Innlent

Frekara tjóni afstýrt

Slökkviliðið var kallað í íþróttahúsið á Seltjarnarnesi eftir að vart varð um vatnsleka í gærmorgun. Fimm sentímetra vatnslag lá þá yfir um tvö hundruð fermetrum í sal á efri hæð og í andyri. Brotist hafði verið inn um glugga, skápur brotinn upp og dvd-spilari hafður á brott. Þjófarnir höfðu því sem næst skrúfað frá brunaslöngu og látið sig hverfa en talið er að mörg þúsund lítrar hafi flætt út úr slöngunni og yfir salina. Spellvirkjarnir eru ekki fundnir Haukur Geirmundsson, framkvæmdastjóri íþróttamannvirkja hjá Seltjarnarnesbæ, segir tjónið vera mikið. Með snarræði hafi þó tekist að afstýra enn meiri skemmdum með því að beina vatninu frá aðal íþróttasalnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×