Atli Viðar orðinn meðlimur í klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2013 08:00 Það hefur bara einn leikmaður skorað fleiri mörk fyrir eitt lið en Atli Viðar, sem hefur skorað 88 mörk fyrir FH. Mynd/Daníel Aðalmælikvarðinn á frammistöðu framherja í íslensku deildinni hefur ávallt verið miðaður við það hvort þeir nái tíu mörkum á sumri. 158 sinnum hafa leikmenn náð að brjóta tíu marka múrinn frá því að deildaskipting var tekin upp árið 1955 en það eru bara sjö kappar sem hafa náð þessu höfuðmarkmiði fimm sinnum. Sjöundi félaginn bættist í klúbbinn um síðustu helgi þegar Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 10. og 11. mark í Pepsi-deildinni í sumar. Hann var þá að ná fimmta tíu marka tímabili sínu á sex árum og það þrátt fyrir að missa af talsverðum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Matthías Hallgrímsson var stofnmeðlimur klúbbsins þegar hann skoraði fimmtán mörk á sínu fyrsta ári með Val sumarið 1980 en kappinn hafði þá áður átt fjögur tíu marka tímabil með Skagamönnum. Sigurlás Þorleifsson bættist í hópinn tveimur árum síðar og ári síðar varð Ingi Björn Albertsson þriðji meðlimurinn. Guðmundur Steinsson komst í klúbbinn 1990 og varð síðan sá fyrsti til að ná sex tíu marka tímabilum ári síðar. Hörður Magnússon (1994) og Tryggvi Guðmundsson (2008) voru þeir einu sem höfðu komist í klúbbinn á síðustu 22 árum. Atli Viðar setti met á árunum 2008 til 2011 þegar hann varð sá fyrsti til að rjúfa tíu marka múrinn fjögur sumur í röð en alls skoraði Atli Viðar 52 mörk á þessum fjórum tímabilum. Atli Viðar náði aðeins að spila tíu leiki í fyrra og hefur verið að glíma við meiðsli í sumar alveg eins og þá. Endasprettur hans hefur hins vegar verið magnaður. Hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum og það þrátt fyrir að byrja aðeins einn þeirra. Atli Viðar varð á sunnudaginn sjötti elsti maðurinn sem nær því að brjóta tíu marka múrinn en aðeins þeir Tryggvi Guðmundsson (tvisvar sinnum, ÍBV 2011 og FH 2008), Atli Eðvaldsson (KR 1991), Jónas Grani Garðarsson (Fram 2007) og Helgi Sigurðsson sem voru eldri. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar, skoraði 41 mark eftir að hann komst á sama aldur og Atli Viðar er nú. Þeir voru sem sagt með jafnmörg mörk á þessum tímapunkti á ferli sínum. Hvort Atli Viðar komist í hundrað marka klúbbinn er önnur saga. Meðlimir í 5 x 10 klúbburinnGuðmundur Steinsson - 6 tímabil Fram, 1984 - 10 mörk Fram, 1985 - 10 mörk Fram, 1986 - 10 mörk Fram, 1988 - 12 mörk Fram, 1990 - 10 mörk Víkingur, 1991 - 13 mörkTryggvi Guðmundsson - 6 tímabil ÍBV, 1993 - 12 mörk ÍBV, 1995 - 14 mörk ÍBV, 1997 - 19 mörk FH, 2005 - 16 mörk FH, 2008 - 12 mörk ÍBV, 2011 - 10 mörkAtli Viðar Björnsson - 5 tímabil FH, 2008 - 11 mörk FH, 2009 - 14 mörk FH, 2010 - 14 mörk FH, 2011 - 13 mörk FH, 2013 - 11 mörkSigurlás Þorleifsson - 5 tímabil ÍBV, 1977 - 12 mörk ÍBV, 1978 - 10 mörk Víkingur, 1979 - 10 mörk ÍBV, 1981 - 12 mörk ÍBV, 1982 - 10 mörkMatthías Hallgrímsson - 5 tímabil ÍA, 1971 - 11 mörk ÍA, 1973 - 12 mörk ÍA, 1975 - 10 mörk ÍA, 1978 - 11 mörk Valur, 1980 - 15 mörkHörður Magnússon - 5 tímabil FH, 1989 - 12 mörk FH, 1990 - 13 mörk FH, 1991 - 13 mörk FH, 1993 - 13 mörk FH, 1994 - 10 mörkIngi Björn Albertsson - 5 tímabil Valur, 1972 - 11 mörk Valur, 1976 - 16 mörk Valur, 1977 - 15 mörk Valur, 1978 - 15 mörk Valur, 1983 - 14 mörk Flest mörk fyrir eitt félag í efstu deild:Ingi Björn Albertsson, Val 109 Atli Viðar Björnsson, FH 88 Hörður Magnússon, FH 84 Hermann Gunnarsson, Val 81 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 81 Guðmundur Steinsson, Fram 80 Matthías Hallgrímsson, ÍA 77 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 75 Steinar Jóhannsson, Keflavík 72 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 72 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Aðalmælikvarðinn á frammistöðu framherja í íslensku deildinni hefur ávallt verið miðaður við það hvort þeir nái tíu mörkum á sumri. 158 sinnum hafa leikmenn náð að brjóta tíu marka múrinn frá því að deildaskipting var tekin upp árið 1955 en það eru bara sjö kappar sem hafa náð þessu höfuðmarkmiði fimm sinnum. Sjöundi félaginn bættist í klúbbinn um síðustu helgi þegar Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 10. og 11. mark í Pepsi-deildinni í sumar. Hann var þá að ná fimmta tíu marka tímabili sínu á sex árum og það þrátt fyrir að missa af talsverðum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Matthías Hallgrímsson var stofnmeðlimur klúbbsins þegar hann skoraði fimmtán mörk á sínu fyrsta ári með Val sumarið 1980 en kappinn hafði þá áður átt fjögur tíu marka tímabil með Skagamönnum. Sigurlás Þorleifsson bættist í hópinn tveimur árum síðar og ári síðar varð Ingi Björn Albertsson þriðji meðlimurinn. Guðmundur Steinsson komst í klúbbinn 1990 og varð síðan sá fyrsti til að ná sex tíu marka tímabilum ári síðar. Hörður Magnússon (1994) og Tryggvi Guðmundsson (2008) voru þeir einu sem höfðu komist í klúbbinn á síðustu 22 árum. Atli Viðar setti met á árunum 2008 til 2011 þegar hann varð sá fyrsti til að rjúfa tíu marka múrinn fjögur sumur í röð en alls skoraði Atli Viðar 52 mörk á þessum fjórum tímabilum. Atli Viðar náði aðeins að spila tíu leiki í fyrra og hefur verið að glíma við meiðsli í sumar alveg eins og þá. Endasprettur hans hefur hins vegar verið magnaður. Hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum og það þrátt fyrir að byrja aðeins einn þeirra. Atli Viðar varð á sunnudaginn sjötti elsti maðurinn sem nær því að brjóta tíu marka múrinn en aðeins þeir Tryggvi Guðmundsson (tvisvar sinnum, ÍBV 2011 og FH 2008), Atli Eðvaldsson (KR 1991), Jónas Grani Garðarsson (Fram 2007) og Helgi Sigurðsson sem voru eldri. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar, skoraði 41 mark eftir að hann komst á sama aldur og Atli Viðar er nú. Þeir voru sem sagt með jafnmörg mörk á þessum tímapunkti á ferli sínum. Hvort Atli Viðar komist í hundrað marka klúbbinn er önnur saga. Meðlimir í 5 x 10 klúbburinnGuðmundur Steinsson - 6 tímabil Fram, 1984 - 10 mörk Fram, 1985 - 10 mörk Fram, 1986 - 10 mörk Fram, 1988 - 12 mörk Fram, 1990 - 10 mörk Víkingur, 1991 - 13 mörkTryggvi Guðmundsson - 6 tímabil ÍBV, 1993 - 12 mörk ÍBV, 1995 - 14 mörk ÍBV, 1997 - 19 mörk FH, 2005 - 16 mörk FH, 2008 - 12 mörk ÍBV, 2011 - 10 mörkAtli Viðar Björnsson - 5 tímabil FH, 2008 - 11 mörk FH, 2009 - 14 mörk FH, 2010 - 14 mörk FH, 2011 - 13 mörk FH, 2013 - 11 mörkSigurlás Þorleifsson - 5 tímabil ÍBV, 1977 - 12 mörk ÍBV, 1978 - 10 mörk Víkingur, 1979 - 10 mörk ÍBV, 1981 - 12 mörk ÍBV, 1982 - 10 mörkMatthías Hallgrímsson - 5 tímabil ÍA, 1971 - 11 mörk ÍA, 1973 - 12 mörk ÍA, 1975 - 10 mörk ÍA, 1978 - 11 mörk Valur, 1980 - 15 mörkHörður Magnússon - 5 tímabil FH, 1989 - 12 mörk FH, 1990 - 13 mörk FH, 1991 - 13 mörk FH, 1993 - 13 mörk FH, 1994 - 10 mörkIngi Björn Albertsson - 5 tímabil Valur, 1972 - 11 mörk Valur, 1976 - 16 mörk Valur, 1977 - 15 mörk Valur, 1978 - 15 mörk Valur, 1983 - 14 mörk Flest mörk fyrir eitt félag í efstu deild:Ingi Björn Albertsson, Val 109 Atli Viðar Björnsson, FH 88 Hörður Magnússon, FH 84 Hermann Gunnarsson, Val 81 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 81 Guðmundur Steinsson, Fram 80 Matthías Hallgrímsson, ÍA 77 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 75 Steinar Jóhannsson, Keflavík 72 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 72
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira