettvangi vinnuslyss við landbúnaðarstörf í Grímsnesi. Maður festi hönd í heyvinnuvél og er unnið að því að losa hann.

Ásgarður að koma sterkur inn
Við erum varla búin að setja inn frétt af svæðunum við Bíldsfell og Ásgarð í Soginu þegar góðar fréttir berast af hinum bakkanum.

Lifnar aðeins yfir Soginu
Væntingar fyrir veiði í Soginu risu eftir fréttir af netaupptöku í Hvítá og það gæti verið ástæðan fyrir ágætis lífi í þessari rómuðu á.

Skemmtun skólafélags í Þrastalundi fór „algerlega úr böndunum“
Lögregla á Suðurlandi var kölluð út þegar skemmtun skólafélags í Þrastalundi í Grímsnesi var „algerlega komin úr böndunum“ síðasta laugardagskvöld.

Fyrstu laxarnir komnir í Soginu
Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Soginu en það er von unnenda Sogsins að þessi magnaða á sæki í sig veðrið eftir neta uppkaup.

Mannlaus bátur mögulega „sorglegur grikkur“
Leit var hætt á Álftavatni upp úr miðnætti í nótt en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að björgunarsveitir í Árnessýslu hefðu verið kallaðar út vegna mannlauss báts sem fannst á vatninu.