Innlent

Icelandic Group með afkomuviðvörun

Icelandic Group hefur sent frá sér afkomuviðvörun og lækkuðu hlutabréf fyrirtækisins lítillega í morgun. Samþætting rekstrar Icelandic Group hf. og Sjóvíkur ehf. stendur yfir og unnið er að heildarstefnumótun sameinaðs félags en áætlanir og framtíðarsýn sameinaðs fyritækis verða kynntar í lok ágúst. Þórólfur Árnason, forstjóri fyrirtækisins segir ástæður lélegs uppgjörs aðallega vegna slæms gengis í Bandaríkjunum. Gengið var frá starfslokasamningi við fyrrum forstjóra Icelandic Group. Þórólfur segir að kostnaður vegna hans verði gjaldfærður á öðrum ársfjórðungi og vill ekki gefa upp að svo stöddu, hvernig samningurinn hljóðaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×