Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026

Fréttamynd

Brask­markaðurinn

Íslenskur húsnæðismarkaður er braskmarkaður. Leikvöllur fjárfesta sem hafa getað gengið að skjótum og öruggum gróða á kostnað almennings. Í nágrannalöndum okkar er mun meira gert til að tempra áhuga og möguleika fjárfesta á að leika sér að húsnæði.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsund klifurbörn í frjálsu falli

Forsvarsfólk Klifurfélagsins hefur lagt fram metnaðarfulla og raunhæfa áætlun um uppbyggingu á aðstöðu sinni en starfsemin er dreifð á á þrjá mismunandi staði í dag, með tilheyrandi óhagræði fyrir börn, foreldra, þjálfara og sjálfboðaliða.

Skoðun
Fréttamynd

Stóra myndin í leik­skóla­málum

Leikskólinn er í senn mikilvæg menntastofnun og gríðarlega þýðingarmikið jöfnunartæki í samfélaginu. Yfir 90% ánægja mælist meðal foreldra á starfi leikskólanna í borginni og langflest börn fá pláss í sínu nærumhverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Sel­tjarnar­nes og fjár­hagurinn – við­varandi halla­rekstur

Seltjarnarnes er gott samfélag með mikla kosti. Hér er sterk samfélagsvitund, öflugt skóla- og íþróttastarf og gott mannlíf. Þetta er bær sem margir velja sér vegna lífsgæða og halda tryggð við. En jafnvel sterk samfélög verða ekki rekin til lengdar án traustra fjármála.

Skoðun
Fréttamynd

Breytingar, breytinganna vegna?

Ef það virkar – ekki laga það (e. if it works, don't fix it) er frasi sem margir tengja við og nota í daglegu lífi. Hægt er að taka mörg dæmi af svokölluðum „rebranding“ verkefnum í markaðssetningu þar sem tiltekin vara, sem er vel þekkt á markaði, fær nýtt nafn og nýjar umbúðir en kolfellur í sölu. Breyting breytinganna vegna og engum til gagns.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíð barna okkar krefst meiri festu en fyrir­sagna

Undanfarna daga hefur umræðan um grunnskólann verið sundurlaus, upplýsingar óskýrar og hlutverk hans að nokkru leyti óljóst. Leiðir á borð við „Finnsku leiðina“ og „Vestmannaeyjaleiðina,“ með þróunarverkefnið Kveikjum neistann, eru dregnar fram eins og töfralausninina sé einfaldlega að finna þar.

Skoðun
Fréttamynd

Bær at­vinnulífsins

Hafnfirðingar hafa á síðustu árum upplifað mikinn uppgang í atvinnulífinu í bænum. Á þessu kjörtímabili fjölgar skráðum atvinnueignum um á annað þúsund.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er ég að vilja upp á dekk

Mér er engin launung á því að málefnið sem ýtir mér af stað í þessa vegferð eru leikskólamálin. Ég er komin fram á völlinn til að halda uppi skýrri afstöðu til hlutverks Reykjavíkurborgar í málefnum leikskóla og það er í grunninn ástæðan fyrir að ég er komin hingað. Í framboð til forystu Viðreisnar í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hvera­gerði

Gæði samfélags mælast í því hvernig við þjónustum íbúana. Íbúasamsetning í Hveragerði er fjölbreytt og býr í bænum m.a. fjölmennur og virkur hópur eldra fólks. Það er eitt af megin áherslumálum Framsóknar að bjóða upp á fjölbreyttan búsetuvalkost fyrir alla hópa samfélagsins. Það er því mikilvægt að hlusta eftir því hvað hentar hverjum.

Skoðun
Fréttamynd

Um peninga annarra

Það er gjarnan gripið til líkingar um heimilisbókhald þegar talað er um fjármál sveitarfélaga; útgjöld þurfi að vera í einhverju samræmi við innkomuna. En það breytir því ekki að það er eðlismunur á venjulegu heimilisbókhaldi og bókhaldi miðstýrðs valds á borð við Reykjavíkurborg.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­skapar­víti meiri­hlutans í Reykja­vík

Reykjavíkurborg býr í dag við vanda sem verður ekki lengur skýrður með tilviljunum eða ytri aðstæðum. Umferðarteppur, versnandi aðgengi, dýrari framkvæmdir og vaxandi óánægja borgarbúa eru afleiðing stefnu sem hefur verið mótuð og rekin árum saman af sama pólitíska meirihluta. Þetta er ekki skammvinnt ástand heldur niðurstaða langrar forgangsröðunar.

Skoðun
Fréttamynd

Öxlum á­byrgð og segjum satt

Ég hef í prófkjörsbaráttunni gert takmarkað traust borgarbúa til borgarstjórnar að umræðuefni og það er ein ástæða þess að ég gef kost á mér í oddvitasæti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ég tel einfaldlega að hægt sé að gera mun betur og að borgarbúar verðskuldi að geta treyst borgarfulltrúum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­földum lífið í út­hverfunum

Ég er stolt úthverfamamma. Ég er alin upp í Breiðholti en bý í Rimahverfinu í Grafarvogi með manninum mínum og þremur ungum börn. Ég elska að búa í Grafarvogi! Hér eru göngustígar langt frá hraðri bílaumferð, úrval af leikvöllum og útivistarsvæðum, bókasafn með góðri barnadeild og frábærir leik- og grunnskólar. Samt finnst mér úthverfin oft vera útundan þegar kemur að grunnþjónustu, almenningssamgöngum og uppbyggingu.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­fús í sexuna!

Allskonar fólk er í framboði í forvali Samfylkingarinnar (laugardaginn 24. !) og slegist um fyrstu sætin. En hin sætin skipta líka máli, því þar eiga að að vera vinnuhestarnir og navígatorarnir sem forustumennirnir geta reitt sig á. Þeir eru rkki síður mikilvægir, ræðararnir í skut.

Skoðun
Fréttamynd

Veit Inga hvað hún syngur?

Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeiri í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg .

Skoðun
Fréttamynd

Ertu að kjósa gegn þínum hags­munum?

Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Þegar farið er yfir heildargögn Bjargs sem er óhagnaðardrifið leigufélag, ekki í brotum heldur í samhengi, blasir við mjög skýr mynd. Íbúðir sem þegar hafa verið kláraðar og afhentar sýna að Reykjavík hefur í mörg ár verið burðarás félagslegs leiguhúsnæðis á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Vatnsmýrin rís

Árið 2006 var sett af stað samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar af hálfu Reykjavíkurborgar. Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar sigurtillagan var fyrst kynnt í byrjun árs 2008.

Skoðun
Fréttamynd

Ung til at­hafna

Þann 24. janúar næstkomandi fer fram prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga þann 16. maí 2026. Alls bjóða 16 einstaklingar sig fram í efstu 6 sæti listans og því ærin ástæða til þess að kynna sér frambjóðendur, kjósa og hafa þannig áhrif á lista Samfylkingarinnar í borginni til næstu fjögurra ára.

Skoðun
Fréttamynd

Steinunni í 2. sæti

Ég styð Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna þess að hún stendur fyrir jöfnuð, mannréttindi og þá yfirvegun, þrautseigju og vinnusemi sem samfélag á breytingatímum þarfnast.

Skoðun
Fréttamynd

Hrað­braut við fjöruna í Kópa­vogi - Kárs­nes­stígur

Í nútímaþjóðfélagi er farið að leggja meiri og meiri vigt á að hafa góð svæði fyrir útivist. En það er ljóst við lestur framlagðra gagna bæjarstjórnar Kópavogs um þennan stíg að hann skal leggja meðfram fjörunni og vera sem beinastur og greiðastur svo hægt sé að komast sem hraðast yfir.

Skoðun
Fréttamynd

Orðin innan­tóm um rekstur Hvera­gerðis­bæjar

Um miðjan desember var fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2026 samþykkt. Í kjölfarið fór meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis mikinn og talaði um einstaka fjárhagsáætlun sem sýndi ábyrgan rekstur og lækkun skulda.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­vík er okkar

Í vor kjósum við borgarfulltrúa sem stjórna Reykjavík næstu fjögur árin. Þessar kosningar snúast ekki aðeins um nöfn og lista – heldur um hvaða gildi eiga að leiða borgina okkar áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Lýðheilsa og lífs­gæði í Reykja­vík

Borgir sem leggja áherslu á lýðheilsu verða sjálfbærari, öflugri og betri til búsetu fyrir alla aldurshópa. Mitt hjartans mál er að Reykjavík sé borg sem gefur öllum tækifæri til heilbrigðs, öruggs og innihaldsríks lífs – þar sem heilsan, vellíðanin og jöfnuðurinn eru hjartað í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt byggingar­land á Blikastöðum

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær, miðvikudaginn 14. janúar var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands.

Skoðun