Íslenski boltinn

Martin hélt að hann hefði fengið gullskóinn | Myndir

Gary kíkir á símann með Mumma.
Gary kíkir á símann með Mumma. mynd/daníel
Baráttan um gullskóinn í Pepsi-deild karla var ákaflega hörð. Þeir þrír sem voru líklegastir til að hreppa hnossið skoruðu allir í dag.

Atli Viðar Björnsson, Gary Martin og Viðar Örn Kjartansson enduðu allir með 13 mörk í sumar en Atli Viðar fær gullskóinn því hann spilaði minna en hinir tveir.

Gary Martin skoraði fyrir KR í dag og var mjög áhugasamur eftir leik að vita hvort hann hefði fengið gullskóinn.

Hann kíkti í símann með félaga sínum Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Þá hélt Gary að hann væri búinn að fá gullskóinn. Það sem hann vissi ekki er að Atli Viðar var búinn að skora annað mark og hrifsa af honum skóinn.

Martin fagnaði því skónum en fékk að vita skömmu síðar hjá Jónasi Kristinssyni, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, að hann myndi ekki fá gullskóinn.

Svekkjandi fyrir Gary sem getur samt verið ánægður með uppskeru sumarsins.

Martin fagnar með Guðmundi er hann hélt að gullskórinn væri sinn. Sú gleði var skammvinn.mynd/daníel
"Heyrðu gamli. Atli Viðar setti víst annað mark." Jónas segir Gary slæmu tíðindin.mynd/daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×