Íslenski boltinn

Heimir og fjórir leikmenn framlengdu við FH

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Það er mikil pappírsvinna í gangi í Krikanum í dag en staðfest hefur verið að Heimir Guðjónsson þjálfi liðið áfram og fjórir leikmenn hafa framlengt samningi sínum við félagið.

Á heimasíðu stuðningsmanna FH, fhingar.net, að Heimir hafi skrifað undir nýjan samning og slíkt hið sama hafi þeir Róbert Örn Óskarsson, Albert Brynjar Ingason, Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Atli Viðar Björnsson gert.

Róbert Örn kom mörgum á óvart í sumar er hann sló í gegn. FH-ingar ætla að veðja á hann áfram næsta sumar.

Albert Brynjar átti fína spretti og Brynjar Ásgeir sprakk út. Atli Viðar er svo aðalmarkaskorari liðsins og mikilvægt fyrir FH að halda honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×