Eurovision

Fréttamynd

„Verður í vöðvaminninu að eilífu“

Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision.

Tónlist
Fréttamynd

Euro­vision verður í Bret­landi á næsta ári

Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi.

Lífið
Fréttamynd

Endan­lega stað­fest að Euro­vision verði ekki í Úkraínu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar bera af í Euro­vision-glápi

Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði.

Lífið
Fréttamynd

Breska Eurovision stjarnan mætt á íslenska listann

TikTok stjarnan Sam Ryder sló í gegn í Eurovision í ár þar sem hann keppti fyrir hönd Bretlands og hreppti annað sætið. Lagið hans Space Man skýst beint í sjötta sætið á íslenska listanum sína fyrstu viku á lista.

Tónlist
Fréttamynd

Stjörnulífið: Kosningar, Eurovision og tónleikahald

Það var nóg um að vera þessa helgina þar sem sveitarstjórnarkosningar og Eurovision börðust um athygli landsmanna. Það var samt sem áður mikið um annarskonar skemmtanahald í gangi eins og tónleika, leikhússýningar og útlandaferðir.

Lífið
Fréttamynd

Spilarar RÚV hrundu í Eurovision- og kosningafári

Spilarar Ríkisútvarpsins sem sýna frá Eurovision og kosningavöku þeirra hrundu á ögurstundu þegar stigagjöfin í Eurovision átti að hefjast. Á vefsíðu þeirra var um tíma ekki hægt að horfa á viðburðina.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum rosalega bjartsýn með kvöldið“

„Hún er rosalega góð, það er búið að vera ótrúlega jákvæð og mjúk stemning í hópnum,“ segir Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins um stemninguna hjá Systrum fyrir kvöldinu í kvöld.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.