Innlent

Fréttamynd

Framboðsmál R listans óljós

Samfylkingin og Vinstri grænir eru óhress með þá tillögu Framsóknarmanna að þeir fái tvö örugg sæti á R-listanum þrátt fyrir að skoðanakönnun bendi til þess að Framsóknarflokkurinn fái engan borgarfulltrúa kjörinn í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Innlent
Fréttamynd

Verðstríð enn í gangi

Hægt er að ganga út með tvo fulla innkaupapoka á verði eins eftir því hvar fólk verslar í matinn. Verðmunur á einstökum vörutegundum milli matvöruverslana getur numið meira en þúsund prósentum.  Þetta kemur fram í könnun sem verðlagseftirlits ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Kauptilboð í Somerfield í óvissu

Einhverjir hinna erlendu aðila sem standa að kauptilboði í stórverslanakeðjuna Somerfield ásamt Baugi hafa hótað að hætta við tilboð sín, ef Baugur dregur sig ekki út úr hópnum, að sögn Financial Times. Ástæðan er ákæran, sem Ríkislögreglustjóri hefur gefið út á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, og fleirum.

Innlent
Fréttamynd

Býður hús fyrir störf að sunnan

Viðræður eru hafnar milli Kaupfélags Eyfirðinga og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um flutning opinberra verkefna til Akureyrar. Jafnframt á KEA í viðræðum við einkafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um opnun starfsstöðva á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Icelandic Group með afkomuviðvörun

Icelandic Group hefur sent frá sér afkomuviðvörun og lækkuðu hlutabréf fyrirtækisins lítillega í morgun. Samþætting rekstrar Icelandic Group hf. og Sjóvíkur ehf. stendur yfir og unnið er að heildarstefnumótun sameinaðs félags en áætlanir og framtíðarsýn sameinaðs fyritækis verða kynntar í lok ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Sorpa greiðir fyrir bylgjupappa

Sorpa greiðir nú fyrirtækjum fyrir skil á bylgjupappa og filmuplasti. Sorpa vonast til þess að greiðslan verði fyrirtækjum hvati til að flokka úrgang betur og skila til endurvinnslu.

Innlent
Fréttamynd

Skilorð fyrir kannabisræktun

Þrír karlmenn og ein kona, öll á fimmtugsaldri voru fundin sek um vörslu fíkniefna og ræktun kannabisefna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ræktunin fór fram í haughúsi við sveitabæ í Ölfusi. Einn karlmaðurinn hlaut 7 mánaða fangelsi, annar hlaut 6 mánuði og sá þriðji 4 mánuði en konan 45 daga og er refsing þeirra allra skilorðsbundin til tveggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Erilsamt hjá lögreglu í Borgarnesi

Frá því á föstudaginn hafa 49 ökumenn verið teknir af lögreglunni í Borgarnesi. Þeir voru allir teknir fyrir að keyra yfir hámarkshraða fyrir utan einn sem stöðvaður var grunaður um ölvun við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Geitungar á sveimi

Geitungar hafa verið á sveimi á höfuðborgarsvæðinu og er geitungabú víða að finna. Ástandið er þó aðeins svipur hjá þeirri sjón sem blasti við fyrir tveimur árum.Það er ekki fyrir hvern sem er að ráðast til atlögu þegar geitungabúin eru annars vegar. Þessi hvimleiðu skordýr geta verið árásargjörn og það er ekki gott að vera stunginn af þeim.

Innlent
Fréttamynd

Júlílaun kennara skert

Júlílaun grunnskólakennara á meðallaunum eru skert um rúmlega áttatíu þúsund krónur vegna verkfallsins í fyrrahaust.

Innlent
Fréttamynd

Úttekt á peningaþvætti

Innan skamms verður gerð úttekt á því hvernig Íslendingar séu í stakk búnir að takast á við alþjóðlegt peningaþvætti. Iðnaðarráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra móta hugmyndir um hvernig best sé að standa að málum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun

Innlent
Fréttamynd

Svara spurningum í ágúst

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, eru báðir í sumarfríi fram í ágúst. Hjá embættinu fengust þau svör að trúlega gætu þeir einir svarað spurningum tengdum rannsókninni á Baugsmálinu svokallaða, en komið hefur fram alvarleg gagnrýni á hana og eins á skipulag embættisins.

Innlent
Fréttamynd

24 sækja um forstjórastöðu

Tuttugu og fjórir sóttu um embætti forstjóra nýrrar landbúnaðarstofnunar sem tekur til starfa á Selfossi um næstu áramót. Forstjórinn verður skipaður frá 1. ágúst og mun hann ráða allt starfsfólk stofnunarinnar. Um 50 manns munu starfa hjá stofnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Mesta úrkoma í þrjá áratugi

33 ár eru síðan Akureyringar máttu þola vætusamari júnímánuð en þann sem er nýbúinn. Úrkoman mældist 55 millímetrar í síðasta mánuði og er það tvöfalt meira en meðalúrkoman á þessum árstíma. Fara þarf aftur til ársins 1972 til að finna dæmi um meiri úrkomu á Akureyri í júní, þá var úrkoman 112 millímetrar.

Innlent
Fréttamynd

Sólarstundir í Reykjavík í júlí

Sólarstundir í Reykjavík í júní voru 208 og er það 40 stundum meira en í meðalári. Þá var júnímánuður einni og hálfri gráðu hlýrri en í meðalári, en meðalhitinn var tíu og hálf gráða, að því er kemur fram í tíðarfarsyfirliti frá Veðurstofunni.

Innlent
Fréttamynd

Margir um hituna í Kópavogi

Miklar annir voru hjá bæjarskipulagi Kópavogs í gær en þá rann út frestur til að skila inn umsóknum vegna úthlutunar byggingaréttar fyrir íbúðir í fyrirhuguðu Þingahverfi við Elliðavatn.

Innlent
Fréttamynd

Líks leitað í Grafarvogi

Lögreglumenn og slökkviliðsmenn leituðu í gærkvöld að líki við Gullinbrú í Reykjavík. Leitin hófst eftir að barn sagði frá því að það hefði séð lík á floti þar sem það var á ferð. Að sögn lögreglu var lýsing barnsins þannig að ekki var annað hægt en að hefja leit af fullri alvöru.

Innlent
Fréttamynd

Viðgerð hafin á ljósleiðara

Viðgerðarmenn símans eru byrjaðir að gera við ljósleiðarann, sem rofnaði á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar í gær vegna skriðufalla. Útsendingar ríkissjónvarpsins hafa legið niðri á sunnanverðum Austfjörðum vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður pallbíls lést í árekstri

Ökumaður pallbíls lést er hann lenti í árekstri við rútu á Biskupstungnabraut við Minni Borg í Grímsnesi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Ökumaðurinn er talinn hafa látist samstundis. Fjörtíu og fjórir erlendir ferðamenn voru í rútunni og voru þrír þeirra fluttir á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi.

Innlent
Fréttamynd

Viðurlög við kaupum á vélaolíu

Ef þú kaupir notaðan fólksbíl sem einhvern tíma hefur verið tekin vélaolía á, ert það þú sem færð sektina ef upp kemst um málið en ekki fyrri eigandi. Sektin getur numið tugum þúsunda króna. Sindri Sindrason veit meira um málið.

Innlent
Fréttamynd

Gefa lóðir og greiða styrk

Gjaldfrjáls leikskóli frá næsta hausti, fríar byggingarlóðir og byggingarframlag að upphæð 17.500 krónur á fermetrann er lausn sveitarstjórnarinnar í Súðavík til að fjölga íbúum bæjarins um fjörutíu næstu fimm árin.

Innlent
Fréttamynd

Skera upp herör gegn skottusölum

Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir að nú verði skorin upp herör gegn skottusölum í landinu. Hann á við að farið verði í átak gegn mönnum sem komi fram sem fasteignasalar uppfylli ekki lagakröfur sem gerðar eru til fasteignasala.

Innlent
Fréttamynd

Settjarnir við Elliðaár

"Þetta eru mengunargildrur, settjarnir sem sía yfirfallsvatn áður en það rennur í árnar," segir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi um settjarnir sem búið er að gera við Elliðaárnar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

23 umsækjendur

Landbúnaðarstofnun tekur til starfa samkvæmt nýjum lögum 1. janúar 2006, en hún sameinar stofnanir, embætti og verkefni á sviði stjórnsýslu og eftirlits innan landbúnaðarins í eina stofnun. Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Landbúnaðarstofnunar var til 21. júní og bárust 23 umsóknir, en forstjórinn tekur til starfa 1. ágúst 2005.

Innlent
Fréttamynd

Samskip kaupir Seawheel

Samskip hafa keypt breska skipafélagið Seawheel og verður rekstur þess sameinaður gámaflutningastarfsemi Samskipa í Evrópu. Fyrr á árinu keyptu Samskip hollenska flutningafyrirtækið Geest North Sea Line og varð félagið þar með eitt stærsta gámaflutningafélag í siglingum innan Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Hjón slasast í gassprengingu

Maður og kona fengu annars og þriðja stigs bruna eftir gassprengingu á tjaldstæðinu í Bjarkarlundi í fyrrakvöld. Maðurinn var inni í hjólhýsi sínu ásamt konunni að skipta um gaskút þegar upp kom gasleki. Sprengingin varð þegar gasið komst í snertingu við loga sem var á gashellu inni í hjólhýsinu.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaðaraukning í Kauphöllinni

Hagnaður 18 félaga í Kauphöll Íslands verður rúmir 40 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi þessar árs og er það 237 prósent meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þessu spáir greiningardeild KB banka í riti um þróun og horfur á hlutabréfamarkaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Lík í sjónum við Gullinbrú?

Lögregla og slökkvilið voru með mikinn viðbúnað við Gullinbrú í Grafarvogi síðdegis eftir að vegfarendur töldu sig hafa séð lík í sjónum við brúna. Lögreglumenn mættu á gúmmíbáti en þrátt fyrir ákafa leit hafði ekkert fundist skömmu fyrir fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Frekara tjóni afstýrt

Slökkviliðið var kallað í íþróttahúsið á Seltjarnarnesi eftir að vart varð um vatnsleka í fyrradag. Fimm sentímetra vatnslag lá þá yfir um tvö hundruð fermetrum í sal á efri hæð og í andyri.

Innlent