Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 4-0 | Baráttan um annað sætið Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 28. september 2013 00:01 FH tryggði sér annað sæti Pepsí deildar karla með því að rúlla yfir Stjörnuna 4-0 í úrslitaleik liðanna um annað sætið í lokaumferðinni í dag. Atli Viðar Björnsson skoraði tvö mörk í leiknum og tryggði sér gullskóinn. Það var ljóst strax í upphafi að aðeins annað liðið hungraði virkilega í annað sæti deildarinnar. FH sótti stíft frá byrjun og var mikið sterkari aðilinn í leiknum. Stjarnan virtist sátt við þriðja sætið sem gefur liðinu í fyrsta sinn sæti í Evrópukeppni. Engin barátta var í liðinu og ákaflega fátt um fína drætti. FH skoraði strax á 12. mínútu og tíu mínútum fyrir hálfleik bætti Atli Viðar Björnsson við marki, 12. mark hans á leiktíðinni. Stjarnan átti fáar sóknir í leiknum og þegar liðið komst yfir miðju var það bitlaust. FH sótti mun meira og var greinilegt að liðið var að leita að fleiri mörkum fyrir Atla Viðar í baráttunni um markakóngstitilinn. Það var samt Guðmann Þórisson sem skoraði þriðja mark FH en enn var tími fyrir Atla Viðar að skora sitt þrettánda marka á leiktíðinni sem tryggði honum fyrsta gullskó hans á ferlinum. Freyr Bjarnason lék sinn síðasta leik fyrir FH en hann er leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Hann fékk heiðursskiptingu og fékk afhendan blómvönd þegar hann yfirgaf völlinn. Freyr: Vildi ekki spila fyrir annan klúbb en FH„Ég hefði ekki getað hugsað mér það betra. Frábært að halda hreinu og gaman fyrir mig og liðið líka að enda með sigri,“ sagði Freyr Bjarnason sem var fyrirliði FH í dag í síðasta knattspyrnuleik sínum. „Það hefði vissulega verið gaman að enda þetta með titli en við áttum flott sumar þó við náðum ekki titli. Við vorum góðir í Evrópukeppninni og náðum mjög góðum árangri þar en því miður voru KR-ingarnir einu númeri of stórir þetta sumarið,“ sagði Freyr en FH hafði þrívegis tapað fyrir Stjörnunni á tímabilinu, í deild, bikar og úrslitum deildarbikarsins. „Við skulduðum sjálfum okkur það að vinna Stjörnuna. Við vildum ekki láta þetta koma fyrir aftur, sérstaklega hérna á heimavelli. „Við vorum mun ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og áttum skilið að vinna þennan leik. Við ætluðum ekki að missa annað sætið. Það er flottur árangur að ná að minnsta kosti öðru sæti. Við höfðum náð þessu tíu tímabil í röð fram að þessu og ætluðum ekki láta Stjörnuna taka annað sætið af okkur hér á okkar heimavelli,“ sagði Freyr sem sagði titlana og félagana hápunktana á farsælum ferli sínum. „Það var frábært þegar við unnum fyrsta titilinn í sögu FH 2004. Titlarnir allir standa upp úr og félagskapurinn og allir félagarnir. Það er búinn að vera heiður að spila með þeim og vera í þessum klúbb allan þennan tíma. Það eru algjör forréttindi. „Það kemur alltaf maður í manns stað hjá okkur í FH. Við mætum sterkir til leiks næsta sumar. Mér fannst við hæfi að hætta núna í dag og ég vildi ekki spila fyrir annan klúbb en FH og ég vildi enda á góðu nótunum í efstu deild og vera sjálfur í topp standi,“ sagði Freyr að lokum sem óttast ekki að FH eigi í vandræðum með að finna arftaka hans í vörn liðsins. Atli Viðar: Gengið mjög vel seinni part móts„Ég ætla ekki að neita því að ég er ánægður að hafa náð þessu í dag,“ sagði Atli Viðar Björnsson um að hafa ná gullskónum langþráða í dag. „Við náðum marki tiltölulega snemma og vorum með yfirhöndina allan tímann. Þetta var sannfærandi frammistaða hjá FH liðinu nú í lokin. „Ég fékk nokkur færi og það gekk ekkert allt of vel upp við markið. Ég var farinn að svindla svolítið á varnarleiknum. Mig langaði í eitt í viðbót af því að ég vissi það að minnsta kosti. Það var liðið ansi langt á leikinn og ég var ekki alveg viss um ég myndi ná því. Svo kom þessi draumasending frá Einari Karli með undirsnúningi og öllum pakkanum og það var ekki hægt annað en að klára það,“ sagði Atli sem skoraði sjö mörk í fjórum síðustu leikjunum. „Ég er búinn að læðast aðeins og gengið mjög vel seinni part móts og hérna í september.“ Atli Viðar þurfti að sitja töluvert á varamannabekknum hjá FH í sumar og spilaði mun færri mínútur en Gary Martin og Viðar Örn Kjartansson sem líka skoruðu 13 mörk í sumar. „Ég hefði viljað spilað fleiri mínútur en svona er boltinn. Menn ráða ekki við þetta sjálfir og það er bara ein leið til að svara fyrir þetta og það er að standa sig þegar maður fær tækifæri. „Þetta tímabil er dálítið sveiflukennt. Okkur gekk vel í Evrópukeppninni og það var mikil stemning hjá okkur og félaginu á meðan það var en svo var eins og botninn félli úr þessu hjá okkur undir það síðasta. Við klúðruðum leikjum þar sem við hefðum getað haldið okkur betur inn í baráttunni. Við erum ekki alveg nógu hressi þegar upp er staðið. Það er ekkert leyndarmál að viljum koma með titil út úr sumrinu. Við náðum því ekki og við ætlum að gera betur á næsta ári. „Það er uppskeruhátíð í kvöld og þá gleðjast knattspyrnumenn um borg og bý. Ég tel afar líklegt að það verði hópferð úr Fimleikafélaginu þangað,“ sagði Atli Viðar spurður að lokum hvort FH-ingar tækju stefnuna á Bankastræti 5 í kvöld. Logi: Lélegur endir á góðu móti„Þetta var slakur leikur af okkar hálfu og lélegur endir á góðu móti. Við erum að ná sögulegum árangri í sögu félagsins en mér fannst við ekki vera tilbúnir að koma og stíga skrefið lengra,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Stjörnunnar. „Það var eins og þetta skipti engu máli sem það svo klárlega gerði. Fyrir Stjörnuna og okkur að komast í annað sætið hefði verið frábær árangur. Ég er virkilega óánægður með þetta. „Það hefur fært okkur góðan árangur og sæti í Evrópukeppni að spila góðan varnarleik og menn hafa verið mjög skipulagðir í sínum aðgerðum. Það vorum við ekki í dag. Við vorum á eftir í öllum aðgerðum. Það má kannski segja að menn hafi verið mettir að einhverju leiti. „Þetta er búið að vera þrautarganga hjá Stjörnunni að komast í þessu Evrópukeppni og það sat lengi í mönnum að hafa tapað þessum bikarúrslitaleik,“ sagði Logi sem sá enga ljósa punkta í leik Stjörnunnar í dag. „Það var bjart í Hafnarfirði og það var eini ljósi punkturinn sem ég sá. Við vorum ekki góðir í dag. „Þetta er eins og í ástum að það er gott að vera fljótur að gleyma ef eitthvað gerist í einkalífinu. Við reynum að hafa það þannig í kvöld. Verum fljótir að gleyma þessu og reynum að skemmta okkur. „Þetta hefur verið frábært keppnistímabil. Við höfum spilað vel og vorum að heyja fjórða leikinn við FH á þessari leiktíð og við unnum hina þrjá. „Það hefur margt sögulegt gerst í leikjum okkar. Við höfum haldið hreinu sem var ekki daglegt brauð í Garðabænum á undanförnum árum. Við unnum KR í fyrsta skipti og það er margt gott sem hefur gerst og ég vil taka það skýrt fram að Bjarni Jóhannsson vann þrekvirki í knattspyrnusögu Garðabæjar og kom þessu liði þangað sem það var komið og við náðum að stíga skrefið örlítið lengra. Fyrir þær sakir erum við ánægðir með að hafa náð Evrópusætinu,“ sagði Logi sem býst við góðri skemmtun í Garðabænum í kvöld. „Ég held að menn myndu gera það hvort sem þeir fengju leyfi eða ekki. Þetta eru menn sem kunna að skemmta sér og við vitum að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta og ég ætla að vona að það verði raunin í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
FH tryggði sér annað sæti Pepsí deildar karla með því að rúlla yfir Stjörnuna 4-0 í úrslitaleik liðanna um annað sætið í lokaumferðinni í dag. Atli Viðar Björnsson skoraði tvö mörk í leiknum og tryggði sér gullskóinn. Það var ljóst strax í upphafi að aðeins annað liðið hungraði virkilega í annað sæti deildarinnar. FH sótti stíft frá byrjun og var mikið sterkari aðilinn í leiknum. Stjarnan virtist sátt við þriðja sætið sem gefur liðinu í fyrsta sinn sæti í Evrópukeppni. Engin barátta var í liðinu og ákaflega fátt um fína drætti. FH skoraði strax á 12. mínútu og tíu mínútum fyrir hálfleik bætti Atli Viðar Björnsson við marki, 12. mark hans á leiktíðinni. Stjarnan átti fáar sóknir í leiknum og þegar liðið komst yfir miðju var það bitlaust. FH sótti mun meira og var greinilegt að liðið var að leita að fleiri mörkum fyrir Atla Viðar í baráttunni um markakóngstitilinn. Það var samt Guðmann Þórisson sem skoraði þriðja mark FH en enn var tími fyrir Atla Viðar að skora sitt þrettánda marka á leiktíðinni sem tryggði honum fyrsta gullskó hans á ferlinum. Freyr Bjarnason lék sinn síðasta leik fyrir FH en hann er leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Hann fékk heiðursskiptingu og fékk afhendan blómvönd þegar hann yfirgaf völlinn. Freyr: Vildi ekki spila fyrir annan klúbb en FH„Ég hefði ekki getað hugsað mér það betra. Frábært að halda hreinu og gaman fyrir mig og liðið líka að enda með sigri,“ sagði Freyr Bjarnason sem var fyrirliði FH í dag í síðasta knattspyrnuleik sínum. „Það hefði vissulega verið gaman að enda þetta með titli en við áttum flott sumar þó við náðum ekki titli. Við vorum góðir í Evrópukeppninni og náðum mjög góðum árangri þar en því miður voru KR-ingarnir einu númeri of stórir þetta sumarið,“ sagði Freyr en FH hafði þrívegis tapað fyrir Stjörnunni á tímabilinu, í deild, bikar og úrslitum deildarbikarsins. „Við skulduðum sjálfum okkur það að vinna Stjörnuna. Við vildum ekki láta þetta koma fyrir aftur, sérstaklega hérna á heimavelli. „Við vorum mun ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og áttum skilið að vinna þennan leik. Við ætluðum ekki að missa annað sætið. Það er flottur árangur að ná að minnsta kosti öðru sæti. Við höfðum náð þessu tíu tímabil í röð fram að þessu og ætluðum ekki láta Stjörnuna taka annað sætið af okkur hér á okkar heimavelli,“ sagði Freyr sem sagði titlana og félagana hápunktana á farsælum ferli sínum. „Það var frábært þegar við unnum fyrsta titilinn í sögu FH 2004. Titlarnir allir standa upp úr og félagskapurinn og allir félagarnir. Það er búinn að vera heiður að spila með þeim og vera í þessum klúbb allan þennan tíma. Það eru algjör forréttindi. „Það kemur alltaf maður í manns stað hjá okkur í FH. Við mætum sterkir til leiks næsta sumar. Mér fannst við hæfi að hætta núna í dag og ég vildi ekki spila fyrir annan klúbb en FH og ég vildi enda á góðu nótunum í efstu deild og vera sjálfur í topp standi,“ sagði Freyr að lokum sem óttast ekki að FH eigi í vandræðum með að finna arftaka hans í vörn liðsins. Atli Viðar: Gengið mjög vel seinni part móts„Ég ætla ekki að neita því að ég er ánægður að hafa náð þessu í dag,“ sagði Atli Viðar Björnsson um að hafa ná gullskónum langþráða í dag. „Við náðum marki tiltölulega snemma og vorum með yfirhöndina allan tímann. Þetta var sannfærandi frammistaða hjá FH liðinu nú í lokin. „Ég fékk nokkur færi og það gekk ekkert allt of vel upp við markið. Ég var farinn að svindla svolítið á varnarleiknum. Mig langaði í eitt í viðbót af því að ég vissi það að minnsta kosti. Það var liðið ansi langt á leikinn og ég var ekki alveg viss um ég myndi ná því. Svo kom þessi draumasending frá Einari Karli með undirsnúningi og öllum pakkanum og það var ekki hægt annað en að klára það,“ sagði Atli sem skoraði sjö mörk í fjórum síðustu leikjunum. „Ég er búinn að læðast aðeins og gengið mjög vel seinni part móts og hérna í september.“ Atli Viðar þurfti að sitja töluvert á varamannabekknum hjá FH í sumar og spilaði mun færri mínútur en Gary Martin og Viðar Örn Kjartansson sem líka skoruðu 13 mörk í sumar. „Ég hefði viljað spilað fleiri mínútur en svona er boltinn. Menn ráða ekki við þetta sjálfir og það er bara ein leið til að svara fyrir þetta og það er að standa sig þegar maður fær tækifæri. „Þetta tímabil er dálítið sveiflukennt. Okkur gekk vel í Evrópukeppninni og það var mikil stemning hjá okkur og félaginu á meðan það var en svo var eins og botninn félli úr þessu hjá okkur undir það síðasta. Við klúðruðum leikjum þar sem við hefðum getað haldið okkur betur inn í baráttunni. Við erum ekki alveg nógu hressi þegar upp er staðið. Það er ekkert leyndarmál að viljum koma með titil út úr sumrinu. Við náðum því ekki og við ætlum að gera betur á næsta ári. „Það er uppskeruhátíð í kvöld og þá gleðjast knattspyrnumenn um borg og bý. Ég tel afar líklegt að það verði hópferð úr Fimleikafélaginu þangað,“ sagði Atli Viðar spurður að lokum hvort FH-ingar tækju stefnuna á Bankastræti 5 í kvöld. Logi: Lélegur endir á góðu móti„Þetta var slakur leikur af okkar hálfu og lélegur endir á góðu móti. Við erum að ná sögulegum árangri í sögu félagsins en mér fannst við ekki vera tilbúnir að koma og stíga skrefið lengra,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Stjörnunnar. „Það var eins og þetta skipti engu máli sem það svo klárlega gerði. Fyrir Stjörnuna og okkur að komast í annað sætið hefði verið frábær árangur. Ég er virkilega óánægður með þetta. „Það hefur fært okkur góðan árangur og sæti í Evrópukeppni að spila góðan varnarleik og menn hafa verið mjög skipulagðir í sínum aðgerðum. Það vorum við ekki í dag. Við vorum á eftir í öllum aðgerðum. Það má kannski segja að menn hafi verið mettir að einhverju leiti. „Þetta er búið að vera þrautarganga hjá Stjörnunni að komast í þessu Evrópukeppni og það sat lengi í mönnum að hafa tapað þessum bikarúrslitaleik,“ sagði Logi sem sá enga ljósa punkta í leik Stjörnunnar í dag. „Það var bjart í Hafnarfirði og það var eini ljósi punkturinn sem ég sá. Við vorum ekki góðir í dag. „Þetta er eins og í ástum að það er gott að vera fljótur að gleyma ef eitthvað gerist í einkalífinu. Við reynum að hafa það þannig í kvöld. Verum fljótir að gleyma þessu og reynum að skemmta okkur. „Þetta hefur verið frábært keppnistímabil. Við höfum spilað vel og vorum að heyja fjórða leikinn við FH á þessari leiktíð og við unnum hina þrjá. „Það hefur margt sögulegt gerst í leikjum okkar. Við höfum haldið hreinu sem var ekki daglegt brauð í Garðabænum á undanförnum árum. Við unnum KR í fyrsta skipti og það er margt gott sem hefur gerst og ég vil taka það skýrt fram að Bjarni Jóhannsson vann þrekvirki í knattspyrnusögu Garðabæjar og kom þessu liði þangað sem það var komið og við náðum að stíga skrefið örlítið lengra. Fyrir þær sakir erum við ánægðir með að hafa náð Evrópusætinu,“ sagði Logi sem býst við góðri skemmtun í Garðabænum í kvöld. „Ég held að menn myndu gera það hvort sem þeir fengju leyfi eða ekki. Þetta eru menn sem kunna að skemmta sér og við vitum að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta og ég ætla að vona að það verði raunin í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira