Innlent

Ökumaður pallbíls lést í árekstri

Ökumaður pallbíls lést er hann lenti í árekstri við rútu á Biskupstungnabraut við Minni Borg í Grímsnesi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Ökumaðurinn er talinn hafa látist samstundis. Fjörtíu og fjórir erlendir ferðamenn voru í rútunni og voru þrír þeirra fluttir á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi, en meiðsl þeirra voru minniháttar. Aðrir farþegar voru fluttir af vettvangi með rútu. Mikill viðbúnaður fór í gang þegar tilkynnt var um slysið og meðal annars var þyrla landhelgisgæslunnar send af stað en var fljótlega snúið við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×