Íslenski boltinn

FH náði í 435 stig í leikjum Freys Bjarna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Bjarnason.
Freyr Bjarnason. Mynd/Stefán
Freyr Bjarnason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum þegar FH vann 4-0 sigur á Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla í fótbolta á laugardaginn.

Freyr bætti leikjamet FH í efstu deild sumarið 2012 og varð síðan á dögunum fyrsti FH-ingurinn til þess að spila 200 leiki fyrir Fimleikafélagið í efstu deild.

Freyr hættir sem sexfaldur Íslandsmeistari og vann auk þess verðlaun (Gull eða silfur) á síðustu ellefu tímabilum sínum í efstu deild. Hann tók þátt í tíu sigurleikjum eða fleiri á síðustu sex tímabilum sínum og alls átta sinnum á þrettán tímabilum með FH í efstu deild.

Freyr var í sigurliði í 132 af 201 leik sínum með FH í efstu deild allt frá því að hann kom upp með liðunu sumarið 2001. FH fékk 435 stig í þessum 201 leik hans með FH eða 2,16 stig að meðaltali í leik.

201 leikur Freys Bjarnasonar með FH 2001-2013:

Sigrar - 132

Janftefli - 39

Töp - 30

Stig - 435

Stigahlutfall - 72 prósent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×