Viðskipti innlent

Fram­kvæmda­stjórinn hættir og níu sagt upp

Atli Ísleifsson skrifar
Höfuðstöðvar Vélfags eru á Akureyri en fyrirtækið selur ýmsan hátæknibúnað fyrir fiskiðnað.
Höfuðstöðvar Vélfags eru á Akureyri en fyrirtækið selur ýmsan hátæknibúnað fyrir fiskiðnað. Vélfag

Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp.

Þetta staðfestir Ivan Nicolai Kaufmann, meirihlutaeigandi Vélfags í gegnum félag sem er skráð í Hong Kong, í samtali við Morgunblaðið. Þetta gerist vegna efnahagslega þvingana sem fyrirtækið sætir vegna tengsla við Rússland.

Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn rússneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Fyrri eigandi fyrirtækisins, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum.

Kaufmann, sem á 82 prósenta hlut í Vélfagi, hefur gagnrýnt bæði utanríkisráðuneytið og Arion banka og segir hafa komið fram af litlum sveigjanleika. Þá skorti skilning á alþjóðlegum viðskiptum og reglum.

Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 og þróar hátæknilausnir fyrir fiskiðnað.


Tengdar fréttir

Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna

Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka.

Tengist ekki skuggaflota Rússlands

Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×