Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson skrifa 24. október 2025 13:16 Greinin Leikur að lýðræðinu sem þrír sveitarstjórnarmenn í Grímsnes- og Grafningshreppi birtu 23. október á Visir.is, er dæmi um hvernig pólitískur meirihluti reynir að afvegaleiða umræðuna með því að sá tortryggni og ótta meðal íbúa. Það er ekki ólöglegt að búa í frístundahúsi Félagið Búsetufrelsi tekur þó undir eitt atriði með greinarhöfundum: ef einstaklingur skráir sig í sveitarfélag eingöngu til að kjósa og flytur sig strax út aftur, þá er það ekki til fyrirmyndar og brýtur í bága við anda laganna. En slíkt er ekki það sem er til umræðu í þessari grein. Greinarhöfundar vísa í „bann við fastri búsetu í frístundabyggð“. Slíkt bann er ekki til í íslenskum lögum. Lög nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur segja einfaldlega að einstaklingur skrái lögheimili þar sem hann býr að staðaldri — óháð því hvort húsið er merkt sem íbúðarhús eða frístundahús. Ef einstaklingur dvelur í frístundahúsi sínu mestan hluta ársins, sefur þar, geymir eigur sínar og lifir sínu daglega lífi þar, þá er það lögheimili hans samkvæmt anda laganna. Þjóðskrá Íslands hefur heimild og skyldu til að skrá slíkt sem ótilgreint lögheimili — ekki sveitarfélagið. Það að meirihluti sveitarstjórnar haldi öðru fram er ekki aðeins rangt, heldur grefur undan réttarríkinu. Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði gegn sveitarfélaginu Það virðist greinarhöfundum þægilegt að þegja yfir staðreynd sem skiptir hér öllu máli: Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði nýlega gegn Grímsnes- og Grafningshreppi í máli gegn Þjóðskrá Íslands. Í þeim úrskurði var skýrt tekið fram að sveitarfélagið hafi ekki heimild til að hafa afskipti af lögheimilisskráningu einstaklinga, né að leggja mat á lögmæti hennar. Það vald er alfarið hjá Þjóðskrá samkvæmt landslögum. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að halda fram rangfærslum — líkt og úrskurður ráðuneytisins hafi aldrei verið kveðinn upp. Það er sérkennilegt að sveitarstjórn sem segist tala fyrir „heiðarleika og ábyrgð“ skuli af ásetningi hunsa úrskurð æðra stjórnvalds. Tillögur sem ganga gegn stjórnarskrá og mannréttindum Greinarhöfundar fara jafnvel lengra og hvetja til lagabreytinga sem myndu útiloka fólk sem býr í frístundahúsi frá því að skrá lögheimili í því sveitarfélagi þar sem það býr. Þær tillögur eru ekki bara ólýðræðislegar — þær væru andstæðar stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttur til að ráða búsetu sinni og taka þátt í lýðræðislegu samfélagi er verndaður í: 65. gr. stjórnarskrárinnar (jafnræðisreglan 75. gr. stjórnarskrárinnar (réttur til frjálsrar búsetu) 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (réttur til friðhelgi heimilis) Að setja fólk sem býr í frístundahúsi í sérstakan flokk, svipta það rétti til þjónustu af hendi sveitarfélagsins, kjörgengi og kosningarétti og merkja það sem ,,óraunverulega íbúa”, væri bæði mismunun og brot á grundvallarréttindum. Að gera lítið úr íbúum – í nafni lýðræðis Í grein þeirra er hópur fólks — þeir sem hafa löglega skráð sig með „ótilgreint heimilisfang“ eða búa í frístundahúsi — settur upp sem vandamál. Þeir eru sagðir „raska lýðræðinu“, „spila með kerfið“ og skapa ójafnvægi í samfélaginu. Þetta er ekki bara ósanngjarnt – þetta er niðrandi gagnvart íbúum sem hafa farið eftir lögum og úrskurðum stjórnvalda. Það er dapurlegt að kjörnir fulltrúar noti vettvang fjölmiðla til að draga úr trúverðugleika eigin íbúa í stað þess að vinna með þeim. Lýðræði byggir á virðingu og jafnræði – ekki á útilokun og hræðsluáróðri. Lýðræði er ekki einkamál meirihlutans Það er kaldhæðnislegt að greinarhöfundar skuli tala um „leik að lýðræðinu“ þegar þeir sjálfir reyna að draga úr þátttöku fólks í kosningum með röngum upplýsingum og rangfærslum á lögum. Lýðræði verður brothætt, ekki þegar fólk vill taka þátt – heldur þegar fulltrúar valdsins, fyrrnefndir greinarhöfundar reyna að velja hverjir fá að taka þátt í samfélaginu. Það er ekki óheiðarlegt að vilja hafa rödd í sveitarfélaginu sem maður býr í. Það sem er óheiðarlegt, er að reyna að þagga niður í þeirri rödd með villandi upplýsingum. Við sem búum í Grímsnes- og Grafningshreppi – hvort sem er í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili eða íbúðarhúsi – erum íbúar þessa sveitarfélags í augum laga og samkvæmt úrskurði æðra stjórnvalds. Við eigum rétt til að kjósa, taka þátt og njóta virðingar – rétt eins og allir aðrir. Fyrir hönd stjórnar Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Greinin Leikur að lýðræðinu sem þrír sveitarstjórnarmenn í Grímsnes- og Grafningshreppi birtu 23. október á Visir.is, er dæmi um hvernig pólitískur meirihluti reynir að afvegaleiða umræðuna með því að sá tortryggni og ótta meðal íbúa. Það er ekki ólöglegt að búa í frístundahúsi Félagið Búsetufrelsi tekur þó undir eitt atriði með greinarhöfundum: ef einstaklingur skráir sig í sveitarfélag eingöngu til að kjósa og flytur sig strax út aftur, þá er það ekki til fyrirmyndar og brýtur í bága við anda laganna. En slíkt er ekki það sem er til umræðu í þessari grein. Greinarhöfundar vísa í „bann við fastri búsetu í frístundabyggð“. Slíkt bann er ekki til í íslenskum lögum. Lög nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur segja einfaldlega að einstaklingur skrái lögheimili þar sem hann býr að staðaldri — óháð því hvort húsið er merkt sem íbúðarhús eða frístundahús. Ef einstaklingur dvelur í frístundahúsi sínu mestan hluta ársins, sefur þar, geymir eigur sínar og lifir sínu daglega lífi þar, þá er það lögheimili hans samkvæmt anda laganna. Þjóðskrá Íslands hefur heimild og skyldu til að skrá slíkt sem ótilgreint lögheimili — ekki sveitarfélagið. Það að meirihluti sveitarstjórnar haldi öðru fram er ekki aðeins rangt, heldur grefur undan réttarríkinu. Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði gegn sveitarfélaginu Það virðist greinarhöfundum þægilegt að þegja yfir staðreynd sem skiptir hér öllu máli: Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði nýlega gegn Grímsnes- og Grafningshreppi í máli gegn Þjóðskrá Íslands. Í þeim úrskurði var skýrt tekið fram að sveitarfélagið hafi ekki heimild til að hafa afskipti af lögheimilisskráningu einstaklinga, né að leggja mat á lögmæti hennar. Það vald er alfarið hjá Þjóðskrá samkvæmt landslögum. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að halda fram rangfærslum — líkt og úrskurður ráðuneytisins hafi aldrei verið kveðinn upp. Það er sérkennilegt að sveitarstjórn sem segist tala fyrir „heiðarleika og ábyrgð“ skuli af ásetningi hunsa úrskurð æðra stjórnvalds. Tillögur sem ganga gegn stjórnarskrá og mannréttindum Greinarhöfundar fara jafnvel lengra og hvetja til lagabreytinga sem myndu útiloka fólk sem býr í frístundahúsi frá því að skrá lögheimili í því sveitarfélagi þar sem það býr. Þær tillögur eru ekki bara ólýðræðislegar — þær væru andstæðar stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttur til að ráða búsetu sinni og taka þátt í lýðræðislegu samfélagi er verndaður í: 65. gr. stjórnarskrárinnar (jafnræðisreglan 75. gr. stjórnarskrárinnar (réttur til frjálsrar búsetu) 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (réttur til friðhelgi heimilis) Að setja fólk sem býr í frístundahúsi í sérstakan flokk, svipta það rétti til þjónustu af hendi sveitarfélagsins, kjörgengi og kosningarétti og merkja það sem ,,óraunverulega íbúa”, væri bæði mismunun og brot á grundvallarréttindum. Að gera lítið úr íbúum – í nafni lýðræðis Í grein þeirra er hópur fólks — þeir sem hafa löglega skráð sig með „ótilgreint heimilisfang“ eða búa í frístundahúsi — settur upp sem vandamál. Þeir eru sagðir „raska lýðræðinu“, „spila með kerfið“ og skapa ójafnvægi í samfélaginu. Þetta er ekki bara ósanngjarnt – þetta er niðrandi gagnvart íbúum sem hafa farið eftir lögum og úrskurðum stjórnvalda. Það er dapurlegt að kjörnir fulltrúar noti vettvang fjölmiðla til að draga úr trúverðugleika eigin íbúa í stað þess að vinna með þeim. Lýðræði byggir á virðingu og jafnræði – ekki á útilokun og hræðsluáróðri. Lýðræði er ekki einkamál meirihlutans Það er kaldhæðnislegt að greinarhöfundar skuli tala um „leik að lýðræðinu“ þegar þeir sjálfir reyna að draga úr þátttöku fólks í kosningum með röngum upplýsingum og rangfærslum á lögum. Lýðræði verður brothætt, ekki þegar fólk vill taka þátt – heldur þegar fulltrúar valdsins, fyrrnefndir greinarhöfundar reyna að velja hverjir fá að taka þátt í samfélaginu. Það er ekki óheiðarlegt að vilja hafa rödd í sveitarfélaginu sem maður býr í. Það sem er óheiðarlegt, er að reyna að þagga niður í þeirri rödd með villandi upplýsingum. Við sem búum í Grímsnes- og Grafningshreppi – hvort sem er í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili eða íbúðarhúsi – erum íbúar þessa sveitarfélags í augum laga og samkvæmt úrskurði æðra stjórnvalds. Við eigum rétt til að kjósa, taka þátt og njóta virðingar – rétt eins og allir aðrir. Fyrir hönd stjórnar Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun