Tjáningarfrelsi Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04 Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Forseti Íslands hvatti þingheim til þess að láta af málþófi í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Það hvorki mætti né ætti að vera keppikefli Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi. Þingmenn ættu að íhuga að breyta þingsköpum eða jafnvel stjórnarskrá vegna þess. Innlent 9.9.2025 14:23 Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Rithöfundur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu málfrelsi sem mikið hefur verið til umræðu eftir umdeildan Kastljós-þátt. Þau sammælast um að á Íslandi ríki málfrelsi en það þýði ekki að segja ætti allt sem hver maður hugsar. Það að vera ósammála skoðunum annarra sé ekki brot á málfrelsi. Innlent 7.9.2025 17:13 „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. Innlent 5.9.2025 15:36 Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Lundúnalögreglan handtók Graham Linehan, grínista sem er þekktastur fyrir að skrifa sjónvarpsþættina „Father Ted“ og „The IT Crowd“, fyrir að æsa til ofbeldis gegn trans fólki á netinu. Linehan hafði hvatt fylgjendur sína til þess að kýla trans konur. Erlent 4.9.2025 09:06 Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. Innlent 3.9.2025 11:49 Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Rússar sem leita að ævisögu Alexei Navalní heitins, úkraínskum fréttasíðum eða ákveðnum lagatextum geta átt von á fésekt eftir að ný lög um „öfgakennt efni“ tóku gildi. Ævisaga Navalní er þar felld í sama flokk og áróðursrit Adolfs Hitler. Erlent 1.9.2025 08:57 Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Hörður Ólafsson læknir hefur stefnt Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fyrir meiðyrði. Í sumar birti Hödd færslu á Facebook þar sem hún sakaði Hörð um að hafa nauðgað sér tvisvar, en þau voru í sambandi um tíma. Innlent 28.8.2025 14:48 Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum. Innlent 28.8.2025 14:44 Skýr stefna um málfrelsi Eins og kunnugt er af fréttaflutningi, meinuðu mótmælendur prófessor frá Bar-Ilan háskólanum í Ísrael að halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Fyrirlesturinn var í boði Rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á sviði lífeyrismála (Pension Research Institute Iceland – PRICE – á ensku). Skoðun 26.8.2025 10:32 Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. Erlent 11.8.2025 09:12 Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Formaður Blaðamannafélags Íslands segir sýknudóm í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar gegn Páli Vilhjálmssyni áfellisdóm yfir dómskerfinu og að dómurinn grafi undan fjölmiðlafrelsi. Brýnt sé að Hæstiréttur taki málið fyrir. Innlent 7.7.2025 19:46 Má berja blaðamenn? Sýknudómur Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní er áfellisdómur yfir dómskerfinu sem skortir grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla. Skoðun 7.7.2025 08:00 Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Páll Vilhjálmsson, bloggari með meiru og fyrrverandi framhaldsskólakennari, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir hatursorðræðu. Innlent 4.7.2025 18:52 Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. Innlent 26.6.2025 15:33 Ísland, þvert á flokka kærir þrjú fyrir hatursorðræðu Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, samtök sem hafa nú í tvígang komið saman og mótmælt stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum, segir að tekin hafi verði ákvörðun um að kæra þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði eða hatursorðræðu. Innlent 16.6.2025 12:28 Súrdeigsbrauð, ilmkjarnaolíur og Samtökin 78 Aðför er gerð að tjáningarfrelsi víða um heim þessi dægrin og lýðræðissamfélög Vesturlanda eru þar ekki undanskilin, heldur ganga þau því miður stundum á undan með góðu fordæmi. Skoðun 30.5.2025 11:02 Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Við búum í frjálsu landi, einu frjálsasta samfélagi heimsins. Hér getum við tjáð okkur og gert það sem við viljum svo fremi það skaði ekki aðra. Þetta er hornsteinn lýðræðis okkar, menningar og hugmyndafræði. Skoðun 29.5.2025 16:30 Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Fyrrverandi breskur lögregluþjónn á eftirlaunum var handtekinn vegna færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X þar sem meiningin var að vara við vaxandi gyðingahatri á Englandi. Erlent 10.5.2025 23:27 Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Aðalmeðferð í máli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is verður háð fyrir opnum tjöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Margrét er ákærð fyrir ærumeiðingar í garð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hafði sakfellt hana fyrir hótanir. Innlent 9.5.2025 17:03 Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Tyrkneskur dómstóll dæmdi sænskan blaðamann í ellefu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta landsins, í dag. Blaðamaðurinn á enn yfir höfði sér ákæru fyrir meint tengsl við hryðjuverksamtök. Erlent 30.4.2025 15:15 Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Allt að tólf ára fangelsisdómur vofir yfir sænskum blaðamanni ef hann verður sakfelldur fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta Tyrklands, og hryðjuverkabrot. Blaðamaðurinn var handtekinn í lok mars þegar hann ætlaði að fjalla um mótmæli gegn forsetanum. Erlent 23.4.2025 15:54 Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Gunnlaugur Jónsson athafnamaður stendur fyrir komu Dr. Gad Saad hingað til landsins en til stendur að hann troði upp í Hörpu 2. júlí. Harpa hefur sett sig í samband við Gunnlaug og greint honum frá því að til þeirra þar streymi mótmælapóstar vegna komu mannsins. Innlent 23.4.2025 13:22 Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Brotthvarf framleiðanda bandaríska fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í vikunni kom í kjölfar þess að eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, hnýsaðist um umfjöllun þáttarins um Bandaríkjaforseta. Framleiðandinn sagðist ekki lengur hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði í kveðjubréfi til samstarfsmanna sinna. Erlent 23.4.2025 10:20 Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22, sem hefur verið kærður fyrir hatursorðræðu af Samtökunum ´78, segir að gögnum málsins sé markvisst haldið frá sér. Innlent 23.4.2025 07:35 Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Kona hefur verið sýknuð af öllum kröfum Ingólfs Þórarinssonar, sem er í daglegu tali kallaður Ingó veðurguð, vegna ummæla sem hún lét falla um hann í athugasemd á Facebook. Í svari við ummælum manns sem sagði „Áfram gakk Ingó minn“ spurði konan „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent 10.4.2025 17:13 Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Frönskum vísindamanni var meinuð innganga til Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum eftir að flugvallarstarfsmenn skoðuðu síma hans og fundu þar skilaboð þar sem maðurinn gagnrýndi ríkisstjórn Trump. Erlent 19.3.2025 23:29 Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Skoðun 5.3.2025 15:03 „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur kominn undir nálarauga Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eftir að henni barst ábending um „like“ sem Helgi Magnús setti á Facebook. Helgi Magnús skilur ekki hvaða frétt þetta er. Innlent 25.2.2025 15:33 Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Ummæli konu um mann, sem hún sagði hafa nauðgað bróður hennar, í Instagramskilaboðum til unnustu hans hafa verið dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á að manninum hefði tekist að sanna að nokkuð samhljóma nafnlaus ummæli í Facebook-hópi þolenda ofbeldis hefðu verið eftir konuna. Innlent 20.2.2025 11:50 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 9 ›
Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04
Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Forseti Íslands hvatti þingheim til þess að láta af málþófi í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Það hvorki mætti né ætti að vera keppikefli Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi. Þingmenn ættu að íhuga að breyta þingsköpum eða jafnvel stjórnarskrá vegna þess. Innlent 9.9.2025 14:23
Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Rithöfundur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu málfrelsi sem mikið hefur verið til umræðu eftir umdeildan Kastljós-þátt. Þau sammælast um að á Íslandi ríki málfrelsi en það þýði ekki að segja ætti allt sem hver maður hugsar. Það að vera ósammála skoðunum annarra sé ekki brot á málfrelsi. Innlent 7.9.2025 17:13
„Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. Innlent 5.9.2025 15:36
Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Lundúnalögreglan handtók Graham Linehan, grínista sem er þekktastur fyrir að skrifa sjónvarpsþættina „Father Ted“ og „The IT Crowd“, fyrir að æsa til ofbeldis gegn trans fólki á netinu. Linehan hafði hvatt fylgjendur sína til þess að kýla trans konur. Erlent 4.9.2025 09:06
Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. Innlent 3.9.2025 11:49
Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Rússar sem leita að ævisögu Alexei Navalní heitins, úkraínskum fréttasíðum eða ákveðnum lagatextum geta átt von á fésekt eftir að ný lög um „öfgakennt efni“ tóku gildi. Ævisaga Navalní er þar felld í sama flokk og áróðursrit Adolfs Hitler. Erlent 1.9.2025 08:57
Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Hörður Ólafsson læknir hefur stefnt Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fyrir meiðyrði. Í sumar birti Hödd færslu á Facebook þar sem hún sakaði Hörð um að hafa nauðgað sér tvisvar, en þau voru í sambandi um tíma. Innlent 28.8.2025 14:48
Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum. Innlent 28.8.2025 14:44
Skýr stefna um málfrelsi Eins og kunnugt er af fréttaflutningi, meinuðu mótmælendur prófessor frá Bar-Ilan háskólanum í Ísrael að halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Fyrirlesturinn var í boði Rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á sviði lífeyrismála (Pension Research Institute Iceland – PRICE – á ensku). Skoðun 26.8.2025 10:32
Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. Erlent 11.8.2025 09:12
Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Formaður Blaðamannafélags Íslands segir sýknudóm í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar gegn Páli Vilhjálmssyni áfellisdóm yfir dómskerfinu og að dómurinn grafi undan fjölmiðlafrelsi. Brýnt sé að Hæstiréttur taki málið fyrir. Innlent 7.7.2025 19:46
Má berja blaðamenn? Sýknudómur Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní er áfellisdómur yfir dómskerfinu sem skortir grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla. Skoðun 7.7.2025 08:00
Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Páll Vilhjálmsson, bloggari með meiru og fyrrverandi framhaldsskólakennari, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir hatursorðræðu. Innlent 4.7.2025 18:52
Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. Innlent 26.6.2025 15:33
Ísland, þvert á flokka kærir þrjú fyrir hatursorðræðu Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, samtök sem hafa nú í tvígang komið saman og mótmælt stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum, segir að tekin hafi verði ákvörðun um að kæra þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði eða hatursorðræðu. Innlent 16.6.2025 12:28
Súrdeigsbrauð, ilmkjarnaolíur og Samtökin 78 Aðför er gerð að tjáningarfrelsi víða um heim þessi dægrin og lýðræðissamfélög Vesturlanda eru þar ekki undanskilin, heldur ganga þau því miður stundum á undan með góðu fordæmi. Skoðun 30.5.2025 11:02
Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Við búum í frjálsu landi, einu frjálsasta samfélagi heimsins. Hér getum við tjáð okkur og gert það sem við viljum svo fremi það skaði ekki aðra. Þetta er hornsteinn lýðræðis okkar, menningar og hugmyndafræði. Skoðun 29.5.2025 16:30
Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Fyrrverandi breskur lögregluþjónn á eftirlaunum var handtekinn vegna færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X þar sem meiningin var að vara við vaxandi gyðingahatri á Englandi. Erlent 10.5.2025 23:27
Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Aðalmeðferð í máli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is verður háð fyrir opnum tjöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Margrét er ákærð fyrir ærumeiðingar í garð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hafði sakfellt hana fyrir hótanir. Innlent 9.5.2025 17:03
Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Tyrkneskur dómstóll dæmdi sænskan blaðamann í ellefu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta landsins, í dag. Blaðamaðurinn á enn yfir höfði sér ákæru fyrir meint tengsl við hryðjuverksamtök. Erlent 30.4.2025 15:15
Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Allt að tólf ára fangelsisdómur vofir yfir sænskum blaðamanni ef hann verður sakfelldur fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta Tyrklands, og hryðjuverkabrot. Blaðamaðurinn var handtekinn í lok mars þegar hann ætlaði að fjalla um mótmæli gegn forsetanum. Erlent 23.4.2025 15:54
Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Gunnlaugur Jónsson athafnamaður stendur fyrir komu Dr. Gad Saad hingað til landsins en til stendur að hann troði upp í Hörpu 2. júlí. Harpa hefur sett sig í samband við Gunnlaug og greint honum frá því að til þeirra þar streymi mótmælapóstar vegna komu mannsins. Innlent 23.4.2025 13:22
Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Brotthvarf framleiðanda bandaríska fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í vikunni kom í kjölfar þess að eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, hnýsaðist um umfjöllun þáttarins um Bandaríkjaforseta. Framleiðandinn sagðist ekki lengur hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði í kveðjubréfi til samstarfsmanna sinna. Erlent 23.4.2025 10:20
Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22, sem hefur verið kærður fyrir hatursorðræðu af Samtökunum ´78, segir að gögnum málsins sé markvisst haldið frá sér. Innlent 23.4.2025 07:35
Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Kona hefur verið sýknuð af öllum kröfum Ingólfs Þórarinssonar, sem er í daglegu tali kallaður Ingó veðurguð, vegna ummæla sem hún lét falla um hann í athugasemd á Facebook. Í svari við ummælum manns sem sagði „Áfram gakk Ingó minn“ spurði konan „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent 10.4.2025 17:13
Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Frönskum vísindamanni var meinuð innganga til Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum eftir að flugvallarstarfsmenn skoðuðu síma hans og fundu þar skilaboð þar sem maðurinn gagnrýndi ríkisstjórn Trump. Erlent 19.3.2025 23:29
Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Skoðun 5.3.2025 15:03
„Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur kominn undir nálarauga Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eftir að henni barst ábending um „like“ sem Helgi Magnús setti á Facebook. Helgi Magnús skilur ekki hvaða frétt þetta er. Innlent 25.2.2025 15:33
Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Ummæli konu um mann, sem hún sagði hafa nauðgað bróður hennar, í Instagramskilaboðum til unnustu hans hafa verið dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á að manninum hefði tekist að sanna að nokkuð samhljóma nafnlaus ummæli í Facebook-hópi þolenda ofbeldis hefðu verið eftir konuna. Innlent 20.2.2025 11:50