„Ég er enn pínu sár“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. september 2013 06:30 Grétar var tekinn inn í liðið sem miðvörður rétt fyrir mót. Hann var lykilmaður í allt sumar, spilaði mest allra og á stóran þátt í Íslandsmeistaratitli KR-inga. fréttablaðið/daníel „Ég er sá eini í liðinu sem spilaði allar mínútur í öllum keppnum. Það er nokkuð magnað,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR. Þó svo að þjónustu hans væri ekki óskað síðasta vetur, og hann hefði fengið tilboð frá öðrum liðum, neitaði hann að fara. Það hefði verið auðvelt að leggjast niður, grenja og vorkenna sjálfum sér. Það kom aldrei til greina hjá Grétari Sigfinni. „Ég tók mig saman í andlitinu er ég fékk þessi leiðinlegu tíðindi. Mér var vissulega brugðið og ég reyndi að væla í Rúnari en hann sagði að það væri betra að ég færi. Ég hringdi svo í hann síðar og sagðist ætla að taka slaginn. Þá sagði hann aftur að það væri betra fyrir mig að fara annað. Ég neitaði að hlusta á það, var samningsbundinn og hafði fullan rétt á að vera þarna. Ég ákvað að líta í eigin barm og koma mér í besta form lífs míns. Það gerði ég síðan,“ segir Grétar Sigfinnur.Komst í form lífs síns Hann fór að hlaupa mikið aukalega og breytti mataræðinu. Fyrir vikið léttist hann um fimm kíló og komst í form sem honum hafði ekki tekist að komast í áður. „Ég ætlaði ekki að gefa neitt færi á mér. Ætlaði ekki að væla heldur leggja mig allan fram og selja mig dýrt. Ég var bestur í öllum hlaupatestum og sýndi fram á hvaða form ég var kominn í.“ Grétar kom ekkert við sögu í nokkrum leikjum en síðan fóru menn að meiðast. Þá komu loksins tækifæri og úr varð að hann spilaði hægri bakvörð og gerði það vel. Spilaði vel og skoraði í tveimur leikjum í röð. Minnti hraustlega á sig. „Ég sagðist vera til í að spila bakvörðinn. Sagði við Rúnar að ég héldi að ég yrði góður þar. Rúnar hálfpartinn hló að mér og notaði frekar annan í minn stað til byrja með,“ segir Grétar.fréttablaðið/daníelSagði að ég væri ekki nógu góður Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að gæla við að nota miðjumennina Bjarna Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Andra Ólafsson sem miðverði í sumar. Hann féll frá þeim plönum rétt fyrir mót. „Þetta var ekki alveg að ganga og eftir meistaraleikinn talaði Rúnar við mig og sagðist ætla að hafa mig í miðverði í fyrsta leik Íslandsmótsins. Fara í það sem hefur virkað undanfarin ár. Ég var miklu meira en til í það,“ segir Grétar en sagði Rúnar við hann af hverju hann vildi losna við hann? „Hann sagði að ég væri ekki nógu góður og að hann vildi spila með hafsent sem væri betur spilandi en ég. Hann vissi vel að KR væri að missa mikið í mér sem varnarmanni en vildi menn sem gætu spilað boltanum betur. Mér fannst hann vanmeta varnarþáttinn í liðinu en þetta var það sem hann vildi gera og ekkert við því að gera. Ég var auðvitað sár en svona gerist. Það gerist samt ekki oft að menn svari þessu svona eins og ég gerði. Ég vildi ekki fara því ég er svo mikill KR-ingur. Ég vil ekkert annað en að spila fyrir KR,“ segir Grétar og bætir við að það eigi að skipta öll félög máli að vera með uppalda leikmenn sem hafi hjartað á réttum stað. Grétar er orðinn þrítugur og segist aldrei hafa verið í betra formi. Það er því eðlilegt að spyrja af hverju hann hafi ekki verið í svona góðu formi áður? „Þetta var klárlega ákveðið spark í afturendann fyrir mig. Eftir á að hyggja hafði ég gott af þessu þó svo ég sé enn pínu sár yfir því hvernig var komið fram við mig. Þetta gerði mig að betri leikmanni og tímabilið í sumar var mitt besta frá upphafi,“ segir Grétar en hann var samt ósáttur við tvo til þrjá leiki hjá sér í sumar. „Ég tel mig eiga mikið inni og ætla mér að koma enn sterkari til leiks næsta sumar. Þá verð ég að leggja enn harðar að mér og ætla mér að gera það. Ég er mjög stoltur af mér eftir það sem á undan er gengið. Þetta var persónulegur sigur fyrir mig.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
„Ég er sá eini í liðinu sem spilaði allar mínútur í öllum keppnum. Það er nokkuð magnað,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR. Þó svo að þjónustu hans væri ekki óskað síðasta vetur, og hann hefði fengið tilboð frá öðrum liðum, neitaði hann að fara. Það hefði verið auðvelt að leggjast niður, grenja og vorkenna sjálfum sér. Það kom aldrei til greina hjá Grétari Sigfinni. „Ég tók mig saman í andlitinu er ég fékk þessi leiðinlegu tíðindi. Mér var vissulega brugðið og ég reyndi að væla í Rúnari en hann sagði að það væri betra að ég færi. Ég hringdi svo í hann síðar og sagðist ætla að taka slaginn. Þá sagði hann aftur að það væri betra fyrir mig að fara annað. Ég neitaði að hlusta á það, var samningsbundinn og hafði fullan rétt á að vera þarna. Ég ákvað að líta í eigin barm og koma mér í besta form lífs míns. Það gerði ég síðan,“ segir Grétar Sigfinnur.Komst í form lífs síns Hann fór að hlaupa mikið aukalega og breytti mataræðinu. Fyrir vikið léttist hann um fimm kíló og komst í form sem honum hafði ekki tekist að komast í áður. „Ég ætlaði ekki að gefa neitt færi á mér. Ætlaði ekki að væla heldur leggja mig allan fram og selja mig dýrt. Ég var bestur í öllum hlaupatestum og sýndi fram á hvaða form ég var kominn í.“ Grétar kom ekkert við sögu í nokkrum leikjum en síðan fóru menn að meiðast. Þá komu loksins tækifæri og úr varð að hann spilaði hægri bakvörð og gerði það vel. Spilaði vel og skoraði í tveimur leikjum í röð. Minnti hraustlega á sig. „Ég sagðist vera til í að spila bakvörðinn. Sagði við Rúnar að ég héldi að ég yrði góður þar. Rúnar hálfpartinn hló að mér og notaði frekar annan í minn stað til byrja með,“ segir Grétar.fréttablaðið/daníelSagði að ég væri ekki nógu góður Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að gæla við að nota miðjumennina Bjarna Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Andra Ólafsson sem miðverði í sumar. Hann féll frá þeim plönum rétt fyrir mót. „Þetta var ekki alveg að ganga og eftir meistaraleikinn talaði Rúnar við mig og sagðist ætla að hafa mig í miðverði í fyrsta leik Íslandsmótsins. Fara í það sem hefur virkað undanfarin ár. Ég var miklu meira en til í það,“ segir Grétar en sagði Rúnar við hann af hverju hann vildi losna við hann? „Hann sagði að ég væri ekki nógu góður og að hann vildi spila með hafsent sem væri betur spilandi en ég. Hann vissi vel að KR væri að missa mikið í mér sem varnarmanni en vildi menn sem gætu spilað boltanum betur. Mér fannst hann vanmeta varnarþáttinn í liðinu en þetta var það sem hann vildi gera og ekkert við því að gera. Ég var auðvitað sár en svona gerist. Það gerist samt ekki oft að menn svari þessu svona eins og ég gerði. Ég vildi ekki fara því ég er svo mikill KR-ingur. Ég vil ekkert annað en að spila fyrir KR,“ segir Grétar og bætir við að það eigi að skipta öll félög máli að vera með uppalda leikmenn sem hafi hjartað á réttum stað. Grétar er orðinn þrítugur og segist aldrei hafa verið í betra formi. Það er því eðlilegt að spyrja af hverju hann hafi ekki verið í svona góðu formi áður? „Þetta var klárlega ákveðið spark í afturendann fyrir mig. Eftir á að hyggja hafði ég gott af þessu þó svo ég sé enn pínu sár yfir því hvernig var komið fram við mig. Þetta gerði mig að betri leikmanni og tímabilið í sumar var mitt besta frá upphafi,“ segir Grétar en hann var samt ósáttur við tvo til þrjá leiki hjá sér í sumar. „Ég tel mig eiga mikið inni og ætla mér að koma enn sterkari til leiks næsta sumar. Þá verð ég að leggja enn harðar að mér og ætla mér að gera það. Ég er mjög stoltur af mér eftir það sem á undan er gengið. Þetta var persónulegur sigur fyrir mig.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira