Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Þór 1-2 Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 28. september 2013 00:01 Eyjamenn og Þórsarar áttust við í Vestmannaeyjum í dag, en leikurinn breytti litlu máli fyrir bæði lið sem að spiluðu þó upp á að enda í hærra sæti en fyrir leikinn. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu 1-2 útisigur eftir átta mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem öll mörkin voru skoruð. Eftir um það bil 27 mínútna leik skoraði Mark Tubæk mark sem að var einkar glæsilegt. Hann fékk sendingu innfyrir vörn Eyjamanna, losaði sig við manninn sinn og lagði boltann fagmannlega í fjær hornið þar sem boltinn fór í stöngina og inn. Það var eins og að Eyjamenn væru ennþá í sjokki eftir fyrsta markið en Chuck skoraði þá skallamark einungis sex mínútum seinna eftir baneitraða sendingu frá Edin Besilja frá vinstri kantinum og var heimamönnum farið að lítast illa á blikuna. Víðir Þorvarðarson komst einn í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Ian Jeffs. Víðir lék framhjá markmanninum og lagði boltann með hægri fæti í autt markið og virtist það gefa Eyjamönnum ákveðið sjálfstraust. Í seinni hálfleik fóru Eyjamenn af stað af miklum krafti en þeir fengu hvert færið á fætur öðru, en eins og í sumar þá vatnaði alltaf gæði í seinustu snertingu og er það líklega ástæðan fyrir því hversu neðarlega í deildinni þeir eru. Besta færið fékk líklega Ian Jeffs þegar að honum tókst ekki að hitta rammann eftir skallasendingu frá Gunnari Má. Undir lokin sauð allt upp úr en í uppbótartíma fékk Matt Garner að líta sitt annað gula spjald eftir tæklingu á leikmanni Þórs, Chuck var ekki sáttur með það og kastaði boltanum í Garner og var Ívar Orri dómari leiksins ekki lengi að sýna rauða spjaldið enda nýbúinn að veifa því framan í Bretann í liði Eyjamanna. Með þessum sigri lyftu Þórsarar sér í áttunda sætið sem að verður að teljast nokkuð ásættanlegt miðað við það hvernig tímabilið byrjaði. Eyjamenn sitja sem fastast í sjötta sæti deildarinnar en það er ekki það sem leikmenn Eyjaliðsins ætluðu sér fyrir tímabilið.Páll Viðar Gíslason: Það vilja allir enda á sigri „Jú ég held að öll liðin í deildinni vilji enda á sigri og við erum ekki nein undantekning og það er ekkert nema gott um það að segja,“ sagði Páll Viðar Gíslason eftir leik sinna manna í Þór gegn Eyjamönnum í blíðskaparveðri í dag. „Við komumst yfir snemma og bætum svo við öðru marki, við vörðumst svo það sem eftir var leiks og ætluðum að refsa þeim,“ bætti Páll við en hann var ánægður í leikslok. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið í sumar, þá verð ég að taka því sæti sem við lendum í svo framarlega sem að það eru ekki tvö neðstu,“ sagði Páll sem að sagðist þó hafa séð fyrir sér að klára tímabilið ofar á töflunni.Jón Gísli Ström: Fáum svona 50 færi „Mér fannst við vera betri allan leikinn, þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik en við fáum 50 færi í leiknum. Þetta einkennir sumarið okkar, við nýtum ekki færin okkar,“ sagði Jón Gísli framherji Eyjamanna eftir seinasta leik tímabilsins. Þetta var fyrsti leikur Jóns í byrjunarliði og stóð hann sig ágætlega. „Ég hefði viljað pota inn einu eða tveimur mörkum en þetta var allt í lagi.“ „Við erum ekki ánægðir með að enda svona neðarlega, við vildum meira. Það kom ekki leikur í sumar þar sem við vorum verri en andstæðingurinn,“ sagði Jón Gísli að lokum en hann bætti því einnig við að hann búist við því að verða áfram leikmaður Eyjamanna næsta sumar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Eyjamenn og Þórsarar áttust við í Vestmannaeyjum í dag, en leikurinn breytti litlu máli fyrir bæði lið sem að spiluðu þó upp á að enda í hærra sæti en fyrir leikinn. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu 1-2 útisigur eftir átta mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem öll mörkin voru skoruð. Eftir um það bil 27 mínútna leik skoraði Mark Tubæk mark sem að var einkar glæsilegt. Hann fékk sendingu innfyrir vörn Eyjamanna, losaði sig við manninn sinn og lagði boltann fagmannlega í fjær hornið þar sem boltinn fór í stöngina og inn. Það var eins og að Eyjamenn væru ennþá í sjokki eftir fyrsta markið en Chuck skoraði þá skallamark einungis sex mínútum seinna eftir baneitraða sendingu frá Edin Besilja frá vinstri kantinum og var heimamönnum farið að lítast illa á blikuna. Víðir Þorvarðarson komst einn í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Ian Jeffs. Víðir lék framhjá markmanninum og lagði boltann með hægri fæti í autt markið og virtist það gefa Eyjamönnum ákveðið sjálfstraust. Í seinni hálfleik fóru Eyjamenn af stað af miklum krafti en þeir fengu hvert færið á fætur öðru, en eins og í sumar þá vatnaði alltaf gæði í seinustu snertingu og er það líklega ástæðan fyrir því hversu neðarlega í deildinni þeir eru. Besta færið fékk líklega Ian Jeffs þegar að honum tókst ekki að hitta rammann eftir skallasendingu frá Gunnari Má. Undir lokin sauð allt upp úr en í uppbótartíma fékk Matt Garner að líta sitt annað gula spjald eftir tæklingu á leikmanni Þórs, Chuck var ekki sáttur með það og kastaði boltanum í Garner og var Ívar Orri dómari leiksins ekki lengi að sýna rauða spjaldið enda nýbúinn að veifa því framan í Bretann í liði Eyjamanna. Með þessum sigri lyftu Þórsarar sér í áttunda sætið sem að verður að teljast nokkuð ásættanlegt miðað við það hvernig tímabilið byrjaði. Eyjamenn sitja sem fastast í sjötta sæti deildarinnar en það er ekki það sem leikmenn Eyjaliðsins ætluðu sér fyrir tímabilið.Páll Viðar Gíslason: Það vilja allir enda á sigri „Jú ég held að öll liðin í deildinni vilji enda á sigri og við erum ekki nein undantekning og það er ekkert nema gott um það að segja,“ sagði Páll Viðar Gíslason eftir leik sinna manna í Þór gegn Eyjamönnum í blíðskaparveðri í dag. „Við komumst yfir snemma og bætum svo við öðru marki, við vörðumst svo það sem eftir var leiks og ætluðum að refsa þeim,“ bætti Páll við en hann var ánægður í leikslok. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið í sumar, þá verð ég að taka því sæti sem við lendum í svo framarlega sem að það eru ekki tvö neðstu,“ sagði Páll sem að sagðist þó hafa séð fyrir sér að klára tímabilið ofar á töflunni.Jón Gísli Ström: Fáum svona 50 færi „Mér fannst við vera betri allan leikinn, þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik en við fáum 50 færi í leiknum. Þetta einkennir sumarið okkar, við nýtum ekki færin okkar,“ sagði Jón Gísli framherji Eyjamanna eftir seinasta leik tímabilsins. Þetta var fyrsti leikur Jóns í byrjunarliði og stóð hann sig ágætlega. „Ég hefði viljað pota inn einu eða tveimur mörkum en þetta var allt í lagi.“ „Við erum ekki ánægðir með að enda svona neðarlega, við vildum meira. Það kom ekki leikur í sumar þar sem við vorum verri en andstæðingurinn,“ sagði Jón Gísli að lokum en hann bætti því einnig við að hann búist við því að verða áfram leikmaður Eyjamanna næsta sumar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira