Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson skrifa 8. desember 2025 07:46 Við sem hér pikkum grein á lyklaborðið erum af þeirri kynslóð sem þrýsti tveimur ungum fingrum í einu á Play og Rec til þess að ná Júróvisjónlögunum á kasettu. Vorið var þá komið eftir langan vetur, jól og páskar að baki, lóan lent á klakanum og nú settist fjölskyldan við svart hvítan skjáinn til að sjá og heyra sönginn handan hafsins. Með kökumylsnu í munnvikum og glýju í augum opnaðist nýr heimur fyrir ungum sálum á 8. áratugnum. Það var til svo ólíkt fólk, allskyns tónlist, hispurslaus framkoma, stolt og gleði ásamt djörfum klæðnaði sem fullorðna fólkinu gat blöskrað. Ekki dró það úr spenningnum að sjá og heyra alla þessa útlendinga úti í hinum stóra heimi. Þegar kom að stigagjöfinni sem enginn skildi neitt í hvernig féll, heyrðist fullorðna fólkið tala um heimspólitíkina og augljós hagsmunamunstur stórþjóða. Jóna Hrönn vandist því að faðir hennar horfði ekki á keppnina sjálfa, en þegar kom að stigagjöfinni settist hann við og lék sér að því að spá fyrir hvaða þjóðir sýndu hver annari rausn og hverjar ekki. Hvað sem allri heimspólitík leið var Júróvissjón bernskunnar þó alltaf óbilandi fiðringur og framandi stemmning. Líklega hafa fæstir Evrópubúar tekið sérstaklega til þess þegar Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson fluttu Gleðibankann 1986. Hér heima var þátttaka Íslands í Júróvisjón hins vegar staðfesting á því að nýir tímar voru gengnir í garð. Litasjónvarp var komið á öll heimili svo glimmerbúningarnir nutu sín á túpu-skjánum og Gleðibankinn varð að þjóðareign sem enn er kveðin við raust í partýum og réttum. Stóra breytingin var hins vegar sú að ný sjálfsmynd hafði fæðst. Við sem áður höfðum verið fjarlægir viðtakendur handan hafs vorum orðnir virkir þátttakendur í veröldinni með alveg splunkunýjum hætti. Þegar Lóan tekur að syngja næsta vor verða fjörutíu ár liðin frá því Gleðibankinn var fluttur og íslenskar raddir blönduðu sér í hinn mikla víðóm evrópskrar dægurmenningar. Júróvisjón vekur sem fyrr fiðring og gleði. Sérleiki ólíkra menninga birtist með stolti og virðingu. Hver þjóð á sína rödd sem send er með skilaboð á þennan stóra fund. Hvort heldur sungið er um gleði eða sorgir, ástir eða reiði, fögnuð, ótta, vonir eða bara um gagn og gæði sánubaða, þá eru skilaboðin alltaf þessi: Við elskum lífið og hvert annað. Júróvisjón er um ástina á lífinu og náunganum. Hún er gleði- og friðarhátíð þar sem við sameinumst í litadýrð og fjölbreytni. En nú er ber skugga á. Harmiskyggð augu barna lífs og látinna horfa á okkur frá Gaza. Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja, mælti Jesús fyrir hönd barna á öllum öldum. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður.[1] Með öðrum orðum: Ekki svívirða börn. Þegar þú horfir í augu barns er höfundur lífsins að horfa á þig. Í þessum dómsjúka heimi þar sem ásakanir ganga á víxl og sakir eru bornar víða stendur Jesús frá Nasaret og biður okkur að staðnæmast og taka við þeim einfalda sannleika að það eru börnin sem dæma heiminn. Þú ert bara það sem þú ert í augum þeirra barna sem eru dæmd til að treysta þér. Þannig dæmir Guð heiminn. Nú væri ósvinna að undirbúa hátíð með fulltrúum Ísraelsmanna til þess að fagna lífinu og ástinni á öllu fólki. Það væri sturluð synd í augum barnanna á Gaza. Gleðibankinn er tómur. Við tökum undir með því fólki sem vill sjá gleði- og friðarhátíð haldna á Íslandi á komandi vori. Þar skal lífinu fagnað með virðingu og ástin staðfest í hjartans þrá eftir friði og réttlæti. Ísraelsmenn og Palestínumenn munu þurfa að búa saman um ókomna tíð. Þeir munu þurfa að finna leiðina saman. Það verður erfitt. Samfélag þjóðanna þarf að styðja þessar tvær þjóðir. Það verður ekki gert með leiknum fagnaðarlátum, gervimennsku og þjónkun. Við hvetjum útvarpsráð til þess að draga Rúv út úr keppninni á komandi vori. Höfundar eru prestar. [1] Matteusarguðspjall 18.10 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Bjarni Karlsson Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Við sem hér pikkum grein á lyklaborðið erum af þeirri kynslóð sem þrýsti tveimur ungum fingrum í einu á Play og Rec til þess að ná Júróvisjónlögunum á kasettu. Vorið var þá komið eftir langan vetur, jól og páskar að baki, lóan lent á klakanum og nú settist fjölskyldan við svart hvítan skjáinn til að sjá og heyra sönginn handan hafsins. Með kökumylsnu í munnvikum og glýju í augum opnaðist nýr heimur fyrir ungum sálum á 8. áratugnum. Það var til svo ólíkt fólk, allskyns tónlist, hispurslaus framkoma, stolt og gleði ásamt djörfum klæðnaði sem fullorðna fólkinu gat blöskrað. Ekki dró það úr spenningnum að sjá og heyra alla þessa útlendinga úti í hinum stóra heimi. Þegar kom að stigagjöfinni sem enginn skildi neitt í hvernig féll, heyrðist fullorðna fólkið tala um heimspólitíkina og augljós hagsmunamunstur stórþjóða. Jóna Hrönn vandist því að faðir hennar horfði ekki á keppnina sjálfa, en þegar kom að stigagjöfinni settist hann við og lék sér að því að spá fyrir hvaða þjóðir sýndu hver annari rausn og hverjar ekki. Hvað sem allri heimspólitík leið var Júróvissjón bernskunnar þó alltaf óbilandi fiðringur og framandi stemmning. Líklega hafa fæstir Evrópubúar tekið sérstaklega til þess þegar Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson fluttu Gleðibankann 1986. Hér heima var þátttaka Íslands í Júróvisjón hins vegar staðfesting á því að nýir tímar voru gengnir í garð. Litasjónvarp var komið á öll heimili svo glimmerbúningarnir nutu sín á túpu-skjánum og Gleðibankinn varð að þjóðareign sem enn er kveðin við raust í partýum og réttum. Stóra breytingin var hins vegar sú að ný sjálfsmynd hafði fæðst. Við sem áður höfðum verið fjarlægir viðtakendur handan hafs vorum orðnir virkir þátttakendur í veröldinni með alveg splunkunýjum hætti. Þegar Lóan tekur að syngja næsta vor verða fjörutíu ár liðin frá því Gleðibankinn var fluttur og íslenskar raddir blönduðu sér í hinn mikla víðóm evrópskrar dægurmenningar. Júróvisjón vekur sem fyrr fiðring og gleði. Sérleiki ólíkra menninga birtist með stolti og virðingu. Hver þjóð á sína rödd sem send er með skilaboð á þennan stóra fund. Hvort heldur sungið er um gleði eða sorgir, ástir eða reiði, fögnuð, ótta, vonir eða bara um gagn og gæði sánubaða, þá eru skilaboðin alltaf þessi: Við elskum lífið og hvert annað. Júróvisjón er um ástina á lífinu og náunganum. Hún er gleði- og friðarhátíð þar sem við sameinumst í litadýrð og fjölbreytni. En nú er ber skugga á. Harmiskyggð augu barna lífs og látinna horfa á okkur frá Gaza. Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja, mælti Jesús fyrir hönd barna á öllum öldum. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður.[1] Með öðrum orðum: Ekki svívirða börn. Þegar þú horfir í augu barns er höfundur lífsins að horfa á þig. Í þessum dómsjúka heimi þar sem ásakanir ganga á víxl og sakir eru bornar víða stendur Jesús frá Nasaret og biður okkur að staðnæmast og taka við þeim einfalda sannleika að það eru börnin sem dæma heiminn. Þú ert bara það sem þú ert í augum þeirra barna sem eru dæmd til að treysta þér. Þannig dæmir Guð heiminn. Nú væri ósvinna að undirbúa hátíð með fulltrúum Ísraelsmanna til þess að fagna lífinu og ástinni á öllu fólki. Það væri sturluð synd í augum barnanna á Gaza. Gleðibankinn er tómur. Við tökum undir með því fólki sem vill sjá gleði- og friðarhátíð haldna á Íslandi á komandi vori. Þar skal lífinu fagnað með virðingu og ástin staðfest í hjartans þrá eftir friði og réttlæti. Ísraelsmenn og Palestínumenn munu þurfa að búa saman um ókomna tíð. Þeir munu þurfa að finna leiðina saman. Það verður erfitt. Samfélag þjóðanna þarf að styðja þessar tvær þjóðir. Það verður ekki gert með leiknum fagnaðarlátum, gervimennsku og þjónkun. Við hvetjum útvarpsráð til þess að draga Rúv út úr keppninni á komandi vori. Höfundar eru prestar. [1] Matteusarguðspjall 18.10
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar