Innlent

Settjarnir við Elliðaár

"Þetta eru mengunargildrur, settjarnir sem sía yfirfallsvatn áður en það rennur í árnar," segir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi um settjarnir sem búið er að gera við Elliðaárnar í Reykjavík. Hann segir að uppsetning tjarnanna sé mikið framfaraspor í umhverfismálum borgarinnar. "Til dæmis var einu sinni klórmengun frá Árbæjarsundlaug þegar vatn frá henni rann í ána, en nú gæti það ekki gerst," segir Stefán. Yfirborðsvatn og vatn úr ræsum fer í grunnar settjarnirnar og síast í sérhönnuðum malarbotni áður en það er leitt fram hjá ánum eða veitt hreinsuðu í þær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×