Innlent

Lík í sjónum við Gullinbrú?

Lögregla og slökkvilið voru með mikinn viðbúnað við Gullinbrú í Grafarvogi síðdegis eftir að vegfarendur töldu sig hafa séð lík í sjónum við brúna. Lögreglumenn mættu á gúmmíbáti en þrátt fyrir ákafa leit hafði ekkert fundist skömmu fyrir fréttir. Nokkuð straumhart er við Gullinbrú en gerðar hafa verið ráðstafanir til að koma í veg fyrir að líkið berist á brott með straumnum, ef um lík var að ræða. Ganga á fjörur á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×