Skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi 4. júlí 2005 00:01 Ísland hefur ánetjast; það er flækt í net alþjóðlegra glæpamanna. Íslenski fíkniefnamarkaðurinn stækkar og erlend glæpasamtök renna hýru auga til hans. Ísland er ekki lengur lítil eyja í Atlantshafinu. Evrópa er orðinn stór markaður og sá íslenski þykir áhugaverður fyrir erlend glæpasamtök sem starfa á sviði fíkniefnasölu, fjársvika og annarrar glæpastarfsemi. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir alþjóðlega glæpastarfsemi hafa skotið hér rótum og sjáist það best á umfanginu þessarar starfsemi. Hann segist geta fullyrt að skipulögð glæpastarfsemi sé búin að skjóta hér rótum. Afbrot sem tengjast útlöndum eru á könnu alþjóðadeildar Ríkislögreglustjórans. Yfirmaður hennar, Smári Sigurðsson, hefur þungar áhyggjur af þróuninni. og segir hana vera orðna skipulagða og að allir sem að þessu koma eru sammála um að skipulagið sé orðið meira í glæpastarfseminni. Breytt neyslumynstur á Íslandi hefur vakið athygli alþjóðlegra glæpahringa. Stefán Máni segir að þetta sé vímuheimur og að fólk sé fljótt að aðlaga sig breyttum hugsunarhætti. Það sé lengi úti á lífinu, djammið sé átta tíma vakt og mörgum finnist ekkert tiltökumál að dópa og flestir líti ekki á sig sem dópista. Stefán Máni veit sínu viti; hann kafaði oní í undirheima Reykjavíkur í efnisöflun fyrir metsölubók sína um jólin. Fréttastofan hefur líka talað við mann sem hefur mikil tengsl við þennan heim - þekkir ofbeldið - og hét honum nafnleynd. Hann sagði fíknefnamarkaðinn á Íslandi vera orðin alveg „gígantískan“ og hann segir að sé komið inn á skemmtistað seint að kvöldi þá séu áttatíu prósent gesta þar inni að nota eiturlyf. Hann sagði að þetta væri orðið algengt á Íslandi og hann flokkar þá sem helgardjammara. Margir koma við sögu. Samt er starfsemin ekki sýnileg á götum Reykjavíkur. Grammið af kókaíni kostar 15 þúsund kall. Álagningin, er fimmtánföld! Hinn nafnlausi segir að séu Íslendingar í skuld hjá útlendingum þá sé tekið miklu harðar á þeim og hann segir að fólk fari ekki til læknis heldur sé tjaslað upp á það í heimahúsum. Lögreglan verður sífellt meira vör við að útlendingar komi við sögu fíkniefnamála hérlendis, við smyglið sjálft, skipulagningu þess og fjármögnum. Staðreyndirnar; þær tala sínu máli. Smári Sigurðsson segir upplýsingar frá Interpol benda til þess að ferðaleiðir burðardýra með kókaín séu með þeim hætti að á bak við þau standi skipulögð starfsemi í samræmi við það sem gerist í Evrópu. Og að Ísland sé hluti af þeim markaði. Sérstakur hópur hjá embætti Ríkislögreglustjórans vinnur gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Fréttastofan hefur fengið takmarkaðan aðgang að trúnaðargögnum þess hóps, gögnum sem byggjast á samstarfi við Evrópulögregluna Evrópól. Allt ber að sama brunni - Ísland er flækt í netið. Jón Óttar Ólafsson segir að eftirspurn eftir harðari efnum á Íslandi sé sýnileg í auknum fjölda manna sem koma frá löndum í Evrópu sem framleiða slík efni. Óttinn við hefndaraðgerðir er slíkur að maður, sem tengist undirheimum Reykjavíkur og rætt var við í fréttinni, taldi ekki fullnægjandi að við breyttum rödd hans á segulbandinu; þess vegna létum við leikara lesa ummæli hans. Aðrir í svipaðri stöðu vildu ekkert við okkur tala. Á morgun segjum við frá erlendum klíkum sem hafa komið sér upp söluneti fíkniefna hér á landi. Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Ísland hefur ánetjast; það er flækt í net alþjóðlegra glæpamanna. Íslenski fíkniefnamarkaðurinn stækkar og erlend glæpasamtök renna hýru auga til hans. Ísland er ekki lengur lítil eyja í Atlantshafinu. Evrópa er orðinn stór markaður og sá íslenski þykir áhugaverður fyrir erlend glæpasamtök sem starfa á sviði fíkniefnasölu, fjársvika og annarrar glæpastarfsemi. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir alþjóðlega glæpastarfsemi hafa skotið hér rótum og sjáist það best á umfanginu þessarar starfsemi. Hann segist geta fullyrt að skipulögð glæpastarfsemi sé búin að skjóta hér rótum. Afbrot sem tengjast útlöndum eru á könnu alþjóðadeildar Ríkislögreglustjórans. Yfirmaður hennar, Smári Sigurðsson, hefur þungar áhyggjur af þróuninni. og segir hana vera orðna skipulagða og að allir sem að þessu koma eru sammála um að skipulagið sé orðið meira í glæpastarfseminni. Breytt neyslumynstur á Íslandi hefur vakið athygli alþjóðlegra glæpahringa. Stefán Máni segir að þetta sé vímuheimur og að fólk sé fljótt að aðlaga sig breyttum hugsunarhætti. Það sé lengi úti á lífinu, djammið sé átta tíma vakt og mörgum finnist ekkert tiltökumál að dópa og flestir líti ekki á sig sem dópista. Stefán Máni veit sínu viti; hann kafaði oní í undirheima Reykjavíkur í efnisöflun fyrir metsölubók sína um jólin. Fréttastofan hefur líka talað við mann sem hefur mikil tengsl við þennan heim - þekkir ofbeldið - og hét honum nafnleynd. Hann sagði fíknefnamarkaðinn á Íslandi vera orðin alveg „gígantískan“ og hann segir að sé komið inn á skemmtistað seint að kvöldi þá séu áttatíu prósent gesta þar inni að nota eiturlyf. Hann sagði að þetta væri orðið algengt á Íslandi og hann flokkar þá sem helgardjammara. Margir koma við sögu. Samt er starfsemin ekki sýnileg á götum Reykjavíkur. Grammið af kókaíni kostar 15 þúsund kall. Álagningin, er fimmtánföld! Hinn nafnlausi segir að séu Íslendingar í skuld hjá útlendingum þá sé tekið miklu harðar á þeim og hann segir að fólk fari ekki til læknis heldur sé tjaslað upp á það í heimahúsum. Lögreglan verður sífellt meira vör við að útlendingar komi við sögu fíkniefnamála hérlendis, við smyglið sjálft, skipulagningu þess og fjármögnum. Staðreyndirnar; þær tala sínu máli. Smári Sigurðsson segir upplýsingar frá Interpol benda til þess að ferðaleiðir burðardýra með kókaín séu með þeim hætti að á bak við þau standi skipulögð starfsemi í samræmi við það sem gerist í Evrópu. Og að Ísland sé hluti af þeim markaði. Sérstakur hópur hjá embætti Ríkislögreglustjórans vinnur gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Fréttastofan hefur fengið takmarkaðan aðgang að trúnaðargögnum þess hóps, gögnum sem byggjast á samstarfi við Evrópulögregluna Evrópól. Allt ber að sama brunni - Ísland er flækt í netið. Jón Óttar Ólafsson segir að eftirspurn eftir harðari efnum á Íslandi sé sýnileg í auknum fjölda manna sem koma frá löndum í Evrópu sem framleiða slík efni. Óttinn við hefndaraðgerðir er slíkur að maður, sem tengist undirheimum Reykjavíkur og rætt var við í fréttinni, taldi ekki fullnægjandi að við breyttum rödd hans á segulbandinu; þess vegna létum við leikara lesa ummæli hans. Aðrir í svipaðri stöðu vildu ekkert við okkur tala. Á morgun segjum við frá erlendum klíkum sem hafa komið sér upp söluneti fíkniefna hér á landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira