Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. október 2025 10:32 Sverrir Helgason var kjörinn í stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins á aðalfundi hreyfingarinnar 23. september í Hamraborg. Hann segist nú mánuði síðara hafa sagt sig úr stjórninni. Youtube Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. „[É]g var nú bara varamaður í stjórn, en þar sem ég vil fá að halda áfram að tjá mig og ögra eins og mig langar til án þess að það kasti rýrð á það góða starf sem á sér stað hjá ungum miðflokksmönnum þá segi ég stöðu minni þar lausri,“ skrifar Sverrir í færslu á X og birtir með skjáskot af frétt mbl.is. Sverrir segist samt langt frá því að vera hættur á samfélagsmiðlinum en hann hefur verið afar virkur og yfirlýsingaglaður þar. Hann hefur verið svo virkur að honum var boðið í útvarpsþáttinn Lestina í september sem fulltrúi öfgahægrimennsku til að ræða skautun og pólitíska umræðu. Stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins en Sverrir er lengst til vinstri á myndinni. „Þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi“ Fréttin á mbl.is sem leiddi til afsagnarinnar ber yfirskriftina „Ungur Miðflokksmaður neitar ekki að vera rasisti“. Þar er fjallað um yfirlýsingar Sverris í næstnýjasta þætti Bjórkastsins, sem hann heldur úti ásamt Jóni Þormari Pálssyni og Helga Bjarnasyni, þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var gestur. Helgi Hrafn ræddi meðal annars hvernig fór fyrir Pírötum á Alþingi í þættinum.Vísir/Vilhelm Líkt og gjarnan í þáttum Bjórkastsins barst samtalið að innflytjendum og móttöku þeirra hérlendis. Helgi Hrafn sagði höfuðmáli skipta hvernig tekið væri á móti innflytjendum. Sverrir spurði hann þá hvort það skipti ekki máli hvaðan fólk kæmi og hvort Helgi Hrafn teldi ekki mun á sómölskum manni og úkraínskum þó að báðir kæmu úr stríðshrjáðum svæðum. Sverrir lýsti því síðan yfir að menning endurspeglaði genamengi samfélaga. „Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að jafnvel þó að menn séu alveg út úr PTSD-aðir eftir stríðsátök þá skiptir menning hvers og eins lands máli,“ skaut þá Helgi Bjarnason inn í. „Ég er ekkert bara að tala um menningu heldur bara um genamengi líka. Það skiptir miklu máli, sko,“ sagði Sverrir. Helgi Hrafn gekk á Sverri. „Leyfðu mér að spyrja, ef einhver kallar þig rasista, hvernig líður þér með það?“ spurði Helgi Hrafn í kjölfarið. „Ég segi bara að ég sé race-realist,“ sagði Sverrir þá. Það hugtak mætti íslenska sem „kynþáttaraunhyggjumaður“ og lýsir væntanlega þeim sem telur sig sjá hlutina eins og þeir eru hvað varðar kynþætti. „Ekki rasisti sumsé?“ spurði Helgi þá. „Það myndi ekki trufla mig þó ég væri kallaður það... Ekki neitt,“ svaraði Sverrir. Rætt var áfram um rasisma og fannst þáttastjórnendunum þremur rasista-hugtakið ofnotað í umræðunni og búið að gengisfella það. „Bara til að hafa það alveg á hreinu, það sem að Sverrir er að segja hérna er, það er ekki einhver að kalla þetta rasisma vegna þess að allt er kallað rasimi, þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi. Höfum það alveg á hreinu,“ sagði Helgi. Hægt er að hlusta á þáttinn með Helga Hrafni í heild sinni hér að neðan: Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Sjá meira
„[É]g var nú bara varamaður í stjórn, en þar sem ég vil fá að halda áfram að tjá mig og ögra eins og mig langar til án þess að það kasti rýrð á það góða starf sem á sér stað hjá ungum miðflokksmönnum þá segi ég stöðu minni þar lausri,“ skrifar Sverrir í færslu á X og birtir með skjáskot af frétt mbl.is. Sverrir segist samt langt frá því að vera hættur á samfélagsmiðlinum en hann hefur verið afar virkur og yfirlýsingaglaður þar. Hann hefur verið svo virkur að honum var boðið í útvarpsþáttinn Lestina í september sem fulltrúi öfgahægrimennsku til að ræða skautun og pólitíska umræðu. Stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins en Sverrir er lengst til vinstri á myndinni. „Þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi“ Fréttin á mbl.is sem leiddi til afsagnarinnar ber yfirskriftina „Ungur Miðflokksmaður neitar ekki að vera rasisti“. Þar er fjallað um yfirlýsingar Sverris í næstnýjasta þætti Bjórkastsins, sem hann heldur úti ásamt Jóni Þormari Pálssyni og Helga Bjarnasyni, þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var gestur. Helgi Hrafn ræddi meðal annars hvernig fór fyrir Pírötum á Alþingi í þættinum.Vísir/Vilhelm Líkt og gjarnan í þáttum Bjórkastsins barst samtalið að innflytjendum og móttöku þeirra hérlendis. Helgi Hrafn sagði höfuðmáli skipta hvernig tekið væri á móti innflytjendum. Sverrir spurði hann þá hvort það skipti ekki máli hvaðan fólk kæmi og hvort Helgi Hrafn teldi ekki mun á sómölskum manni og úkraínskum þó að báðir kæmu úr stríðshrjáðum svæðum. Sverrir lýsti því síðan yfir að menning endurspeglaði genamengi samfélaga. „Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að jafnvel þó að menn séu alveg út úr PTSD-aðir eftir stríðsátök þá skiptir menning hvers og eins lands máli,“ skaut þá Helgi Bjarnason inn í. „Ég er ekkert bara að tala um menningu heldur bara um genamengi líka. Það skiptir miklu máli, sko,“ sagði Sverrir. Helgi Hrafn gekk á Sverri. „Leyfðu mér að spyrja, ef einhver kallar þig rasista, hvernig líður þér með það?“ spurði Helgi Hrafn í kjölfarið. „Ég segi bara að ég sé race-realist,“ sagði Sverrir þá. Það hugtak mætti íslenska sem „kynþáttaraunhyggjumaður“ og lýsir væntanlega þeim sem telur sig sjá hlutina eins og þeir eru hvað varðar kynþætti. „Ekki rasisti sumsé?“ spurði Helgi þá. „Það myndi ekki trufla mig þó ég væri kallaður það... Ekki neitt,“ svaraði Sverrir. Rætt var áfram um rasisma og fannst þáttastjórnendunum þremur rasista-hugtakið ofnotað í umræðunni og búið að gengisfella það. „Bara til að hafa það alveg á hreinu, það sem að Sverrir er að segja hérna er, það er ekki einhver að kalla þetta rasisma vegna þess að allt er kallað rasimi, þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi. Höfum það alveg á hreinu,“ sagði Helgi. Hægt er að hlusta á þáttinn með Helga Hrafni í heild sinni hér að neðan:
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent