Innlent

Gefa lóðir og greiða styrk

Gjaldfrjáls leikskóli frá næsta hausti, fríar byggingarlóðir og byggingarframlag að upphæð 17.500 krónur á fermetrann er lausn sveitarstjórnarinnar í Súðavík til að fjölga íbúum bæjarins um fjörutíu næstu fimm árin. Gangi áætlunin eftir fjölgar íbúunum Súðavíkur um nær átján prósent á tímabilinu. Einnig er stefnt að því að störfum fjölgi um tólf í bænum. Þrjátíu íbúar af 235 mættu á fund sveitarstjórnarinnar á laugardag þegar hún kynnti stefnumótunarvinnu sína. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að með fríum lóðum og byggingarframlaginu sé verið að koma til móts við fólk sem vilji byggja, því byggingarkostnaður sé meiri úti á landi en markaðsverð fasteigna sem þar séu. Að auki sé frír leikskóli fyrir barnmargar fjölskyldur ein mesta tekjuaukning sem fólk geti fengið. "Við erum með þessu að bregðast við þeirri fækkun sem verið hefur. Við ætlum að gera það á myndarlegan hátt því við viljum efla samfélagið eins og við mögulega getum," segir Ómar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×