Daníel Laxdal spilaði hverju einustu mínútu í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2013 07:56 Daníel Laxdal í leik með Stjörnunni „Ég er ekkert að hata að tímabilið sé búið. Þetta er orðið gott,“ segir Daníel Laxdal, fyrirliði karlaliðs Stjörnunnar. Daníel var á leiðinni á sína síðustu æfingu á tímabilinu í gær þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Fyrirliðinn hefur spilað 2.550 mínútur í deild og bikar í sumar. Afrekið verður seint slegið. Daníel spilaði hverja einustu mínútu í 22 deildarleikjum Stjörnunnar og sömuleiðis alla fimm leikina í bikarkeppninni. Þar fór Stjarnan fjórum sinnum í framlengingu í fimm leikjum. Við bætast því fjórum sinnum 30 mínútur, 120 mínútur alls, en Stjarnan fór alla leið í úrslitin þar sem liðið tapaði gegn Fram. Alltaf var Daníel inni á vellinum. „Ég er ekki á neinu sérstöku mataræði,“ segir Daníel, spurður hvaðan orkan komi. Hann segist í raun gera það sem hann vilji hvað mat snerti og það virðist skila sér. Þá man hann eftir einu. „Mamma má eiga það að hún er alltaf með hágæðamat daginn fyrir leik,“ segir Daníel. Yfirleitt sé gott kjöt á boðstólum fyrir bræðurna og það hljóti að hjálpa. Jóhann, yngri bróðir Daníels, leikur einnig með Stjörnunni. Á fimm mánaða keppnistímabili getur ýmislegt komið upp á. Varnarmenn þurfa oft að taka út leikbönn en Daníel fékk aðeins þrjú gul spjöld í sumar. Þá var hann heppinn með meiðsli, sem hefur ekki alltaf verið tíðin á þeim bænum. „Inni á milli er maður aumur en maður harkar það bara af sér,“ segir Daníel og bætir við að hann sé prúðmennið uppmálað á velli. Því myndu fáir mótmæla þó fullyrðing miðvarðarins hafi verið á léttu nótunum. Daníel, sem er 27 ára, á ár eftir af samningi sínum við uppeldisfélagið. Bróðir hans Jóhann er hins vegar samningslaus og stefnir á atvinnumennsku. „Ég veit ekki hvað ég myndi gera,“ segir Daníel um þann möguleika að bróðirinn fari af landi brott. Nánari bræður eru vandfundnir. „Ætli ég myndi samt ekki fyrirgefa honum það,“ segir stóri bróðir á léttu nótunum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
„Ég er ekkert að hata að tímabilið sé búið. Þetta er orðið gott,“ segir Daníel Laxdal, fyrirliði karlaliðs Stjörnunnar. Daníel var á leiðinni á sína síðustu æfingu á tímabilinu í gær þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Fyrirliðinn hefur spilað 2.550 mínútur í deild og bikar í sumar. Afrekið verður seint slegið. Daníel spilaði hverja einustu mínútu í 22 deildarleikjum Stjörnunnar og sömuleiðis alla fimm leikina í bikarkeppninni. Þar fór Stjarnan fjórum sinnum í framlengingu í fimm leikjum. Við bætast því fjórum sinnum 30 mínútur, 120 mínútur alls, en Stjarnan fór alla leið í úrslitin þar sem liðið tapaði gegn Fram. Alltaf var Daníel inni á vellinum. „Ég er ekki á neinu sérstöku mataræði,“ segir Daníel, spurður hvaðan orkan komi. Hann segist í raun gera það sem hann vilji hvað mat snerti og það virðist skila sér. Þá man hann eftir einu. „Mamma má eiga það að hún er alltaf með hágæðamat daginn fyrir leik,“ segir Daníel. Yfirleitt sé gott kjöt á boðstólum fyrir bræðurna og það hljóti að hjálpa. Jóhann, yngri bróðir Daníels, leikur einnig með Stjörnunni. Á fimm mánaða keppnistímabili getur ýmislegt komið upp á. Varnarmenn þurfa oft að taka út leikbönn en Daníel fékk aðeins þrjú gul spjöld í sumar. Þá var hann heppinn með meiðsli, sem hefur ekki alltaf verið tíðin á þeim bænum. „Inni á milli er maður aumur en maður harkar það bara af sér,“ segir Daníel og bætir við að hann sé prúðmennið uppmálað á velli. Því myndu fáir mótmæla þó fullyrðing miðvarðarins hafi verið á léttu nótunum. Daníel, sem er 27 ára, á ár eftir af samningi sínum við uppeldisfélagið. Bróðir hans Jóhann er hins vegar samningslaus og stefnir á atvinnumennsku. „Ég veit ekki hvað ég myndi gera,“ segir Daníel um þann möguleika að bróðirinn fari af landi brott. Nánari bræður eru vandfundnir. „Ætli ég myndi samt ekki fyrirgefa honum það,“ segir stóri bróðir á léttu nótunum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira