Kynþáttafordómar

Dæmdur í þriggja ára bann fyrir kynþáttaníð í garð Sons
Stuðningsmaður Crystal Palace hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá fótboltaleikjum fyrir að beita Son Heung-min, fyrirliða Tottenham, kynþáttaníði.

Fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinand á leik United
Stuðningsmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur verið fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinad þegar sá síðarnefndi var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport.

Hafna alfarið mismunun á grundvelli húðlitar eða kynþáttar
„Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál en ég hafna því algjörlega að starfsfólk sveitarfélagsins sé að mismuna fólki eins og þarna er haldið fram,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Vinícius hrósaði Sevilla fyrir að reka rasískan aðdáanda af velli
Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, hefur hrósað Sevilla fyrir skjót og góð viðbrögð við meintu kynþáttahatri sem hann varð fyrir í leik liðanna. Hann sagði þetta vera nítjánda skiptið sem hann verði slíkum fordómum og biðlar til spænskra yfirvalda að athafna sig í þeim málaflokki.

Vallarstjóri dæmdur í sex vikna bann fyrir rasisma
Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt vallarstjóra utandeildarliðsins Rochdale í sex vikna bann fyrir kynþáttaníð.

„Þá verður farið ofan í saumana á þessu“
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir mál 19 ára manns vegna aðgerða lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar ekki komið á borð til sín enn sem komið er. Hann eigi þó von á að það berist til sín á næstunni.

„Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það“
Nítján ára maður, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa færst í aukana. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta úr hendi ríkisins.

„Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“
David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á.

Beittur kynþáttaníði og sagt að fremja sjálfsmorð
Alexander Mattison, hlaupari Minnesota Vikings í NFL-deildinni, mistókst að skora snertimark þegar hann missti boltann í tapi Víkinganna gegn Philadelphia Eagles á fimmtudag. Í kjölfarið fékk hann fjölda viðbjóðslegra skilaboða á samfélagsmiðlum.

„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina

Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt
Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar.

Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur.

„Engir múslimar hér í kvöld“ átti að vera grín
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segist ekki hafa hlaupið á sig vegna ásakana sinna á hendur konu og tveimur dætrum hennar um að hafa ætlað að hnupla tösku hans í Leifsstöð um helgina. Hann segir mynd úr matarboði í gærkvöldi sem hann birti á Facebook, þar sem Hannes sagði enga múslima vera viðstadda, hafa verið setta fram í gamansemi.

„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“
Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu.

Fékk reglulega morðhótanir frá nasistum
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði fékk ítrekað hótanir frá hægri öfgamönnum sem reynt hafa að yfirtaka heiðinn sið. Ýmis heilög tákn, svo sem sólkrossinn og þórshamarinn, séu í hættu vegna notkunar öfgahópa á þeim.

Ný lög gegn kynþáttaníði nefnd í höfuðið á Vinícius Júnior
Yfirvöld í brasilísku stórborginni Rio de Janiero hafa ákveðið að nefna ný lög gegn kynþáttaníði í höfuðið á framherja Real Madrid og brasilíska landsliðsins, Vinícius Júnior.

Ráðherra sver af sér rasíska samsæriskenningu
Innanríkisráðherra Finnlands hafnaði því að hann aðhylltist rasíska hægriöfgasamsæriskenningu og eyddi gömlum færslum á samfélagsmiðlum eftir að fjölmiðlar fjöluðu um þær um helgina. Innan við vika er frá því að annar ráðherra sagði af sér í skugga ásakana um tengsl við hægriöfgaöfl.

Banna jákvæða mismunun kynþátta
Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum.

Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi
„Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju.

„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“
Tólf ára stelpa varð fyrir aðkasti ásamt frænku sinni af hálfu sundlaugargests í Grafarvogslaug í gær vegna uppruna þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að einhver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn.

Fjársvikasíða nýnasista rakin til Kalkofnsvegar
Fyrirtækið Withheld for Privacy á Kalkofnsvegi felur upplýsingar nýnasista sem sviku fé út úr transfólki í Bandaríkjunum. Þóttust svikararnir selja hormónalyf án lyfseðils.

Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd
Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020.

Vinícius mun leiða nefnd sem berst gegn kynþáttaníði
Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins – FIFA, hefur staðfest að Vinicíus Júnior, framherji Real Madríd, muni leiða nefnd skipaða af leikmönnum. Markmið nefndarinnar er að berjast gegn kynþáttaníði.

Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið
Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos.

Brasilía mætir Spáni í vináttuleik til að berjast gegn rasisma í garð Vinícius
Brasilía og Spánn munu mætast í vináttulandsleik í mars á næsta ári þar sem markmiðið verður að berjast gegn kynþáttafordómum sem Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, hefur þurft að þola á Spáni.

Refsing Valencia fyrir kynþáttaníð í garð Vinícius milduð
Eftir áfrýjun hefur refsing spænska úrvalsdeildarfélagsins Valencia fyrir kynþáttaníði í garð Vinícius Júnior verið milduð.

Pink Floyd stjarna til rannsóknar vegna búnings
Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista.

La Liga gæti útrýmt kynþáttaníð ef deildin hefði næg völd til þess
Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, La Liga, segir að deildin gæti fækkað atvikum þar sem leikmenn deildarinnar verða fyrir kynþáttaníð umtalsvert á næstu mánuðum ef hún hefði réttu tólin til þess.

Valencia þarf að vera með tóma stúku í fimm leikjum
Spænska knattspyrnusambandið hefur brugðist hart við þeirri meðferð sem brasilíski framherjinn Vinicius Junior fékk frá stuðningsmönnum Valencia á dögunum.

Sjö handteknir grunaðir um kynþáttaníð í garð Vinícius Júnior
Spænska lögreglan hefur handtekið sjö einstaklinga vegna gruns um að hafa beitt brasilíska knattspyrnumanninn Vinicius Junior, leikmann Real Madrid, kynþáttaníði.