Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar 30. ágúst 2025 21:02 Ég er uppalin á Íslandi. Ég tala íslensku, borða kleinur með ömmu, klæðist lopapeysum og borða slátur. Móðurmál mitt er íslenska og ég tala jafn góða íslensku og hver annar unglingur fæddur á Íslandi 2007, jafnvel betri þar sem foreldrar mínir eru eldri en foreldrar flestra vina minna. En fólk hugsar ekki út í þetta og hrósar mér fyrir hvað ég tala góða íslensku. Fólk talar ekki með húðinni. Þegar fólk sér mig er augljóst að ég er ekki innfæddur mjólkurhvítur Íslendingur. Ég stend alltaf út úr hópnum vegna húðlitar míns. En það er ekkert annað sem aðgreinir mig frá innfæddum Íslendingum. Þegar ég var yngri átti ég erfitt með að skilja hvers vegna fólk talaði ekki beint við mig. Fólk spurði pabba hvort ég væri dóttir hans. Mér fannst það auðvitað skrítin spurning, hvort ég væri dóttir pabba míns. Eftir því sem ég varð eldri fór ég að átta mig á hvað fólk var að hugsa. Það var að hugsa um húðlit. Þegar ég var átta ára var ég í Melabúðinni og var þar sökuð fyrir stuld. Ég hafði sótt súkkulaði og hélt á því niður með síðunni. Eldri kona kom að mér og ásakaði mig um að ætla að stela súkkulaðinu. Hún sagðist ætla að láta afgreiðslufólkið vita ef ég skilaði ekki súkkulaðistykkinu á sinn stað. Ég labbaði undrandi til pabba og sagði honum frá þessu. Pabbi bað mig um að benda sér á konuna en þá var hún farin úr búðinni. Ég var tólf ára þegar ég fór fyrst ein í strætó. Ég skildi aldrei afhverju ég var sótt í skóla og tómstundir og afhverju ég mætti ekki bara taka strætó með vinum mínum eftir skóla. Eða fara ein. Ég spurði sjálfan mig hvað gerði mig svona ólíka öðrum að það þyrfti alltaf auka lag af öryggi í kringum mig. Af hverju mátti ég ekki bara vera eins og frjáls manneskja? Þegar ég var sex ára fór ég mikið í sund með ömmu minni. Þegar við fórum ofan í heita pottinn ríghélt amma utan um mig eins og til að passa að enginn myndi ræna mér. Ég skildi ekki afhverju. Afhverju voru öll þessi augu á mér? Af hverju fannst fólki ég eitthvað öðruvísi en hinir krakkarnir sem voru með ömmum sínum í heita pottinum? Þegar ég var sjö ára fluttum við til Parísar. Ég var stressuð að byrja í nýjum skóla, mér fannst ég vera alein og hjálparlaus. Fyrsta skóladaginn stóð ég ein á skólalóðinni og virti fyrir mér fjölbreytileikann. Hann var alls staðar. Ég sá krakka sem voru frá öllum heimshornum og engin var að glápa á annan vegna húðlitar. Ég fann að yfir mig færðist ró, vitandi að ég stæði ekki út úr eins og raunin var á Íslandi. Í París stóð ég ekki út úr eins og bólgin þumall vegna þess að ég var öðruvísi á litinn. Þegar ég heyri rætt um rasisma eða fordóma legg ég alltaf við hlustir þar sem mér finnst ég skilja báðar hliðar á peningnum. Ég er fædd í Afríku en uppalin á Íslandi. Ég upplifi mig því talsvert meiri Íslending en Afríkubúa. Ég er dökk að utan en mjólkurhvít að innan. Þegar rætt er um rasisma í fjölmiðlum hef ég tekið eftir að það er oftast rætt við eldra hvítt íslenskt fólk. Afhverju er ekki talað við okkur? Fólk sem hefur raunverulega fundið fyrir rasisma. Afhverju er ekki talað við okkur krakkana. Finnst fjölmiðlafólki við vera of ung og ekki nógu klár til að tala okkar eigin mál? Fordómar eru oft hljóðlátir Það sem margir skilja ekki, og kannski vilja ekki sjá, er að fordómar á Íslandi eru oft ekki háværir. Þeir birtast ekki sem hróp, heldur sem þögn. Fordómar birtast sem augnaráð sem segir: Þú ert ekki héðan. Sem spurningar eins og: Hvaðan ertu í alvörunni? Þótt þetta sé sagt með brosi, þá særir það samt. Ég hef verið kölluð ljótum nöfnum. Ég hef verið útilokuð úr hópum. Ég hef séð kennara og fullorðna brosa pínlega í stað þess að grípa inn í þegar ráðist er að mér með uppnefnum. Ég hef þurft að útskýra, afsaka og milda sársaukann sem ég finn en ber ekki ábyrgð á. Ég hef séð fólk verða vandræðalegt þegar ég segi rasismi, eins og það að nefna orðið rasismi sé verra en að upplifa rasisma. Hversu mikið þarf ég að gefa af mér til þess að vera samþykkt? Á ég einhvern stað, og hvar þá? Ég er fædd í apríl 2007 í Tógó, litlu, mjóu en löngu landi í Vestur Afríku. Ég kom til Íslands sama ár, daginn fyrir Þorláksmessu. Ég fór síðast til Tógó í desember í fyrra. Ég hafði lengi suðað í foreldrum mínum að fá að fara, en ég hafði ekki farið til Tógó síðan ég var sjö ára. Ég þekkti í raun engan Í Tógó. Ég hafði aldrei búið þar. Vildi ég bara komast í frið? Að losna undan augum sem horfa á mig? Að fá að falla inn í hópinn? Í fyrra voru tíu ár frá síðustu ferð minni til heimalandsins. Ég hugsaði mikið áður en ég fór. Verð ég samþykkt? Er ég meiri Tógólísa en Íslendingur þótt ég hafi aldrei búið í Tógó? Er einhver staður fyrir mig í samfélaginu úti? Er einhver staður fyrir mig í öðru hvoru samfélaginu, og þá í hvoru? Í Tógó var tekið konunglega á móti mér. Engin glápti á mig. Ég skar mig alls ekki út úr vegna húðlitar. Ég var eins og hver önnur manneskja. Mamma fékk hins vegar að finna fyrir því hvernig augu dæmdu og störðu á hana, eins og hún væri vera af annarri plánetu. Alveg eins og hefur verið gert við mig allt mitt líf. Þegar ég var yngri fannst mér mjög skrítið þegar ég sá fólk með dökkan húðlit. Ég er eina manneskjan í ættinni sem er með dökka húð þannig að ég hef alltaf verið umkringd hvítu fólki. Ég hef þurft að gefa mikið af mér til þess að eignast stað og status í íslensku samfélagi. Ég hef þurft að leggja mig meira fram og tala hærra til þess að koma mínu í gegn. Hvers vegna er það? Rasismi er lærð hegðun Þegar ég var yngri átti ég auðvelt með að eignast vini. Krakkarnir horfðu undarlega á mig en komu upp að mér og spurðu hvaðan ég væri. Ég sagðist koma frá Afríku og málið var dautt. Engin læti, engin ljót orð, engin rasismi. Því eldri sem ég varð því meira finn ég fyrir rasisma. Ég held að samfélagsmiðlarnir hafi mikil áhrif. Krakkar á öllum aldri eru inn á þessum miðlum án þess að foreldrar fylgist með. Ég held að fólk og yfirvöld séu ekki tilbúin að taka á þessu máli og líti því undan, vilji ekki vita hvað þarna fer fram. Þess vegna skrifa ég þessa grein, í von um að fólk staldri við og lesi. Ég vona að fólk opni augun fyrir hvað er að gerast í samfélaginu okkar og átti sig á að það þurfi að gera eitthvað í því. Þegar ég skrifa niður pælingar mínar finnst mér ég vera að öskra út í tómið, finnst sem enginn sé tilbúinn að bregðast við. Mér finnst fólk vera hrætt við að standa með mikilvægum málefnum. Hrætt við að vera dæmt af samfélaginu. En ástandið breytist ekki nema við höfum kjark til að breyta því. Höfundur er átján ára menntaskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Börn og uppeldi Innflytjendamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ég er uppalin á Íslandi. Ég tala íslensku, borða kleinur með ömmu, klæðist lopapeysum og borða slátur. Móðurmál mitt er íslenska og ég tala jafn góða íslensku og hver annar unglingur fæddur á Íslandi 2007, jafnvel betri þar sem foreldrar mínir eru eldri en foreldrar flestra vina minna. En fólk hugsar ekki út í þetta og hrósar mér fyrir hvað ég tala góða íslensku. Fólk talar ekki með húðinni. Þegar fólk sér mig er augljóst að ég er ekki innfæddur mjólkurhvítur Íslendingur. Ég stend alltaf út úr hópnum vegna húðlitar míns. En það er ekkert annað sem aðgreinir mig frá innfæddum Íslendingum. Þegar ég var yngri átti ég erfitt með að skilja hvers vegna fólk talaði ekki beint við mig. Fólk spurði pabba hvort ég væri dóttir hans. Mér fannst það auðvitað skrítin spurning, hvort ég væri dóttir pabba míns. Eftir því sem ég varð eldri fór ég að átta mig á hvað fólk var að hugsa. Það var að hugsa um húðlit. Þegar ég var átta ára var ég í Melabúðinni og var þar sökuð fyrir stuld. Ég hafði sótt súkkulaði og hélt á því niður með síðunni. Eldri kona kom að mér og ásakaði mig um að ætla að stela súkkulaðinu. Hún sagðist ætla að láta afgreiðslufólkið vita ef ég skilaði ekki súkkulaðistykkinu á sinn stað. Ég labbaði undrandi til pabba og sagði honum frá þessu. Pabbi bað mig um að benda sér á konuna en þá var hún farin úr búðinni. Ég var tólf ára þegar ég fór fyrst ein í strætó. Ég skildi aldrei afhverju ég var sótt í skóla og tómstundir og afhverju ég mætti ekki bara taka strætó með vinum mínum eftir skóla. Eða fara ein. Ég spurði sjálfan mig hvað gerði mig svona ólíka öðrum að það þyrfti alltaf auka lag af öryggi í kringum mig. Af hverju mátti ég ekki bara vera eins og frjáls manneskja? Þegar ég var sex ára fór ég mikið í sund með ömmu minni. Þegar við fórum ofan í heita pottinn ríghélt amma utan um mig eins og til að passa að enginn myndi ræna mér. Ég skildi ekki afhverju. Afhverju voru öll þessi augu á mér? Af hverju fannst fólki ég eitthvað öðruvísi en hinir krakkarnir sem voru með ömmum sínum í heita pottinum? Þegar ég var sjö ára fluttum við til Parísar. Ég var stressuð að byrja í nýjum skóla, mér fannst ég vera alein og hjálparlaus. Fyrsta skóladaginn stóð ég ein á skólalóðinni og virti fyrir mér fjölbreytileikann. Hann var alls staðar. Ég sá krakka sem voru frá öllum heimshornum og engin var að glápa á annan vegna húðlitar. Ég fann að yfir mig færðist ró, vitandi að ég stæði ekki út úr eins og raunin var á Íslandi. Í París stóð ég ekki út úr eins og bólgin þumall vegna þess að ég var öðruvísi á litinn. Þegar ég heyri rætt um rasisma eða fordóma legg ég alltaf við hlustir þar sem mér finnst ég skilja báðar hliðar á peningnum. Ég er fædd í Afríku en uppalin á Íslandi. Ég upplifi mig því talsvert meiri Íslending en Afríkubúa. Ég er dökk að utan en mjólkurhvít að innan. Þegar rætt er um rasisma í fjölmiðlum hef ég tekið eftir að það er oftast rætt við eldra hvítt íslenskt fólk. Afhverju er ekki talað við okkur? Fólk sem hefur raunverulega fundið fyrir rasisma. Afhverju er ekki talað við okkur krakkana. Finnst fjölmiðlafólki við vera of ung og ekki nógu klár til að tala okkar eigin mál? Fordómar eru oft hljóðlátir Það sem margir skilja ekki, og kannski vilja ekki sjá, er að fordómar á Íslandi eru oft ekki háværir. Þeir birtast ekki sem hróp, heldur sem þögn. Fordómar birtast sem augnaráð sem segir: Þú ert ekki héðan. Sem spurningar eins og: Hvaðan ertu í alvörunni? Þótt þetta sé sagt með brosi, þá særir það samt. Ég hef verið kölluð ljótum nöfnum. Ég hef verið útilokuð úr hópum. Ég hef séð kennara og fullorðna brosa pínlega í stað þess að grípa inn í þegar ráðist er að mér með uppnefnum. Ég hef þurft að útskýra, afsaka og milda sársaukann sem ég finn en ber ekki ábyrgð á. Ég hef séð fólk verða vandræðalegt þegar ég segi rasismi, eins og það að nefna orðið rasismi sé verra en að upplifa rasisma. Hversu mikið þarf ég að gefa af mér til þess að vera samþykkt? Á ég einhvern stað, og hvar þá? Ég er fædd í apríl 2007 í Tógó, litlu, mjóu en löngu landi í Vestur Afríku. Ég kom til Íslands sama ár, daginn fyrir Þorláksmessu. Ég fór síðast til Tógó í desember í fyrra. Ég hafði lengi suðað í foreldrum mínum að fá að fara, en ég hafði ekki farið til Tógó síðan ég var sjö ára. Ég þekkti í raun engan Í Tógó. Ég hafði aldrei búið þar. Vildi ég bara komast í frið? Að losna undan augum sem horfa á mig? Að fá að falla inn í hópinn? Í fyrra voru tíu ár frá síðustu ferð minni til heimalandsins. Ég hugsaði mikið áður en ég fór. Verð ég samþykkt? Er ég meiri Tógólísa en Íslendingur þótt ég hafi aldrei búið í Tógó? Er einhver staður fyrir mig í samfélaginu úti? Er einhver staður fyrir mig í öðru hvoru samfélaginu, og þá í hvoru? Í Tógó var tekið konunglega á móti mér. Engin glápti á mig. Ég skar mig alls ekki út úr vegna húðlitar. Ég var eins og hver önnur manneskja. Mamma fékk hins vegar að finna fyrir því hvernig augu dæmdu og störðu á hana, eins og hún væri vera af annarri plánetu. Alveg eins og hefur verið gert við mig allt mitt líf. Þegar ég var yngri fannst mér mjög skrítið þegar ég sá fólk með dökkan húðlit. Ég er eina manneskjan í ættinni sem er með dökka húð þannig að ég hef alltaf verið umkringd hvítu fólki. Ég hef þurft að gefa mikið af mér til þess að eignast stað og status í íslensku samfélagi. Ég hef þurft að leggja mig meira fram og tala hærra til þess að koma mínu í gegn. Hvers vegna er það? Rasismi er lærð hegðun Þegar ég var yngri átti ég auðvelt með að eignast vini. Krakkarnir horfðu undarlega á mig en komu upp að mér og spurðu hvaðan ég væri. Ég sagðist koma frá Afríku og málið var dautt. Engin læti, engin ljót orð, engin rasismi. Því eldri sem ég varð því meira finn ég fyrir rasisma. Ég held að samfélagsmiðlarnir hafi mikil áhrif. Krakkar á öllum aldri eru inn á þessum miðlum án þess að foreldrar fylgist með. Ég held að fólk og yfirvöld séu ekki tilbúin að taka á þessu máli og líti því undan, vilji ekki vita hvað þarna fer fram. Þess vegna skrifa ég þessa grein, í von um að fólk staldri við og lesi. Ég vona að fólk opni augun fyrir hvað er að gerast í samfélaginu okkar og átti sig á að það þurfi að gera eitthvað í því. Þegar ég skrifa niður pælingar mínar finnst mér ég vera að öskra út í tómið, finnst sem enginn sé tilbúinn að bregðast við. Mér finnst fólk vera hrætt við að standa með mikilvægum málefnum. Hrætt við að vera dæmt af samfélaginu. En ástandið breytist ekki nema við höfum kjark til að breyta því. Höfundur er átján ára menntaskólanemi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun