Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Keflavík 3-2 Ari Erlingsson á Kópavogsvelli skrifar 28. september 2013 00:01 Breiðablik vann nauman sigur á Keflavík í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli í dag. Sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok. Breiðablik kláraði tímabilið með sæmd og sigruðu Keflvíkinga í lokaumferð Pepsídeildarinnar. 3-2 sigur í kaflaskiptum leik. Blikar verðskulduðu sigurinn en þurftu þó verulega að hafa fyrir honum gegn sprækum Suðurnesjamönnum. Heimamenn í Breiðablik byrjuði leikinn mun betur og virtist sem leikurinn ætlaði að vera einstefna frá upphafi til enda. Ellert Hreinsson kom þeim grænu yfir strax á elleftu mínútu með skallamarki eftir ágæta sendingu frá Troost. Þvert gegn gangi leiksins náði svo Elías Már Ómarsson að jafna leikinn á 18. mínútu. Elías fylgdi vel á eftir skoti frá Bojan Ljubicic sem hafði sloppið í gegnum vörn Blika. Við jöfnunarmarkið hresstust Keflvíkingar og ógnuðu marki heimamanna margsinnis. Fremstur meðal jafningja í þeim efnum var Bojan Ljubicic en hann var afar líflegur í fyrri hálfleik. Það var einmitt Bojan sem skoraði næsta mark leiksins er hann kom sínum mönnum yfir úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Árni Vilhjálmsson náði þó að jafna leikinn fyrir Blika áður en flautað var til hálfleiks. Árni sem hefur verið sjóðandi heitur upp við mark andstæðinganna upp á síðkastið kláraði sendingu frá Guðjóni Pétri af mikilli yfirvegun. Staðan 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki jafn fjörlegur og og sá fyrri. Líkt og í þeim fyrri stjórnuðu Blikar ferðinni á meðan Keflvíkingar sátu aftar á vellinum og treystu á hraðar sóknir upp völlinn. Eftir því sem á leið hálfleikinn hertu Blikar tökinn á leiknum og kom það engum á óvart þeir skoruðu loks sigurmarkið á 86. mínútu. Þar var að verki Guðjón Pétur Lýðsson úr vítaspyrnu eftir að Halldór Kristinn hafði brotið klaufalega á Tómasi Óla Garðarssyni. Lokastaðan 3-2 fyrir heimamenn. Sanngjarna en heldur torsóttur sigur hjá þeim grænklæddu. Þrátt fyrir tap geta Keflvíkingar borið höfuðið hátt. Þeir söknuðu margra lykilmann í leiknum og þurfti Kristján að hrófla mikið til í liðinu. Það hefur eflaust veikt þá en að sama skapi var gaman að sjá unga leikmenn liðsins koma inn og gera vel. Helst ber að nefna frammistöðu Bojans á kantinum sem ógnaði í sífellu fyrri part leiks þótt heldur hafi dregið af honum í seinni hálfleik. Blikar eru eflaust sáttir með að enda mótið á sigri þótt þeir séu ekki kátir með lokaniðurstöðuna. Árni Vilhjálmsson virðist vera að festa sig í sessi í liðinu og var hann sífellt ógnandi. Tómas Óli Garðarsson sem kom inn á í hálfleik má segja að hafi breytt ásýnd Blikaliðsins. Hann kom með hraða og meiri sóknarhug í spil liðsins og gerði Ólafur vel í því að breyta liðinu í hálfleik. Kristján Guðmundsson hinsvegar gerði engar breytingar á liðinu fyrr en á 90. mínútu þegar hann sendi þrjá kornunga stráka inn á völlinn, að ósekju hefði hann mátt skipta fyrr.Ólafur: Ekki sáttur við útkomu sumarsins Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var sáttur með sína menn eftir 3-2 sigur á Keflavík "Fínn sigur á móti Keflavíkurliði sem hefur verið á miklu skriði. Spennustigið var ekki mikið í leikmannahópnum frekar en þjálfaratreyminu og því kannski erfitt að gíra sig upp í þennan leik, í ljósi þess er gott að landa þremur stigum. Við vildum halda boltanum og byggja upp sóknir á meðan þeir vildu verjast og sækja hratt. Mér fannst þetta ganga ágætlega hjá okkur en þó hefðum við mátt vera betri upp við markið þegar kom að því að klára færin." Aðspurður hvort hann hafi verið sáttur með niðurstöðu sumarsins hafði Ólafur þetta að segja: "Nei ég get ekki verið sáttur með útkomu sumarsins miðað við hvað önnur lið fengu mikið af stigum. Það voru þrjú lið fyir ofan okkur og ég hefði auðvitað vilja enda ofar á töflunni. 39 stig er 3 stigum meira en í fyrra og þá dugði það í annað sætið. Ég hefði viljað fara yfir 40 stig og fyrst það tókst ekki þá hefði ég í það minnsta viljað vera í Evrópusæti. Því miður voru of margir leikir sem klúðruðust hjá okkur, þar sem við áttum að vinna en mér fannst vanta upp á að klára þessa leiki í sumar. Ég get reyndar tekið marga jákvæða punkta út úr sumrinu. Góður árangur í bikarkeppni og fínn árangur í Evrópukeppnini stendur upp úr auk þess sem margir leikmenn stigu upp og náðu að sanna sig." En verður Ólafur áfram með liðið? "Ég er ekki maður til að svara því. Samningurinn er ennþá í gildi og það eru enn 2 ár eftir, en jú ég geri svosem ráð fyrir því."Kristján: Framtíðin óráðin Þrátt fyrir tap var Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga borubrattur. "Mér fannst þetta bara skemmtilegt og leikmenn mínir voru að skemmta sér. Frammistaða liðsins var mjög góð og ég er sáttur með mína menn. Þrátt fyrir tap geta mínir strákar verið hrikalega sáttir. Það vantaði 6 leikmenn í hópinn frá síðasta leik og þar af 5 leikmenn sem hafa verið að byrja leikina. Mínir menn komu áhyggjulausir og leikurinn bar kannski þess keim. Auðvitað vildum við vinna leikinn og halda þessu sjöunda sæti, það var markmiðið en því miður tókst það ekki." Aðspurður um dómgæslu Þórodds hafði Kristján þetta að segja: "Við getum lítið sagt við vítaspyrnunni en við erum mjög óánægðir með ákvörðun dómarans um að reka ekki Elfar út af í fyrri hálfleik þegar hann togaði Hörð niður. Þetta virtist vera augljóst rautt spjald á Elfar." Enn verður Kristján áfram með Keflavík? "Það er ekki búið að ganga frá einu né neinu. Mitt verkefni var að blása lífi í liðið og halda liðinu uppi. Okkur tókst það og við spiluðum flottan fótbolta. Við tölum saman eftir helgi og þá skýrist þetta betur." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Breiðablik vann nauman sigur á Keflavík í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli í dag. Sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok. Breiðablik kláraði tímabilið með sæmd og sigruðu Keflvíkinga í lokaumferð Pepsídeildarinnar. 3-2 sigur í kaflaskiptum leik. Blikar verðskulduðu sigurinn en þurftu þó verulega að hafa fyrir honum gegn sprækum Suðurnesjamönnum. Heimamenn í Breiðablik byrjuði leikinn mun betur og virtist sem leikurinn ætlaði að vera einstefna frá upphafi til enda. Ellert Hreinsson kom þeim grænu yfir strax á elleftu mínútu með skallamarki eftir ágæta sendingu frá Troost. Þvert gegn gangi leiksins náði svo Elías Már Ómarsson að jafna leikinn á 18. mínútu. Elías fylgdi vel á eftir skoti frá Bojan Ljubicic sem hafði sloppið í gegnum vörn Blika. Við jöfnunarmarkið hresstust Keflvíkingar og ógnuðu marki heimamanna margsinnis. Fremstur meðal jafningja í þeim efnum var Bojan Ljubicic en hann var afar líflegur í fyrri hálfleik. Það var einmitt Bojan sem skoraði næsta mark leiksins er hann kom sínum mönnum yfir úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Árni Vilhjálmsson náði þó að jafna leikinn fyrir Blika áður en flautað var til hálfleiks. Árni sem hefur verið sjóðandi heitur upp við mark andstæðinganna upp á síðkastið kláraði sendingu frá Guðjóni Pétri af mikilli yfirvegun. Staðan 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki jafn fjörlegur og og sá fyrri. Líkt og í þeim fyrri stjórnuðu Blikar ferðinni á meðan Keflvíkingar sátu aftar á vellinum og treystu á hraðar sóknir upp völlinn. Eftir því sem á leið hálfleikinn hertu Blikar tökinn á leiknum og kom það engum á óvart þeir skoruðu loks sigurmarkið á 86. mínútu. Þar var að verki Guðjón Pétur Lýðsson úr vítaspyrnu eftir að Halldór Kristinn hafði brotið klaufalega á Tómasi Óla Garðarssyni. Lokastaðan 3-2 fyrir heimamenn. Sanngjarna en heldur torsóttur sigur hjá þeim grænklæddu. Þrátt fyrir tap geta Keflvíkingar borið höfuðið hátt. Þeir söknuðu margra lykilmann í leiknum og þurfti Kristján að hrófla mikið til í liðinu. Það hefur eflaust veikt þá en að sama skapi var gaman að sjá unga leikmenn liðsins koma inn og gera vel. Helst ber að nefna frammistöðu Bojans á kantinum sem ógnaði í sífellu fyrri part leiks þótt heldur hafi dregið af honum í seinni hálfleik. Blikar eru eflaust sáttir með að enda mótið á sigri þótt þeir séu ekki kátir með lokaniðurstöðuna. Árni Vilhjálmsson virðist vera að festa sig í sessi í liðinu og var hann sífellt ógnandi. Tómas Óli Garðarsson sem kom inn á í hálfleik má segja að hafi breytt ásýnd Blikaliðsins. Hann kom með hraða og meiri sóknarhug í spil liðsins og gerði Ólafur vel í því að breyta liðinu í hálfleik. Kristján Guðmundsson hinsvegar gerði engar breytingar á liðinu fyrr en á 90. mínútu þegar hann sendi þrjá kornunga stráka inn á völlinn, að ósekju hefði hann mátt skipta fyrr.Ólafur: Ekki sáttur við útkomu sumarsins Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var sáttur með sína menn eftir 3-2 sigur á Keflavík "Fínn sigur á móti Keflavíkurliði sem hefur verið á miklu skriði. Spennustigið var ekki mikið í leikmannahópnum frekar en þjálfaratreyminu og því kannski erfitt að gíra sig upp í þennan leik, í ljósi þess er gott að landa þremur stigum. Við vildum halda boltanum og byggja upp sóknir á meðan þeir vildu verjast og sækja hratt. Mér fannst þetta ganga ágætlega hjá okkur en þó hefðum við mátt vera betri upp við markið þegar kom að því að klára færin." Aðspurður hvort hann hafi verið sáttur með niðurstöðu sumarsins hafði Ólafur þetta að segja: "Nei ég get ekki verið sáttur með útkomu sumarsins miðað við hvað önnur lið fengu mikið af stigum. Það voru þrjú lið fyir ofan okkur og ég hefði auðvitað vilja enda ofar á töflunni. 39 stig er 3 stigum meira en í fyrra og þá dugði það í annað sætið. Ég hefði viljað fara yfir 40 stig og fyrst það tókst ekki þá hefði ég í það minnsta viljað vera í Evrópusæti. Því miður voru of margir leikir sem klúðruðust hjá okkur, þar sem við áttum að vinna en mér fannst vanta upp á að klára þessa leiki í sumar. Ég get reyndar tekið marga jákvæða punkta út úr sumrinu. Góður árangur í bikarkeppni og fínn árangur í Evrópukeppnini stendur upp úr auk þess sem margir leikmenn stigu upp og náðu að sanna sig." En verður Ólafur áfram með liðið? "Ég er ekki maður til að svara því. Samningurinn er ennþá í gildi og það eru enn 2 ár eftir, en jú ég geri svosem ráð fyrir því."Kristján: Framtíðin óráðin Þrátt fyrir tap var Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga borubrattur. "Mér fannst þetta bara skemmtilegt og leikmenn mínir voru að skemmta sér. Frammistaða liðsins var mjög góð og ég er sáttur með mína menn. Þrátt fyrir tap geta mínir strákar verið hrikalega sáttir. Það vantaði 6 leikmenn í hópinn frá síðasta leik og þar af 5 leikmenn sem hafa verið að byrja leikina. Mínir menn komu áhyggjulausir og leikurinn bar kannski þess keim. Auðvitað vildum við vinna leikinn og halda þessu sjöunda sæti, það var markmiðið en því miður tókst það ekki." Aðspurður um dómgæslu Þórodds hafði Kristján þetta að segja: "Við getum lítið sagt við vítaspyrnunni en við erum mjög óánægðir með ákvörðun dómarans um að reka ekki Elfar út af í fyrri hálfleik þegar hann togaði Hörð niður. Þetta virtist vera augljóst rautt spjald á Elfar." Enn verður Kristján áfram með Keflavík? "Það er ekki búið að ganga frá einu né neinu. Mitt verkefni var að blása lífi í liðið og halda liðinu uppi. Okkur tókst það og við spiluðum flottan fótbolta. Við tölum saman eftir helgi og þá skýrist þetta betur."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira