Íslenski boltinn

KR Norðurlandameistari í titlum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Bjarki og Haukur Heiðar fögnuðu ásamt félaga úr dýraríkinu á laugardaginn.
Aron Bjarki og Haukur Heiðar fögnuðu ásamt félaga úr dýraríkinu á laugardaginn. Mynd/Daníel
Vesturbæjarstórveldið tók á móti sínum 26. Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu í meistaraflokki karla á laugardaginn eftir 2-1 sigur á Fram. Ekkert félag á Norðurlöndum hefur orðið jafnoft landsmeistari.

Óli Brynjar Halldórsson hefur tekið saman tölfræði á heimasíðu KR sem staðfestir þetta. KR er sigursælasta félag á Norðurlöndum sé horft til landsmeistaratitla. Þó getur HJK Helsinki jafnað KR landi félagið finnska meistaratitlinum sem flest bendir til.

Í evrópsku samhengi situr KR í 16.-20. sæti yfir flesta titla. Rangers í Skotlandi varð 54 sinnum meistari, Linfield á Norður-Írlandi 51 sinni og Celtic 44 sinnum. Þá skáka stórveldi á borð við Real Madrid og Juventus einnig KR-ingum í titlafjölda.

Samantektina má sjá á heimasíðu KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×