Sjúkrahúsið á Akureyri

Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum
Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins.

Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp
Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær.

Fluttur á sjúkrahús eftir að grjót á stærð við jeppling féll á gröfuna
Karlmaður var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri á tíunda tímanum í morgun eftir stærðarinnar grjót féll á hann í grjótnámu skammt frá Akureyri. Hann er sagður vera töluvert slasaður.

Telur hugsanlegt að um 70% landsmanna hafi smitast
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áætlar að fjöldi þeirra sem hafi smitast af kórónuveirunni sé um tvöfalt meiri en hafi formlega greinst sýktur. Hugsanlegt sé að um 70% landsmanna hafi nú þegar smitast af COVID-19. Þess vegna sé ekki óvarlegt að ætla að hámarki faraldursins verði náð innan tveggja til þriggja vikna og að í framhaldi af því fari nýgreiningum að fækka.

Fyrsta andlát vegna Covid á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Karlmaður á tíræðisaldri, sem var smitaður af Covid, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Hann lá inni vegna annarra veikinda en Covid en samkvæmt framkvæmdastjóra lækninga sjúkrahússins er talið næsta víst að Covid-sýkingin hafi verið helsta dánarorsökin.

Stefnir í að skerða þurfi valþjónustu enn frekar
Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri segir að með þessu áframhaldi sé útlit fyrir að skerða þurfi valþjónustu enn frekar.

Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan
Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu.

Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu
117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember.

Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans.

Styrkari heilbrigðisþjónusta á Norðurlandi
Í heilbrigðisumdæmi Norðurlands bjuggu árið 2020 36.751 manns. Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) og Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) sinna heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi.

Einn lagður inn á Akureyri með Covid-19
Í gær var einstaklingur lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með Covid-19 og er hann sá fyrsti til þess að vera lagður inn á sjúkrahúsið þar í þessari bylgju faraldursins.

Hildigunnur skipuð forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til næstu fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu og klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá 2012.

Ekki á hverjum degi sem fólk með ísbjarnarbit leitar á sjúkrahúsið á Akureyri
Kvikmyndagerðamaður var fluttur frá Grænlandi á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri í gær eftir að ísbjörn beit vinstri hönd hans.

Sjö vilja verða forstjóri á Akureyri
Sjö umsóknir bárust til heilbrigðisráðuneytis um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn. Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð
Það er fátt sem er okkur dýrmætara en heilsan um það erum við væntanlega flest sammála. Ákallið fyrir síðustu kosningar var að efla opinbera heilbrigðisþjónustu um allt land og á þessu kjörtímabili hafa verið stigin mikilvæg skref í þá átt undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra.

Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum
Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum.