Innlent

Margir um hituna í Kópavogi

Miklar annir voru hjá bæjarskipulagi Kópavogs í gær en þá rann út frestur til að skila inn umsóknum vegna úthlutunar byggingaréttar fyrir íbúðir í fyrirhuguðu Þingahverfi við Elliðavatn. Ekki lá nákvæmlega fyrir hversu margar umsóknir bárust í heildina áður en frestinum lauk en talið að um tvö til þrjú þúsund hefðu borist áður en yfir lauk. Er það í samræmi við fyrri úthlutanir en gríðarleg eftirspurn virðist vera á stærri lóðum eins og þeim sem til stendur að byggja á í Þingahverfi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×