Besta deild karla

Fréttamynd

334 milljónir bíða FH fyrir sigur á Austria Wien

FH tryggði sér í gær öruggar tekjur upp á rúmar 50 milljónir króna en félagið getur rúmlega sexfaldað þá upphæð ef liðið slær austurrísku meistarana í Austria Wien úr leik í næstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Klaufamark og klobbi sumarsins?

Miðjumaðurinn Björn Pálsson skoraði eitt skrautlegasta mark sumarsins í 4-3 sigri Víkings Ólafsvíkur á Fram í 12. umferð Pepsi-deildar karla á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Engin dómarakrísa

Það vakti athygli þegar í ljós kom að Magnús Þórisson myndi dæma viðureign Fram og Víkings Ólafsvíkur í 12. umferð Pepsi-deild karla í gærkvöldi. Rúmum sólarhring fyrr gegndi hann sama hlutverki í viðureign Vals og Fylkis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við höfum efni á þessu“

Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings í Ólafsvík, segir að félagið sé ekki að steypa sér í skuldir með því að fá erlenda leikmenn til félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 2-1

ÍA tók á móti ÍBV í Pepsi-deild karla í dag í leik sem byrjaði heldur rólega. Bæði lið byrjuðu leikinn hægt og voru mikið að þreifa á hvoru öðru og úr varð mikið miðjumoð fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það náðu bæði lið ágætis spil köflum án þess þó að ná að nýta sér þau hálffæri sem þau sköpuðu sér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 0-4

Keflvíkingar tóku á móti liði FH í dag í Pepsi-deild karla þar sem piltarnir úr Kaplakrikanum spiluðu eins og þeir sem valdið hafa. Hafnfirðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru eftir sex mínútur búnir að ná sér í þrjár hornspyrnur og eiga þrjú skot að marki heimamanna. Tíu mínútum síðar, á 15. mínútu, skilaði pressa FH-inga sér þegar Guðmann Þórisson skoraði mark eftir enn eina hornspyrnu gestanna. Ingimundur Níels Óskarsson tók hornspyrnuna og sendi boltann inn á miðjan teig Keflvíkinga þar sem Guðmann var mættur og stýrði boltanum með sólanum í markhornið framhjá markverði heimamanna.

Íslenski boltinn