Atli Viðar orðinn meðlimur í klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2013 08:00 Það hefur bara einn leikmaður skorað fleiri mörk fyrir eitt lið en Atli Viðar, sem hefur skorað 88 mörk fyrir FH. Mynd/Daníel Aðalmælikvarðinn á frammistöðu framherja í íslensku deildinni hefur ávallt verið miðaður við það hvort þeir nái tíu mörkum á sumri. 158 sinnum hafa leikmenn náð að brjóta tíu marka múrinn frá því að deildaskipting var tekin upp árið 1955 en það eru bara sjö kappar sem hafa náð þessu höfuðmarkmiði fimm sinnum. Sjöundi félaginn bættist í klúbbinn um síðustu helgi þegar Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 10. og 11. mark í Pepsi-deildinni í sumar. Hann var þá að ná fimmta tíu marka tímabili sínu á sex árum og það þrátt fyrir að missa af talsverðum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Matthías Hallgrímsson var stofnmeðlimur klúbbsins þegar hann skoraði fimmtán mörk á sínu fyrsta ári með Val sumarið 1980 en kappinn hafði þá áður átt fjögur tíu marka tímabil með Skagamönnum. Sigurlás Þorleifsson bættist í hópinn tveimur árum síðar og ári síðar varð Ingi Björn Albertsson þriðji meðlimurinn. Guðmundur Steinsson komst í klúbbinn 1990 og varð síðan sá fyrsti til að ná sex tíu marka tímabilum ári síðar. Hörður Magnússon (1994) og Tryggvi Guðmundsson (2008) voru þeir einu sem höfðu komist í klúbbinn á síðustu 22 árum. Atli Viðar setti met á árunum 2008 til 2011 þegar hann varð sá fyrsti til að rjúfa tíu marka múrinn fjögur sumur í röð en alls skoraði Atli Viðar 52 mörk á þessum fjórum tímabilum. Atli Viðar náði aðeins að spila tíu leiki í fyrra og hefur verið að glíma við meiðsli í sumar alveg eins og þá. Endasprettur hans hefur hins vegar verið magnaður. Hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum og það þrátt fyrir að byrja aðeins einn þeirra. Atli Viðar varð á sunnudaginn sjötti elsti maðurinn sem nær því að brjóta tíu marka múrinn en aðeins þeir Tryggvi Guðmundsson (tvisvar sinnum, ÍBV 2011 og FH 2008), Atli Eðvaldsson (KR 1991), Jónas Grani Garðarsson (Fram 2007) og Helgi Sigurðsson sem voru eldri. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar, skoraði 41 mark eftir að hann komst á sama aldur og Atli Viðar er nú. Þeir voru sem sagt með jafnmörg mörk á þessum tímapunkti á ferli sínum. Hvort Atli Viðar komist í hundrað marka klúbbinn er önnur saga. Meðlimir í 5 x 10 klúbburinnGuðmundur Steinsson - 6 tímabil Fram, 1984 - 10 mörk Fram, 1985 - 10 mörk Fram, 1986 - 10 mörk Fram, 1988 - 12 mörk Fram, 1990 - 10 mörk Víkingur, 1991 - 13 mörkTryggvi Guðmundsson - 6 tímabil ÍBV, 1993 - 12 mörk ÍBV, 1995 - 14 mörk ÍBV, 1997 - 19 mörk FH, 2005 - 16 mörk FH, 2008 - 12 mörk ÍBV, 2011 - 10 mörkAtli Viðar Björnsson - 5 tímabil FH, 2008 - 11 mörk FH, 2009 - 14 mörk FH, 2010 - 14 mörk FH, 2011 - 13 mörk FH, 2013 - 11 mörkSigurlás Þorleifsson - 5 tímabil ÍBV, 1977 - 12 mörk ÍBV, 1978 - 10 mörk Víkingur, 1979 - 10 mörk ÍBV, 1981 - 12 mörk ÍBV, 1982 - 10 mörkMatthías Hallgrímsson - 5 tímabil ÍA, 1971 - 11 mörk ÍA, 1973 - 12 mörk ÍA, 1975 - 10 mörk ÍA, 1978 - 11 mörk Valur, 1980 - 15 mörkHörður Magnússon - 5 tímabil FH, 1989 - 12 mörk FH, 1990 - 13 mörk FH, 1991 - 13 mörk FH, 1993 - 13 mörk FH, 1994 - 10 mörkIngi Björn Albertsson - 5 tímabil Valur, 1972 - 11 mörk Valur, 1976 - 16 mörk Valur, 1977 - 15 mörk Valur, 1978 - 15 mörk Valur, 1983 - 14 mörk Flest mörk fyrir eitt félag í efstu deild:Ingi Björn Albertsson, Val 109 Atli Viðar Björnsson, FH 88 Hörður Magnússon, FH 84 Hermann Gunnarsson, Val 81 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 81 Guðmundur Steinsson, Fram 80 Matthías Hallgrímsson, ÍA 77 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 75 Steinar Jóhannsson, Keflavík 72 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 72 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Aðalmælikvarðinn á frammistöðu framherja í íslensku deildinni hefur ávallt verið miðaður við það hvort þeir nái tíu mörkum á sumri. 158 sinnum hafa leikmenn náð að brjóta tíu marka múrinn frá því að deildaskipting var tekin upp árið 1955 en það eru bara sjö kappar sem hafa náð þessu höfuðmarkmiði fimm sinnum. Sjöundi félaginn bættist í klúbbinn um síðustu helgi þegar Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 10. og 11. mark í Pepsi-deildinni í sumar. Hann var þá að ná fimmta tíu marka tímabili sínu á sex árum og það þrátt fyrir að missa af talsverðum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Matthías Hallgrímsson var stofnmeðlimur klúbbsins þegar hann skoraði fimmtán mörk á sínu fyrsta ári með Val sumarið 1980 en kappinn hafði þá áður átt fjögur tíu marka tímabil með Skagamönnum. Sigurlás Þorleifsson bættist í hópinn tveimur árum síðar og ári síðar varð Ingi Björn Albertsson þriðji meðlimurinn. Guðmundur Steinsson komst í klúbbinn 1990 og varð síðan sá fyrsti til að ná sex tíu marka tímabilum ári síðar. Hörður Magnússon (1994) og Tryggvi Guðmundsson (2008) voru þeir einu sem höfðu komist í klúbbinn á síðustu 22 árum. Atli Viðar setti met á árunum 2008 til 2011 þegar hann varð sá fyrsti til að rjúfa tíu marka múrinn fjögur sumur í röð en alls skoraði Atli Viðar 52 mörk á þessum fjórum tímabilum. Atli Viðar náði aðeins að spila tíu leiki í fyrra og hefur verið að glíma við meiðsli í sumar alveg eins og þá. Endasprettur hans hefur hins vegar verið magnaður. Hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum og það þrátt fyrir að byrja aðeins einn þeirra. Atli Viðar varð á sunnudaginn sjötti elsti maðurinn sem nær því að brjóta tíu marka múrinn en aðeins þeir Tryggvi Guðmundsson (tvisvar sinnum, ÍBV 2011 og FH 2008), Atli Eðvaldsson (KR 1991), Jónas Grani Garðarsson (Fram 2007) og Helgi Sigurðsson sem voru eldri. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar, skoraði 41 mark eftir að hann komst á sama aldur og Atli Viðar er nú. Þeir voru sem sagt með jafnmörg mörk á þessum tímapunkti á ferli sínum. Hvort Atli Viðar komist í hundrað marka klúbbinn er önnur saga. Meðlimir í 5 x 10 klúbburinnGuðmundur Steinsson - 6 tímabil Fram, 1984 - 10 mörk Fram, 1985 - 10 mörk Fram, 1986 - 10 mörk Fram, 1988 - 12 mörk Fram, 1990 - 10 mörk Víkingur, 1991 - 13 mörkTryggvi Guðmundsson - 6 tímabil ÍBV, 1993 - 12 mörk ÍBV, 1995 - 14 mörk ÍBV, 1997 - 19 mörk FH, 2005 - 16 mörk FH, 2008 - 12 mörk ÍBV, 2011 - 10 mörkAtli Viðar Björnsson - 5 tímabil FH, 2008 - 11 mörk FH, 2009 - 14 mörk FH, 2010 - 14 mörk FH, 2011 - 13 mörk FH, 2013 - 11 mörkSigurlás Þorleifsson - 5 tímabil ÍBV, 1977 - 12 mörk ÍBV, 1978 - 10 mörk Víkingur, 1979 - 10 mörk ÍBV, 1981 - 12 mörk ÍBV, 1982 - 10 mörkMatthías Hallgrímsson - 5 tímabil ÍA, 1971 - 11 mörk ÍA, 1973 - 12 mörk ÍA, 1975 - 10 mörk ÍA, 1978 - 11 mörk Valur, 1980 - 15 mörkHörður Magnússon - 5 tímabil FH, 1989 - 12 mörk FH, 1990 - 13 mörk FH, 1991 - 13 mörk FH, 1993 - 13 mörk FH, 1994 - 10 mörkIngi Björn Albertsson - 5 tímabil Valur, 1972 - 11 mörk Valur, 1976 - 16 mörk Valur, 1977 - 15 mörk Valur, 1978 - 15 mörk Valur, 1983 - 14 mörk Flest mörk fyrir eitt félag í efstu deild:Ingi Björn Albertsson, Val 109 Atli Viðar Björnsson, FH 88 Hörður Magnússon, FH 84 Hermann Gunnarsson, Val 81 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 81 Guðmundur Steinsson, Fram 80 Matthías Hallgrímsson, ÍA 77 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 75 Steinar Jóhannsson, Keflavík 72 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 72
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira