Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Valur 0-5 Kári Viðarsson í Ólafsvík skrifar 28. september 2013 00:01 Víkingar kveðja Pepsi-deildina í dag. Valsmenn völtuðu yfir varnarlausa Víkinga í Ólafsvík í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari áttu Valsmenn völlinn og kláruðu að lokum leikinn með fimm mörkum. Leikurinn byrjaði fjörlega og liðin skiptust á að sækja á rennblautum Ólafsvíkurvelli. Veðrið gerði aðstæður til knattspyrnuiðkunar erfiðar en leikmenn beggja liða reynu hvað þeir gátu til að ná upp góðu spili. Á 23. mínútu leiksins misstu heimamenn svo mann af velli með rautt spjald og varð það vendipunktur leiksins. Samuel Hernandez felldi þá Lucas Ohlander sem var sloppinn í gegn og fékk verðskuldað beint rautt spjald frá Valdimari Pálssyni, frábærum dómara leiksins. Valsmenn náðu þó ekki að setja boltann í markið í fyrri hálfleik sem endaði því markalaus. Síðari hálfleikur hófst með látum og greinilegt að valsarar ætluðu að nýta sér liðsmuninn. Heimamenn í Víkingi virtust ekki við hugann við efnið og misstu allan damp úr sínum leik. Sigurður Egill Lárusson opnaði markareikning Valsara með marki á 48. mínútu. Hann fékk þá boltann frá Matthíasi Guðmundssyni og smellti honum með jörðinni í fjærhornið. Virkilega vel gert hjá Sigurði sem var besti leikmaður vallarins í dag. Aðeins 10 mínútum síðar bættu Valsarar svo við öðru marki þegar Arnar Sveinn Geirsson skallaði knöttinn í Damir Muminovic og af honum fór boltinn í markið. Óheppilegt sjálfsmark hjá Damir og staðan 2-0. Matthías Guðmundsson kom gestunum svo í 3-0 tveimur mínútum síðar með snaggaralegu marki eftir fína sókn. Eftir þrjiða markið héldu Valsmenn góðu taki á leiknum og kláruðu hann með tveimur góðum mörkum í uppbótatíma. Lokastaðan 5-0 í Ólafsvík í dag.Ejub Purisevic: Við misstum hausinn ,,Svona er þetta stundum þegar liðið er einum færri og lítið að keppa um. Við vorum bara ekki alveg tilbúnir og misstum hausinn í síðari hálfleik." Aðspurður um það hvort stefnan sé ekki að koma Víkingum beint upp í pepsídeildina aftur hafði Ejub lítið að segja: "Það er ekki rétti tíminn til að segja neitt um það núna. Við eigum eftir að skoða liðið og sjá hverja við getum fengið og hverjir fara, eftir það er hægt að setja markmið," sagði Ejub í leikslok.Magnús Gylfason: Heilt yfir sáttur "Við erum manni fleiri og þeir veittu okkur kannski ekki mikla mótspyrnu hér í dag. Það er skiljanlegt enda að litlu að keppa." Aðspurður um hans sýn á tímabilið sagði Magnús: "Heilt yfir er ég sáttur við tímabilið. Auðvitað hefðum við vilja vera aðeins meira inni í keppninni um evrópusæti en það kemur á næsta ári," sagði Magnús Gylfason, kumpánlegur þjálfari Valsara, í lok leiks. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Valsmenn völtuðu yfir varnarlausa Víkinga í Ólafsvík í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari áttu Valsmenn völlinn og kláruðu að lokum leikinn með fimm mörkum. Leikurinn byrjaði fjörlega og liðin skiptust á að sækja á rennblautum Ólafsvíkurvelli. Veðrið gerði aðstæður til knattspyrnuiðkunar erfiðar en leikmenn beggja liða reynu hvað þeir gátu til að ná upp góðu spili. Á 23. mínútu leiksins misstu heimamenn svo mann af velli með rautt spjald og varð það vendipunktur leiksins. Samuel Hernandez felldi þá Lucas Ohlander sem var sloppinn í gegn og fékk verðskuldað beint rautt spjald frá Valdimari Pálssyni, frábærum dómara leiksins. Valsmenn náðu þó ekki að setja boltann í markið í fyrri hálfleik sem endaði því markalaus. Síðari hálfleikur hófst með látum og greinilegt að valsarar ætluðu að nýta sér liðsmuninn. Heimamenn í Víkingi virtust ekki við hugann við efnið og misstu allan damp úr sínum leik. Sigurður Egill Lárusson opnaði markareikning Valsara með marki á 48. mínútu. Hann fékk þá boltann frá Matthíasi Guðmundssyni og smellti honum með jörðinni í fjærhornið. Virkilega vel gert hjá Sigurði sem var besti leikmaður vallarins í dag. Aðeins 10 mínútum síðar bættu Valsarar svo við öðru marki þegar Arnar Sveinn Geirsson skallaði knöttinn í Damir Muminovic og af honum fór boltinn í markið. Óheppilegt sjálfsmark hjá Damir og staðan 2-0. Matthías Guðmundsson kom gestunum svo í 3-0 tveimur mínútum síðar með snaggaralegu marki eftir fína sókn. Eftir þrjiða markið héldu Valsmenn góðu taki á leiknum og kláruðu hann með tveimur góðum mörkum í uppbótatíma. Lokastaðan 5-0 í Ólafsvík í dag.Ejub Purisevic: Við misstum hausinn ,,Svona er þetta stundum þegar liðið er einum færri og lítið að keppa um. Við vorum bara ekki alveg tilbúnir og misstum hausinn í síðari hálfleik." Aðspurður um það hvort stefnan sé ekki að koma Víkingum beint upp í pepsídeildina aftur hafði Ejub lítið að segja: "Það er ekki rétti tíminn til að segja neitt um það núna. Við eigum eftir að skoða liðið og sjá hverja við getum fengið og hverjir fara, eftir það er hægt að setja markmið," sagði Ejub í leikslok.Magnús Gylfason: Heilt yfir sáttur "Við erum manni fleiri og þeir veittu okkur kannski ekki mikla mótspyrnu hér í dag. Það er skiljanlegt enda að litlu að keppa." Aðspurður um hans sýn á tímabilið sagði Magnús: "Heilt yfir er ég sáttur við tímabilið. Auðvitað hefðum við vilja vera aðeins meira inni í keppninni um evrópusæti en það kemur á næsta ári," sagði Magnús Gylfason, kumpánlegur þjálfari Valsara, í lok leiks.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira