Innlent

Kauptilboð í Somerfield í óvissu

Einhverjir hinna erlendu aðila sem standa að kauptilboði í stórverslanakeðjuna Somerfield ásamt Baugi hafa hótað að hætta við tilboð sín, ef Baugur dregur sig ekki út úr hópnum, að sögn Financial Times. Ástæðan er ákæran, sem Ríkislögreglustjóri hefur gefið út á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, og fleirum. Blaðið segir að eitt fyrirtækið í hópnum óttist að málið muni hafa slæm áhrif og aðrir segja að Baugur kunni að eiga í erfiðleikum með að tryggja stuðning banka við kaupin, vegna ákærunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×