Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 13:15 Samkvæmt reglugerð nr. 1111/2020 um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa er hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) skýrt. Sjúkrahúsinu er ætlað að veita heilbrigðisþjónustu í samræmi við skyldur kennslusjúkrahúss, þar á meðal sérfræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum heilbrigðisvísinda með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum. Þrátt fyrir skýrar lagaskyldur hefur SAk átt í erfiðleikum með að uppfylla þær. Vandinn liggur meðal annars í því hve erfitt hefur reynst að fá sérhæfða lækna til starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á lausnir, þar sem áhersla er lögð á aukið samstarf sjúkrahúsa um land allt til að tryggja bæði rekstrarhagkvæmni og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í stað þess að flytja sjúklinga langar vegalengdir til þjónustu, ætti markmiðið að vera að flytja þjónustuna nær fólkinu. Í byggðaáætlun fyrir 2022–2036 er sett fram markmið um að jafna aðgang að sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Heilbrigðisstefna Íslands til 2030 leggur sömuleiðis áherslu á örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þrátt fyrir þetta er aðgengi að sérfræðiþjónustu mismunandi eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónustan mest aðgengileg, en hún versnar eftir því sem fjær dregur. Til að bregðast við þessu þarf að skipuleggja sérfræðiþjónustu í hverju heilbrigðisumdæmi út frá þörfum íbúa. Einnig þarf að skilgreina hvaða þjónustu er raunhæft að veita á sjúkrahúsum sem glíma við manneklu. Ein leið til að tryggja betra aðgengi á landsbyggðinni er að efla hlutverk Landspítalans og SAk, þannig að þau geti veitt heilbrigðisstofnunum um land allt stuðning með sérfræðilæknum. Þetta kallar á að læknamönnun á þessum sjúkrahúsum sé skipulögð með þetta hlutverk í huga. Heilbrigðisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins fyrir Norðurland eystra hafa lagt mikla áherslu á að færa þjónustuna nær fólki. Hins vegar er ljóst að betur má ef duga skal. Að flytja sérfræðilækna til landsbyggðarinnar frekar en að niðurgreiða ferðir sjúklinga til Reykjavíkur er bæði hagkvæmara og einfaldara. Er þetta í forgangi hjá þínum stjórnmálaflokki fyrir komandi alþingiskosningar? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt reglugerð nr. 1111/2020 um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa er hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) skýrt. Sjúkrahúsinu er ætlað að veita heilbrigðisþjónustu í samræmi við skyldur kennslusjúkrahúss, þar á meðal sérfræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum heilbrigðisvísinda með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum. Þrátt fyrir skýrar lagaskyldur hefur SAk átt í erfiðleikum með að uppfylla þær. Vandinn liggur meðal annars í því hve erfitt hefur reynst að fá sérhæfða lækna til starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á lausnir, þar sem áhersla er lögð á aukið samstarf sjúkrahúsa um land allt til að tryggja bæði rekstrarhagkvæmni og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í stað þess að flytja sjúklinga langar vegalengdir til þjónustu, ætti markmiðið að vera að flytja þjónustuna nær fólkinu. Í byggðaáætlun fyrir 2022–2036 er sett fram markmið um að jafna aðgang að sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Heilbrigðisstefna Íslands til 2030 leggur sömuleiðis áherslu á örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þrátt fyrir þetta er aðgengi að sérfræðiþjónustu mismunandi eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónustan mest aðgengileg, en hún versnar eftir því sem fjær dregur. Til að bregðast við þessu þarf að skipuleggja sérfræðiþjónustu í hverju heilbrigðisumdæmi út frá þörfum íbúa. Einnig þarf að skilgreina hvaða þjónustu er raunhæft að veita á sjúkrahúsum sem glíma við manneklu. Ein leið til að tryggja betra aðgengi á landsbyggðinni er að efla hlutverk Landspítalans og SAk, þannig að þau geti veitt heilbrigðisstofnunum um land allt stuðning með sérfræðilæknum. Þetta kallar á að læknamönnun á þessum sjúkrahúsum sé skipulögð með þetta hlutverk í huga. Heilbrigðisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins fyrir Norðurland eystra hafa lagt mikla áherslu á að færa þjónustuna nær fólki. Hins vegar er ljóst að betur má ef duga skal. Að flytja sérfræðilækna til landsbyggðarinnar frekar en að niðurgreiða ferðir sjúklinga til Reykjavíkur er bæði hagkvæmara og einfaldara. Er þetta í forgangi hjá þínum stjórnmálaflokki fyrir komandi alþingiskosningar? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun