Tónleikar á Íslandi

Iceland Airwaves valin besta innihátíð ársins 2022
Iceland Airwaves vann verðlaunin „besta innihátíðin“ á Evrópsku hátíðarverðlaununum (e. European Festival Awards) í Groningen í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2020 sem verðlaunin eru afhent.

Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá.

Geti ekki lengur látið eins og allt sé í lagi
Árið sem þjóðin losnaði úr hlekkjum samkomutakmarkana hefur reynst mjög erfitt fyrir tónleikahaldara og er staðan svartari en marga hafði grunað, að sögn framkvæmdastjóra Senu Live. Talsvert algengara sé að tónleikar endi með fjárhagslegu tapi og það gerst mun oftar á þessu ári en nokkurn tímann áður.

Baggalútur og GDRN með nýtt jólalag: „Mátulega passív–agressíf“
Hljómsveitin Baggalútur og söngkonan GDRN voru að senda frá sér tónlistarmyndband við splunkunýtt lag sem þau frumfluttu á jólatónleikum Baggalúts í ár. Lagið ber heitið Myrra en blaðamaður heyrði í Braga Valdimar og fékk að heyra nánar frá.

„Það eru engin jól án tónlistar“
„Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld.

Eros Ramazzotti heldur tónleika í Laugardalshöll
Stórstjarnan ítalska Eros Ramazzotti er á leiðinni til Íslands. Hann heldur tónleika í Laugardalshöll þann 26. ágúst á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordic Live Events.

„Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“
Hún byrjaði að skreyta í október, vekur börnin sín upp með jólalögum og veit fátt dásamlegra en jólahátíðina. Söngkonan og jólakúlan Selma Björns talar um hefðirnar, ástina og allt jólaskrautið, sem hún líkir við gamla góða vini.

GDRN og Magnús Jóhann fluttu sín vinsælustu lög
GDRN og Magnúsi Jóhanni voru frábær á tónleikum í Bæjarbíó sem streymt var beint á Vísi í kvöld. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð.

Hefur þurft aðstoð Björgunarsveitarinnar til að ferja sig í og úr giggi
„Það er svo margt sem maður á eftir í lífinu, ég hef aldrei áður haldið jólatónleika sjálf," segir stórsöngkonan og sjarmatröllið Sigrún Hjálmtýsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag.

Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum
Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi.

Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld
„Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi.

Bylgjan órafmögnuð: Ágústa Eva og Gunni Hilmars flytja sín þekktustu lög
Klukkan 20 í kvöld verða sýndir tónleikar með Sycamore Tree úr tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Dúettinn er skipaður þeim Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunnari Hilmarssyni.

„Öllum fannst mjög undarlegt að ég kynni þetta“
Tónlistarkonan Gugusar hefur með sanni átt viðburðaríkt og öflugt ár í tónlistarheiminum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan hljóm sinn og kraftmikla sviðsframkomu. Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley, finnst ekkert skemmtilegra en að semja tónlist en hún var að senda frá sér plötuna 12:48. Blaðamaður hitti á hana í kaffi og fékk að spyrja hana spjörunum úr.

Bjartmar mætti órafmagnaður til Bylgjunnar og hefur aldrei verið betri
Klukkan 20 í kvöld verða sýndir tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni úr tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Bjartmar mætir með hljómsveitina Bergrisana og leika þeir á als oddi.

„Ég er mjög tilfinningarík manneskja“
„Ég hef elskað tónlist síðan ég man eftir mér,“ segir tónlistarkonan Fríd en hún var að gefa út plötuna REBIRTH. Blaðamaður tók púlsinn á henni og hennar skapandi hugarheimi.

Mugison gefur allt í órafmagnaða tónleika hjá Bylgjunni
Klukkan 20 í kvöld verða sýndir tónleikar með Mugison úr tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Mugison gefur allt í tónleikana eins og honum einum er lagið.

Baggalútur afhjúpar samstarf við frægan erlendan listamann
Ástsæla og sívinsæla sveitin Baggalútur var að senda frá sér myndband af áhugaverðum blaðamannafundi þeirra. Ástæðan er komandi jólatónleikatörn sveitarinnar og samstarf við tékkneska listamanninn og hönnuðinn Krištof Kintera..

„Verð alltaf aðeins öðruvísi skotin í henni þegar hún er uppi á sviði“
Listasafn Reykjavíkur iðaði af lífi síðastliðið laugardagskvöld þar sem Iceland Airwaves hátíðin náði hápunkti sínum og þolinmóðir tónleikagestir biðu í langri röð sem einkenndist þó aðallega af gleði og fjöri.

Óli Palli poppar Skagann upp
Skaga- og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, hefur verið í önnum við að skipuleggja mikla tónlistarhátíð í sínum heimabæ.

Morgunsólin skín á Íslenska listanum
Tónlistarmaðurinn Aron Can skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 og hefur með sanni náð góðum árangri í íslensku tónlistarlífi. Lagið hans Morgunsólin situr í áttunda sæti íslenska listans á FM þessa vikuna.