Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. október 2025 10:32 Sverrir Helgason var kjörinn í stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins á aðalfundi hreyfingarinnar 23. september í Hamraborg. Hann segist nú mánuði síðara hafa sagt sig úr stjórninni. Youtube Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. „[É]g var nú bara varamaður í stjórn, en þar sem ég vil fá að halda áfram að tjá mig og ögra eins og mig langar til án þess að það kasti rýrð á það góða starf sem á sér stað hjá ungum miðflokksmönnum þá segi ég stöðu minni þar lausri,“ skrifar Sverrir í færslu á X og birtir með skjáskot af frétt mbl.is. Sverrir segist samt langt frá því að vera hættur á samfélagsmiðlinum en hann hefur verið afar virkur og yfirlýsingaglaður þar. Hann hefur verið svo virkur að honum var boðið í útvarpsþáttinn Lestina í september sem fulltrúi öfgahægrimennsku til að ræða skautun og pólitíska umræðu. Stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins en Sverrir er lengst til vinstri á myndinni. „Þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi“ Fréttin á mbl.is sem leiddi til afsagnarinnar ber yfirskriftina „Ungur Miðflokksmaður neitar ekki að vera rasisti“. Þar er fjallað um yfirlýsingar Sverris í næstnýjasta þætti Bjórkastsins, sem hann heldur úti ásamt Jóni Þormari Pálssyni og Helga Bjarnasyni, þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var gestur. Helgi Hrafn ræddi meðal annars hvernig fór fyrir Pírötum á Alþingi í þættinum.Vísir/Vilhelm Líkt og gjarnan í þáttum Bjórkastsins barst samtalið að innflytjendum og móttöku þeirra hérlendis. Helgi Hrafn sagði höfuðmáli skipta hvernig tekið væri á móti innflytjendum. Sverrir spurði hann þá hvort það skipti ekki máli hvaðan fólk kæmi og hvort Helgi Hrafn teldi ekki mun á sómölskum manni og úkraínskum þó að báðir kæmu úr stríðshrjáðum svæðum. Sverrir lýsti því síðan yfir að menning endurspeglaði genamengi samfélaga. „Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að jafnvel þó að menn séu alveg út úr PTSD-aðir eftir stríðsátök þá skiptir menning hvers og eins lands máli,“ skaut þá Helgi Bjarnason inn í. „Ég er ekkert bara að tala um menningu heldur bara um genamengi líka. Það skiptir miklu máli, sko,“ sagði Sverrir. Helgi Hrafn gekk á Sverri. „Leyfðu mér að spyrja, ef einhver kallar þig rasista, hvernig líður þér með það?“ spurði Helgi Hrafn í kjölfarið. „Ég segi bara að ég sé race-realist,“ sagði Sverrir þá. Það hugtak mætti íslenska sem „kynþáttaraunhyggjumaður“ og lýsir væntanlega þeim sem telur sig sjá hlutina eins og þeir eru hvað varðar kynþætti. „Ekki rasisti sumsé?“ spurði Helgi þá. „Það myndi ekki trufla mig þó ég væri kallaður það... Ekki neitt,“ svaraði Sverrir. Rætt var áfram um rasisma og fannst þáttastjórnendunum þremur rasista-hugtakið ofnotað í umræðunni og búið að gengisfella það. „Bara til að hafa það alveg á hreinu, það sem að Sverrir er að segja hérna er, það er ekki einhver að kalla þetta rasisma vegna þess að allt er kallað rasimi, þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi. Höfum það alveg á hreinu,“ sagði Helgi. Hægt er að hlusta á þáttinn með Helga Hrafni í heild sinni hér að neðan: Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
„[É]g var nú bara varamaður í stjórn, en þar sem ég vil fá að halda áfram að tjá mig og ögra eins og mig langar til án þess að það kasti rýrð á það góða starf sem á sér stað hjá ungum miðflokksmönnum þá segi ég stöðu minni þar lausri,“ skrifar Sverrir í færslu á X og birtir með skjáskot af frétt mbl.is. Sverrir segist samt langt frá því að vera hættur á samfélagsmiðlinum en hann hefur verið afar virkur og yfirlýsingaglaður þar. Hann hefur verið svo virkur að honum var boðið í útvarpsþáttinn Lestina í september sem fulltrúi öfgahægrimennsku til að ræða skautun og pólitíska umræðu. Stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins en Sverrir er lengst til vinstri á myndinni. „Þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi“ Fréttin á mbl.is sem leiddi til afsagnarinnar ber yfirskriftina „Ungur Miðflokksmaður neitar ekki að vera rasisti“. Þar er fjallað um yfirlýsingar Sverris í næstnýjasta þætti Bjórkastsins, sem hann heldur úti ásamt Jóni Þormari Pálssyni og Helga Bjarnasyni, þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var gestur. Helgi Hrafn ræddi meðal annars hvernig fór fyrir Pírötum á Alþingi í þættinum.Vísir/Vilhelm Líkt og gjarnan í þáttum Bjórkastsins barst samtalið að innflytjendum og móttöku þeirra hérlendis. Helgi Hrafn sagði höfuðmáli skipta hvernig tekið væri á móti innflytjendum. Sverrir spurði hann þá hvort það skipti ekki máli hvaðan fólk kæmi og hvort Helgi Hrafn teldi ekki mun á sómölskum manni og úkraínskum þó að báðir kæmu úr stríðshrjáðum svæðum. Sverrir lýsti því síðan yfir að menning endurspeglaði genamengi samfélaga. „Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að jafnvel þó að menn séu alveg út úr PTSD-aðir eftir stríðsátök þá skiptir menning hvers og eins lands máli,“ skaut þá Helgi Bjarnason inn í. „Ég er ekkert bara að tala um menningu heldur bara um genamengi líka. Það skiptir miklu máli, sko,“ sagði Sverrir. Helgi Hrafn gekk á Sverri. „Leyfðu mér að spyrja, ef einhver kallar þig rasista, hvernig líður þér með það?“ spurði Helgi Hrafn í kjölfarið. „Ég segi bara að ég sé race-realist,“ sagði Sverrir þá. Það hugtak mætti íslenska sem „kynþáttaraunhyggjumaður“ og lýsir væntanlega þeim sem telur sig sjá hlutina eins og þeir eru hvað varðar kynþætti. „Ekki rasisti sumsé?“ spurði Helgi þá. „Það myndi ekki trufla mig þó ég væri kallaður það... Ekki neitt,“ svaraði Sverrir. Rætt var áfram um rasisma og fannst þáttastjórnendunum þremur rasista-hugtakið ofnotað í umræðunni og búið að gengisfella það. „Bara til að hafa það alveg á hreinu, það sem að Sverrir er að segja hérna er, það er ekki einhver að kalla þetta rasisma vegna þess að allt er kallað rasimi, þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi. Höfum það alveg á hreinu,“ sagði Helgi. Hægt er að hlusta á þáttinn með Helga Hrafni í heild sinni hér að neðan:
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira