Innlent

Samskip kaupir Seawheel

Samskip hafa keypt breska skipafélagið Seawheel og verður rekstur þess sameinaður gámaflutningastarfsemi Samskipa í Evrópu. Fyrr á árinu keyptu Samskip hollenska flutningafyrirtækið Geest North Sea Line og varð félagið þar með eitt stærsta gámaflutningafélag í siglingum innan Evrópu. Í fréttatilkynningu frá félaginu segtir að með kaupunum treysti Samskip enn stöðu sína á siglingamarkaðnum í Evrópu. Seawheel er 35 ára gamalt fyrirtæki og rekur það tólf gámaskip í reglubundnum siglingum í Norður Evrópu. Eftir kaupin hafa Samskip yfir að ráða 36 gámaflutningaskipum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×