Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar 28. janúar 2026 20:02 Málfrelsi og þar með skoðanafrelsi, er undirstaða alls frelsis og sannleiks. Sé þér óheimilt að hafa rangt fyrir þér er þér gert ómögulegt að hafa rétt fyrir þér sökum þess að þekkingaröflun og lærdómur almennt eru í eðli sínu ferli þar sem ítrekað er rekist á villur og ósannindi sem skerpa þekkinguna. Án frelsis til að mynda sér skoðun á eigin forsendum og tjá hana opinberlega er frelsið ekkert, enda verður ómögulegt að víkja frá því sem þér er gefið að trúa, óháð sannleiksgildi þess. Helsta ógn vestrænna samfélaga um þessar mundir er þessi tilhneiging yfirvalda hverju sinni til að setja skorður á tjáningu borgaranna. Við sjáum þetta víða í kringum okkur: í Bretlandi er þúsundum einstaklinga á hverju ári refsað fyrir orðræðu á samfélagsmiðlum á grundvelli blótsyrða, “n-orðsins”, augljóss gríns, o.s.frv. [1] Í flestum löndum í kringum okkur, sem og á Íslandi sjálfu, eru í gildi lög sem takmarka tjáningu fólks sem yfirvaldið telur að rekja megi til tiltekinna hugmyndafræðilegra forsendna. [2] Um þessar mundir er Evrópusambandið að leggja sig allt fram við að koma á kerfi almennrar njósnar gagnvart öllum íbúum þeirra ríkja sem tilheyra bandalaginu (burtséð frá því að afleiðingarnar væru hörmulegar fyrir alla dulkóðun, og allan hugbúnað og öll þau kerfi almennt sem reiða sig á dulkóðun, þ.m.t. heimabanka fólks) [3]. Þessi þróun er grundvallarþáttur í þeirri hnignun frjálslyndis sem við höfum orðið var við á undanförnum árum. Spurt var á RÚV fyrir nokkrum vikum, annars vegar í Kastljósinu og hins vegar í Silfrinu, hvers vegna ungt fólk sé ekki jafn frjálslynt og áður. Ég tel svarið augljóst: hugtakið hefur tapað merkingu sinni, en í stað þess að tákna upphafningu einstaklingsfrelsis umfram annað hefur hugtakið tekið að tákna samþykkt tiltekinna þyrpingu skoðana sem ríkir meðal vinstri sinnaðs og framsækins fólks. Það er á grundvelli þessarar hugtakabrenglunar að við sjáum fólk, eins og t.d. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, fyrrverandi þingmann Vinstrihreyfingarinnar - Græns Framboðs sem og Samfylkingarinnar, sem vill meina að það sé frjálslynt tala fyrir því að meintum frjálsum borgurum sé refsað af ríkinu fyrir að trúa ekki því sem yfirvaldið telur satt. [4] Viljum við búa í frjálsu samfélagi þurfum við að standa vörð um grundvöll þess, þ.e. málfrelsi. Það má ekki myndast farvegur fyrir þá forræðishyggju að ríkið geri tilkall til þess að ákveða hvað sé satt og hvað sé ósatt hverju sinni. Kalla ég því á almenning, sem og stjórnmálamenn, að fordæma opinberlega þá aðför að málfrelsi, frjálslyndi og frelsis sem Rósa Björk og starfshópur hennar hefur lagt til, og hafna tillögum þeirra. Höfundur er tölvunarfræðingur og talsmaður skoðanafrelsis og frjálslyndis. [1] https://www.visir.is/g/20252812216d/malfrelsi [2] https://en.wikipedia.org/wiki/Hate_speech_laws_by_country [3] https://en.wikipedia.org/wiki/Chat_Control [4] https://www.visir.is/g/20262835150d/afneitun-helfararinnar-verdi-gerd-refsiverd-og-fraedsla-aukin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Málfrelsi og þar með skoðanafrelsi, er undirstaða alls frelsis og sannleiks. Sé þér óheimilt að hafa rangt fyrir þér er þér gert ómögulegt að hafa rétt fyrir þér sökum þess að þekkingaröflun og lærdómur almennt eru í eðli sínu ferli þar sem ítrekað er rekist á villur og ósannindi sem skerpa þekkinguna. Án frelsis til að mynda sér skoðun á eigin forsendum og tjá hana opinberlega er frelsið ekkert, enda verður ómögulegt að víkja frá því sem þér er gefið að trúa, óháð sannleiksgildi þess. Helsta ógn vestrænna samfélaga um þessar mundir er þessi tilhneiging yfirvalda hverju sinni til að setja skorður á tjáningu borgaranna. Við sjáum þetta víða í kringum okkur: í Bretlandi er þúsundum einstaklinga á hverju ári refsað fyrir orðræðu á samfélagsmiðlum á grundvelli blótsyrða, “n-orðsins”, augljóss gríns, o.s.frv. [1] Í flestum löndum í kringum okkur, sem og á Íslandi sjálfu, eru í gildi lög sem takmarka tjáningu fólks sem yfirvaldið telur að rekja megi til tiltekinna hugmyndafræðilegra forsendna. [2] Um þessar mundir er Evrópusambandið að leggja sig allt fram við að koma á kerfi almennrar njósnar gagnvart öllum íbúum þeirra ríkja sem tilheyra bandalaginu (burtséð frá því að afleiðingarnar væru hörmulegar fyrir alla dulkóðun, og allan hugbúnað og öll þau kerfi almennt sem reiða sig á dulkóðun, þ.m.t. heimabanka fólks) [3]. Þessi þróun er grundvallarþáttur í þeirri hnignun frjálslyndis sem við höfum orðið var við á undanförnum árum. Spurt var á RÚV fyrir nokkrum vikum, annars vegar í Kastljósinu og hins vegar í Silfrinu, hvers vegna ungt fólk sé ekki jafn frjálslynt og áður. Ég tel svarið augljóst: hugtakið hefur tapað merkingu sinni, en í stað þess að tákna upphafningu einstaklingsfrelsis umfram annað hefur hugtakið tekið að tákna samþykkt tiltekinna þyrpingu skoðana sem ríkir meðal vinstri sinnaðs og framsækins fólks. Það er á grundvelli þessarar hugtakabrenglunar að við sjáum fólk, eins og t.d. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, fyrrverandi þingmann Vinstrihreyfingarinnar - Græns Framboðs sem og Samfylkingarinnar, sem vill meina að það sé frjálslynt tala fyrir því að meintum frjálsum borgurum sé refsað af ríkinu fyrir að trúa ekki því sem yfirvaldið telur satt. [4] Viljum við búa í frjálsu samfélagi þurfum við að standa vörð um grundvöll þess, þ.e. málfrelsi. Það má ekki myndast farvegur fyrir þá forræðishyggju að ríkið geri tilkall til þess að ákveða hvað sé satt og hvað sé ósatt hverju sinni. Kalla ég því á almenning, sem og stjórnmálamenn, að fordæma opinberlega þá aðför að málfrelsi, frjálslyndi og frelsis sem Rósa Björk og starfshópur hennar hefur lagt til, og hafna tillögum þeirra. Höfundur er tölvunarfræðingur og talsmaður skoðanafrelsis og frjálslyndis. [1] https://www.visir.is/g/20252812216d/malfrelsi [2] https://en.wikipedia.org/wiki/Hate_speech_laws_by_country [3] https://en.wikipedia.org/wiki/Chat_Control [4] https://www.visir.is/g/20262835150d/afneitun-helfararinnar-verdi-gerd-refsiverd-og-fraedsla-aukin
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun