Skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi 4. júlí 2005 00:01 Ísland hefur ánetjast; það er flækt í net alþjóðlegra glæpamanna. Íslenski fíkniefnamarkaðurinn stækkar og erlend glæpasamtök renna hýru auga til hans. Ísland er ekki lengur lítil eyja í Atlantshafinu. Evrópa er orðinn stór markaður og sá íslenski þykir áhugaverður fyrir erlend glæpasamtök sem starfa á sviði fíkniefnasölu, fjársvika og annarrar glæpastarfsemi. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir alþjóðlega glæpastarfsemi hafa skotið hér rótum og sjáist það best á umfanginu þessarar starfsemi. Hann segist geta fullyrt að skipulögð glæpastarfsemi sé búin að skjóta hér rótum. Afbrot sem tengjast útlöndum eru á könnu alþjóðadeildar Ríkislögreglustjórans. Yfirmaður hennar, Smári Sigurðsson, hefur þungar áhyggjur af þróuninni. og segir hana vera orðna skipulagða og að allir sem að þessu koma eru sammála um að skipulagið sé orðið meira í glæpastarfseminni. Breytt neyslumynstur á Íslandi hefur vakið athygli alþjóðlegra glæpahringa. Stefán Máni segir að þetta sé vímuheimur og að fólk sé fljótt að aðlaga sig breyttum hugsunarhætti. Það sé lengi úti á lífinu, djammið sé átta tíma vakt og mörgum finnist ekkert tiltökumál að dópa og flestir líti ekki á sig sem dópista. Stefán Máni veit sínu viti; hann kafaði oní í undirheima Reykjavíkur í efnisöflun fyrir metsölubók sína um jólin. Fréttastofan hefur líka talað við mann sem hefur mikil tengsl við þennan heim - þekkir ofbeldið - og hét honum nafnleynd. Hann sagði fíknefnamarkaðinn á Íslandi vera orðin alveg „gígantískan“ og hann segir að sé komið inn á skemmtistað seint að kvöldi þá séu áttatíu prósent gesta þar inni að nota eiturlyf. Hann sagði að þetta væri orðið algengt á Íslandi og hann flokkar þá sem helgardjammara. Margir koma við sögu. Samt er starfsemin ekki sýnileg á götum Reykjavíkur. Grammið af kókaíni kostar 15 þúsund kall. Álagningin, er fimmtánföld! Hinn nafnlausi segir að séu Íslendingar í skuld hjá útlendingum þá sé tekið miklu harðar á þeim og hann segir að fólk fari ekki til læknis heldur sé tjaslað upp á það í heimahúsum. Lögreglan verður sífellt meira vör við að útlendingar komi við sögu fíkniefnamála hérlendis, við smyglið sjálft, skipulagningu þess og fjármögnum. Staðreyndirnar; þær tala sínu máli. Smári Sigurðsson segir upplýsingar frá Interpol benda til þess að ferðaleiðir burðardýra með kókaín séu með þeim hætti að á bak við þau standi skipulögð starfsemi í samræmi við það sem gerist í Evrópu. Og að Ísland sé hluti af þeim markaði. Sérstakur hópur hjá embætti Ríkislögreglustjórans vinnur gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Fréttastofan hefur fengið takmarkaðan aðgang að trúnaðargögnum þess hóps, gögnum sem byggjast á samstarfi við Evrópulögregluna Evrópól. Allt ber að sama brunni - Ísland er flækt í netið. Jón Óttar Ólafsson segir að eftirspurn eftir harðari efnum á Íslandi sé sýnileg í auknum fjölda manna sem koma frá löndum í Evrópu sem framleiða slík efni. Óttinn við hefndaraðgerðir er slíkur að maður, sem tengist undirheimum Reykjavíkur og rætt var við í fréttinni, taldi ekki fullnægjandi að við breyttum rödd hans á segulbandinu; þess vegna létum við leikara lesa ummæli hans. Aðrir í svipaðri stöðu vildu ekkert við okkur tala. Á morgun segjum við frá erlendum klíkum sem hafa komið sér upp söluneti fíkniefna hér á landi. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Ísland hefur ánetjast; það er flækt í net alþjóðlegra glæpamanna. Íslenski fíkniefnamarkaðurinn stækkar og erlend glæpasamtök renna hýru auga til hans. Ísland er ekki lengur lítil eyja í Atlantshafinu. Evrópa er orðinn stór markaður og sá íslenski þykir áhugaverður fyrir erlend glæpasamtök sem starfa á sviði fíkniefnasölu, fjársvika og annarrar glæpastarfsemi. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir alþjóðlega glæpastarfsemi hafa skotið hér rótum og sjáist það best á umfanginu þessarar starfsemi. Hann segist geta fullyrt að skipulögð glæpastarfsemi sé búin að skjóta hér rótum. Afbrot sem tengjast útlöndum eru á könnu alþjóðadeildar Ríkislögreglustjórans. Yfirmaður hennar, Smári Sigurðsson, hefur þungar áhyggjur af þróuninni. og segir hana vera orðna skipulagða og að allir sem að þessu koma eru sammála um að skipulagið sé orðið meira í glæpastarfseminni. Breytt neyslumynstur á Íslandi hefur vakið athygli alþjóðlegra glæpahringa. Stefán Máni segir að þetta sé vímuheimur og að fólk sé fljótt að aðlaga sig breyttum hugsunarhætti. Það sé lengi úti á lífinu, djammið sé átta tíma vakt og mörgum finnist ekkert tiltökumál að dópa og flestir líti ekki á sig sem dópista. Stefán Máni veit sínu viti; hann kafaði oní í undirheima Reykjavíkur í efnisöflun fyrir metsölubók sína um jólin. Fréttastofan hefur líka talað við mann sem hefur mikil tengsl við þennan heim - þekkir ofbeldið - og hét honum nafnleynd. Hann sagði fíknefnamarkaðinn á Íslandi vera orðin alveg „gígantískan“ og hann segir að sé komið inn á skemmtistað seint að kvöldi þá séu áttatíu prósent gesta þar inni að nota eiturlyf. Hann sagði að þetta væri orðið algengt á Íslandi og hann flokkar þá sem helgardjammara. Margir koma við sögu. Samt er starfsemin ekki sýnileg á götum Reykjavíkur. Grammið af kókaíni kostar 15 þúsund kall. Álagningin, er fimmtánföld! Hinn nafnlausi segir að séu Íslendingar í skuld hjá útlendingum þá sé tekið miklu harðar á þeim og hann segir að fólk fari ekki til læknis heldur sé tjaslað upp á það í heimahúsum. Lögreglan verður sífellt meira vör við að útlendingar komi við sögu fíkniefnamála hérlendis, við smyglið sjálft, skipulagningu þess og fjármögnum. Staðreyndirnar; þær tala sínu máli. Smári Sigurðsson segir upplýsingar frá Interpol benda til þess að ferðaleiðir burðardýra með kókaín séu með þeim hætti að á bak við þau standi skipulögð starfsemi í samræmi við það sem gerist í Evrópu. Og að Ísland sé hluti af þeim markaði. Sérstakur hópur hjá embætti Ríkislögreglustjórans vinnur gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Fréttastofan hefur fengið takmarkaðan aðgang að trúnaðargögnum þess hóps, gögnum sem byggjast á samstarfi við Evrópulögregluna Evrópól. Allt ber að sama brunni - Ísland er flækt í netið. Jón Óttar Ólafsson segir að eftirspurn eftir harðari efnum á Íslandi sé sýnileg í auknum fjölda manna sem koma frá löndum í Evrópu sem framleiða slík efni. Óttinn við hefndaraðgerðir er slíkur að maður, sem tengist undirheimum Reykjavíkur og rætt var við í fréttinni, taldi ekki fullnægjandi að við breyttum rödd hans á segulbandinu; þess vegna létum við leikara lesa ummæli hans. Aðrir í svipaðri stöðu vildu ekkert við okkur tala. Á morgun segjum við frá erlendum klíkum sem hafa komið sér upp söluneti fíkniefna hér á landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira