Íslenski boltinn

KR-ingar troðfylltu Eiðistorg | Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
KR-ingar hömpuðu 26. Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins um helgina en liðið bar sigur úr býtum gegn Fram, 2-1, í lokaumferðinni.

KR-ingar misstu af titlinum á síðasta tímabili í hendur FH-inga og nú er sá stóri kominn á ný í Vesturbæinn.

Eins og vanalega var sigurhátíð á Eiðistorgi og mættu um 2000 manns á svæðið á laugardagskvöldið til að fagna með leikmönnum og þjálfurum liðsins.

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöð 2, var mættur á svæðið og ræddi við stuðningsmenn félagsins.

Hér að ofan má sjá innslag frá Gaupa og stemmninguna sem var í Vesturbænum á laugardagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×