Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 1-3 Árni Jóhannsson á Akranesi skrifar 28. september 2013 00:01 Það var kalt á Akranesi í dag þegar ÍA og Fylkir áttust við í seinustu umferð sumarsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn einkenndist af því að bæði lið vildu bara klára sumarið en samt sem áður komu spilkaflar sem voru mjög góðir. Fylkismenn byrjuðu leikinn betur og voru komnir yfir innan níu mínútna þegar Tómas Þorsteinsson skoraði fínt mark eftir góðan undirbúning hans og Emils Berger. Þeir léku boltanum á milli sín út á kanti nokkrum sinnum áður en Tómas gabbaði varnarmann ÍA og færði sig inn á miðjan vítateig Skagamanna áður en hann smellti boltanum með vinstri fæit í nærhornið. Heimamenn tóku vel við sér eftir markið og hertu sóknarþunga sinn en lélegar snertingar leikmanna og misheppnaðar sendingar komu í veg fyrir að þeir næðu að koma sér í ákjósanleg færi. Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis var í mikilli baráttu um gullskóinn í dag og náði hann að setja mark sitt á leikinn á 31. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Emil Berger sendi stungusendingu inn fyrir vörn ÍA og var Viðar kominn einn á móti markverðinum sem felldi hann síðan þegar Viðar var við það að komast framhjá honum. Viðar stillti boltanum upp og sendi markvörðinn í vitlaust horn og tvöfaldaði forystu sinna manna. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleik og var Fylkir með verðskuldaða tveggja marka forystu í hálfleik. Einungsis þremur mínútum eftir byrjun seinni hálfleiks misstu gestirnir mann út af. Kristján Hauksson hafði fengið gult spjald í fyrri hálfleik fyrir að stoppa sókn Skagamanna og fékk hann sitt annað gula spjald þegar hann braut á Jóhannesi Karl Guðjónssyni á miðjum vellinum. Fór hann því í snemmbúna sturtu í dag. Það kom ekki að sök að vera orðnir manni færri fyrir Fylki, þeir héldu áfram að spila ágætis fótbolta og uppskáru síðan mark á 77. mínútu leiksins þegar Pablo Punyed lagði boltann framhjá markverði ÍA og í netið. Áður hafði hann platað Ármann Smára Björnsson upp úr skónum og komist einn á móti markverðinum og var eftirleikurinn auðveldur. Skagamenn náðu að klóra í bakkann undir lok leiksins. Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði mark með skalla eftir góða hornspyrnu frá HAlli Flosasyni á 80. mínútu. Síðustu tíu mínúturnar reyndu Skagamenn hvað þeir gátu að jafna en það var bara of lítið og of seint til að gera það og fögnuðu piltarnir úr Árbænum því góðum sigri í dag sem skilaði þeim í sjöunda sæti deildarinnar. Skagamenn sitja með sárt ennið á botninum og eru því fallnir úr Pepsi-deildinni og spila í þeirr fyrstu næsta sumar.Ásmundur Arnarsson: Sterkt að enda svona „Eigum við ekki bara að telja seinni umferðina? Þá erum við sáttir," sagði kátur þjálfari Fylkis, Ásmundur Arnarsson. „Já það eru stigin þrjú sem telja í dag, við vildum enda þetta með stæl og ná góðum sigri og það tókst. Það er voða ljúft að enda þetta á sigri“, sagði ánægður Ásmundur eftir leik ÍA og Fylkis á Akranesi í dag. „Lokaniðurstaðan er þá sjöunda sæti og það er skemmtilegra líka." Ásmundur var spurður að því hvort erfitt hafi verið að undirbúa liðið fyrir leikinn í dag. „Alls ekki, það var voða þægilegt að koma með tiltölulega afslöppuðu hugarfari í þennan leik og bara einbeitt sér að því að ná góðum leik." „Við erum ánægði með seinni umferðina. fyrri hlutinn var náttúrulega eins og hann var. Hann var erfiður en úr því sem komið var þá var þetta gríðarlega sterkt að enda þetta svona.“ Ásmundur var beðinn um að leggja mat á það hvort styrkja þurfti hópinn fyrir næsta tímabil. „Fyrst og fremst vil ég halda þeim kjarna sem kláraði mótið fyrir okkur, það fer eftir því hvernig það gengur hvort það þurfi að styrkja hópinn." Ásmundur var svekktur fyrir hönd framherja síns, Viðars Arnar Kjartanssonar, út af því að hann náði ekki að landa gullskónum og taldi að ódýrt rautt spjald sem Kristján Hauksson fékk hafi heft möguleika Viðars á að ná markakóngstitlinum. Um framhaldið sagði Ásmundur: „Ég á eitt ár eftir og reikna ekki með öðru en að klára það."Viðar Örn Kjartansson: Ég vildi gullskóinn „Eitt mark í viðbót í dag og þá fengi ég gullskóinn, þannig að já, ég er ósáttur“, sagði svekktur Viðar Örn Kjartansson eftir að honum var tjáð að hann myndi líklega ekki verða markakóngur Pepsi-deildarinnar í sumar. „Ég klárlega vildi gullið, maður er búinn að vera ofarlega í markatöflunni í allt sumar. En ég meina allir með jafnmörg mörk og einhverjir með færri leiki þannig að maður verður bara að kyngja því.“ Um leikinn sagði Viðar „Þetta leit mjög vel út í fyrri hálfleik hjá okkur, þá erum við 2-0 yfir og fengum við rautt spjald snemma í seinni hálfleik og þá náttúrulega breyttist aðeins leikurinn. Við vorum samt alltaf líklegir og manni leið mjög vel inn á vellinum, við vorum bara ágætir í dag.“ „Það á ekki að vera erfitt að undirbúa sig fyrir svona leiki, engin pressa og við alveg öruggir í deildinni. Nei, það var ekki erfitt, menn eiga bara að hafa gaman að þessu og vera vel gíraðir. Við hjálpuðum hvor öðrum í það að vera gíraðir og það bara gekk mjög vel.“ Viðar vildi meina það að hafa misst mann út af hafi komið niður á möguleikum hans að ná öðru marki. „Þeir fengu miklu meira svæði til að spila boltanum í seinni hálfleik eftir að við vorum orðnir einum færri. Þetta hefði örugglega farið öðruvísi fram ef Kristján hefði ekki fengið rautt.“Þorvaldur Örlygsson: Minn síðasti leikur með ÍA „Þetta var svona leikur sem menn vildu klára og bara koma sér heim held ég. Það var náttúrulega lítið að keppa um fyrir en völlurinn var þungur þannig að sendingar voru þungar og leikurinn eiginlega bara deyr í fyrri hálfleik. Við vorum að gefa þeim klaufaleg mörk en lifnum aðeins við í seinni hálfleik og fengum færi og hefðum vel getað jafnað úr þeim færum sem við fengum. Þeir misstu náttúrulega mann útaf en eins og ég sagði þá var þetta leikur sem menn vildu klára og koma sér heim. Við áttum leik á sunnudag og miðvikudag í vikunni og svo var völlurinn þungur þannig að það var farið að sjá á mönnum enda dálítið langt síðan við féllum.“ Þannig leit leikur ÍA og Fylkis út fyrir Þorvaldi Örlygssyni fráfarandi þjálfara ÍA en þegar hann var spurður um framhaldið hjá sér á Skaganum sagði hann, „Ég og stjórnin ræddum það í vikunni og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir báða aðila að annar maður komi að verkefninu og taki við af mér. Þannig að þetta var minn síðasti leikur.“ Spurður út í sögusagnir um hvort Þorvaldur myndi taka við þjálfun liðs fyrir norðan sagði hann, „Ég var að klára leik fyrir nokkrum mínútum þannig að ég fer suður heim til mín en síðan fer ég örugglega norður til foreldra minna í frí.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Það var kalt á Akranesi í dag þegar ÍA og Fylkir áttust við í seinustu umferð sumarsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn einkenndist af því að bæði lið vildu bara klára sumarið en samt sem áður komu spilkaflar sem voru mjög góðir. Fylkismenn byrjuðu leikinn betur og voru komnir yfir innan níu mínútna þegar Tómas Þorsteinsson skoraði fínt mark eftir góðan undirbúning hans og Emils Berger. Þeir léku boltanum á milli sín út á kanti nokkrum sinnum áður en Tómas gabbaði varnarmann ÍA og færði sig inn á miðjan vítateig Skagamanna áður en hann smellti boltanum með vinstri fæit í nærhornið. Heimamenn tóku vel við sér eftir markið og hertu sóknarþunga sinn en lélegar snertingar leikmanna og misheppnaðar sendingar komu í veg fyrir að þeir næðu að koma sér í ákjósanleg færi. Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis var í mikilli baráttu um gullskóinn í dag og náði hann að setja mark sitt á leikinn á 31. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Emil Berger sendi stungusendingu inn fyrir vörn ÍA og var Viðar kominn einn á móti markverðinum sem felldi hann síðan þegar Viðar var við það að komast framhjá honum. Viðar stillti boltanum upp og sendi markvörðinn í vitlaust horn og tvöfaldaði forystu sinna manna. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleik og var Fylkir með verðskuldaða tveggja marka forystu í hálfleik. Einungsis þremur mínútum eftir byrjun seinni hálfleiks misstu gestirnir mann út af. Kristján Hauksson hafði fengið gult spjald í fyrri hálfleik fyrir að stoppa sókn Skagamanna og fékk hann sitt annað gula spjald þegar hann braut á Jóhannesi Karl Guðjónssyni á miðjum vellinum. Fór hann því í snemmbúna sturtu í dag. Það kom ekki að sök að vera orðnir manni færri fyrir Fylki, þeir héldu áfram að spila ágætis fótbolta og uppskáru síðan mark á 77. mínútu leiksins þegar Pablo Punyed lagði boltann framhjá markverði ÍA og í netið. Áður hafði hann platað Ármann Smára Björnsson upp úr skónum og komist einn á móti markverðinum og var eftirleikurinn auðveldur. Skagamenn náðu að klóra í bakkann undir lok leiksins. Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði mark með skalla eftir góða hornspyrnu frá HAlli Flosasyni á 80. mínútu. Síðustu tíu mínúturnar reyndu Skagamenn hvað þeir gátu að jafna en það var bara of lítið og of seint til að gera það og fögnuðu piltarnir úr Árbænum því góðum sigri í dag sem skilaði þeim í sjöunda sæti deildarinnar. Skagamenn sitja með sárt ennið á botninum og eru því fallnir úr Pepsi-deildinni og spila í þeirr fyrstu næsta sumar.Ásmundur Arnarsson: Sterkt að enda svona „Eigum við ekki bara að telja seinni umferðina? Þá erum við sáttir," sagði kátur þjálfari Fylkis, Ásmundur Arnarsson. „Já það eru stigin þrjú sem telja í dag, við vildum enda þetta með stæl og ná góðum sigri og það tókst. Það er voða ljúft að enda þetta á sigri“, sagði ánægður Ásmundur eftir leik ÍA og Fylkis á Akranesi í dag. „Lokaniðurstaðan er þá sjöunda sæti og það er skemmtilegra líka." Ásmundur var spurður að því hvort erfitt hafi verið að undirbúa liðið fyrir leikinn í dag. „Alls ekki, það var voða þægilegt að koma með tiltölulega afslöppuðu hugarfari í þennan leik og bara einbeitt sér að því að ná góðum leik." „Við erum ánægði með seinni umferðina. fyrri hlutinn var náttúrulega eins og hann var. Hann var erfiður en úr því sem komið var þá var þetta gríðarlega sterkt að enda þetta svona.“ Ásmundur var beðinn um að leggja mat á það hvort styrkja þurfti hópinn fyrir næsta tímabil. „Fyrst og fremst vil ég halda þeim kjarna sem kláraði mótið fyrir okkur, það fer eftir því hvernig það gengur hvort það þurfi að styrkja hópinn." Ásmundur var svekktur fyrir hönd framherja síns, Viðars Arnar Kjartanssonar, út af því að hann náði ekki að landa gullskónum og taldi að ódýrt rautt spjald sem Kristján Hauksson fékk hafi heft möguleika Viðars á að ná markakóngstitlinum. Um framhaldið sagði Ásmundur: „Ég á eitt ár eftir og reikna ekki með öðru en að klára það."Viðar Örn Kjartansson: Ég vildi gullskóinn „Eitt mark í viðbót í dag og þá fengi ég gullskóinn, þannig að já, ég er ósáttur“, sagði svekktur Viðar Örn Kjartansson eftir að honum var tjáð að hann myndi líklega ekki verða markakóngur Pepsi-deildarinnar í sumar. „Ég klárlega vildi gullið, maður er búinn að vera ofarlega í markatöflunni í allt sumar. En ég meina allir með jafnmörg mörk og einhverjir með færri leiki þannig að maður verður bara að kyngja því.“ Um leikinn sagði Viðar „Þetta leit mjög vel út í fyrri hálfleik hjá okkur, þá erum við 2-0 yfir og fengum við rautt spjald snemma í seinni hálfleik og þá náttúrulega breyttist aðeins leikurinn. Við vorum samt alltaf líklegir og manni leið mjög vel inn á vellinum, við vorum bara ágætir í dag.“ „Það á ekki að vera erfitt að undirbúa sig fyrir svona leiki, engin pressa og við alveg öruggir í deildinni. Nei, það var ekki erfitt, menn eiga bara að hafa gaman að þessu og vera vel gíraðir. Við hjálpuðum hvor öðrum í það að vera gíraðir og það bara gekk mjög vel.“ Viðar vildi meina það að hafa misst mann út af hafi komið niður á möguleikum hans að ná öðru marki. „Þeir fengu miklu meira svæði til að spila boltanum í seinni hálfleik eftir að við vorum orðnir einum færri. Þetta hefði örugglega farið öðruvísi fram ef Kristján hefði ekki fengið rautt.“Þorvaldur Örlygsson: Minn síðasti leikur með ÍA „Þetta var svona leikur sem menn vildu klára og bara koma sér heim held ég. Það var náttúrulega lítið að keppa um fyrir en völlurinn var þungur þannig að sendingar voru þungar og leikurinn eiginlega bara deyr í fyrri hálfleik. Við vorum að gefa þeim klaufaleg mörk en lifnum aðeins við í seinni hálfleik og fengum færi og hefðum vel getað jafnað úr þeim færum sem við fengum. Þeir misstu náttúrulega mann útaf en eins og ég sagði þá var þetta leikur sem menn vildu klára og koma sér heim. Við áttum leik á sunnudag og miðvikudag í vikunni og svo var völlurinn þungur þannig að það var farið að sjá á mönnum enda dálítið langt síðan við féllum.“ Þannig leit leikur ÍA og Fylkis út fyrir Þorvaldi Örlygssyni fráfarandi þjálfara ÍA en þegar hann var spurður um framhaldið hjá sér á Skaganum sagði hann, „Ég og stjórnin ræddum það í vikunni og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir báða aðila að annar maður komi að verkefninu og taki við af mér. Þannig að þetta var minn síðasti leikur.“ Spurður út í sögusagnir um hvort Þorvaldur myndi taka við þjálfun liðs fyrir norðan sagði hann, „Ég var að klára leik fyrir nokkrum mínútum þannig að ég fer suður heim til mín en síðan fer ég örugglega norður til foreldra minna í frí.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira