Innlent

Sorpa greiðir fyrir bylgjupappa

Sorpa greiðir nú fyrirtækjum fyrir skil á bylgjupappa og filmuplasti. Sorpa vonast til þess að greiðslan verði fyrirtækjum hvati til að flokka úrgang betur og skila til endurvinnslu. Breytingin gæti minnkað sorpurðun um tíu til fimmtán þúsund tonn eða sem samsvarar rúmmáli fimm Hallgrímskirkjuturna. Um straumhvörf í endurvinnslu á Íslandi er að ræða því hugsanlegt er að greitt verði fyrir fleiri flokka úrgangs í framtíðinni. Greitt er eftir þyngd úrgangsins mánaðarlega og aðeins er tekið við flokkuðum bylgjupappa og filmuplasti í móttökustöðinni í Gufunesi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×