Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2025. Fólk var mikið að pæla í líffræðilegu kyni og áhrifum hlýnunar jarðar. Þá vekur athygli hve margir höfðu áhuga á Axlar-Birni. Lífið 7.1.2026 10:55
„Stórt framfaraskref“ Forsetar Úkraínu og Frakklands og forsætisráðherra Breta undirrituðu í kvöld samkomulag um varnir Úkraínu. Með undirrituninni samþykkja Bretar og Frakkar að senda hermenn til Úkraínu í kjölfar samkomulags um vopnahlé. Erlent 6.1.2026 21:19
Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Erlent 6.1.2026 11:02
Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur neitað fyrir að hafa átt nokkurn þátt í árás sem er sögð hafa verið gerð á eitt af heimilum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í nótt. Erlent 30. desember 2025 08:37
Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að nýjar friðartillögur sem hafi verið til umræðu milli hans og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída í gær innihaldi meðal annars tillögu um fimmtán ára öryggistryggingar handa Úkraínu. Selenskí segir að þær yrði svo hægt að framlengja enn frekar en hann lagði til við Trump í gær að öryggistryggingarnar næðu til allt að fimmtíu ára. Erlent 29. desember 2025 10:46
Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Erlent 28. desember 2025 22:33
„Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Vólódímír Selenskíj Úkraínuforseti er mættur á fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Erlent 28. desember 2025 18:55
Átti gott samtal við Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag. Erlent 28. desember 2025 17:58
„Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Innlent 28. desember 2025 17:51
Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti hittir Donald Trump Bandaríkjaforseta í Flórída í dag þar sem til stendur að ræða uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum. Fundurinn er haldinn eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð um helgina. Erlent 28. desember 2025 08:43
Leita í rústum íbúðahúsa Hjálparstarfsmen í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, leita nú að fólki sem liggur í rústum íbúðahúsnæðis. Rússar siguðu yfir fimm hundruð sprengjudrónum á höfðuborgina í nótt. Erlent 27. desember 2025 12:13
Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Rússar mega ekki keppa undir rússneska fánanum en þeir komast í gegnum bakdyr inn á Vetrarólympíuleikana sem verða haldnir í Mílano og Cortina á Ítalíu í febrúar á nýju ári. Sport 26. desember 2025 20:15
Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta „í náinni framtíð“ og segir hann að margt geti ráðist fyrir árslok. Erlent 26. desember 2025 08:28
Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Rússar stefna að enduropnun leikhússins í Maríupól fyrir áramót. Leikhúsið er ein táknmynda hryllingsins sem fylgt hefur innrás Rússlands í Úkraínu eins og raunar borgin öll. Erlent 25. desember 2025 18:31
Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Leó fjórtandi páfi bað fyrir því að Úkraína og Rússland myndu finna hugrekki til að ljúka friðarvæðrum þeirra í fyrsta jóladagsávarpi sínu. Þá bað hann einnig fyrir fólkinu á Gasa. Erlent 25. desember 2025 12:27
Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. Erlent 24. desember 2025 15:45
Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Þrír létust, þar á meðal tveir umferðarlögreglumenn, eftir að sprenging varð í bíl í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Erlent 24. desember 2025 08:09
Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda. Erlent 23. desember 2025 15:14
Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi var ráðinn af dögum í morgun í Moskvu höfuðborg Rússlands. Erlent 22. desember 2025 07:58
Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. Erlent 22. desember 2025 06:39
Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu. Erlent 21. desember 2025 13:58
Pútín sagður hafa valið Witkoff Steve Witkoff, fasteignamógúll og golffélagi Donalds Trump til langs tíma, hafði starfað sem sérstakur erindreki forsetans í einungis nokkra daga þegar honum bárust skilaboð frá krónprins Sádi-Arabíu. Skilaboðin voru um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði áhuga á að hitta hann. Erlent 20. desember 2025 12:47
Lengsta sjálfsvígsbréf í sögu Bandaríkjanna Ef þær hugmyndir sem birtast í nýútkominni þjóðaröryggisstefnu verða lagðar til grundvallar raunverulegri stefnumótun mun áhrifavald Bandaríkjanna í heiminum dvína hratt og geta landsins til að verja sig sjálft og bandamenn sína minnka verulega. Afleiðingarnar verða bæði pólitískar og efnahagslegar – og þær munu snerta alla Bandaríkjamenn. Umræðan 20. desember 2025 11:27
Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá. Erlent 19. desember 2025 12:00