Innlent

Hagnaðaraukning í Kauphöllinni

Hagnaður 18 félaga í Kauphöll Íslands verður rúmir 40 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi þessar árs og er það 237 prósent meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þessu spáir greiningardeild KB banka í riti um þróun og horfur á hlutabréfamarkaðnum. Þar kemur fram að ávöxtun hlutabréfa á öðrum ársfjórðungi hafi verið 5,5 prósent og er það heldur minna en verið hefur undanfarna fjórðunga. Góð uppgjör þeirra átján hlutafélaga í Kauphöllinni munu styðja við innlendan hlutabréfamarkað að mati greiningardeildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×