Innlent

Skera upp herör gegn skottusölum

Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir að nú verði skorin upp herör gegn skottusölum í landinu. Hann á við að farið verði í átak gegn mönnum sem komi fram sem fasteignasalar uppfylli ekki lagakröfur sem gerðar eru til fasteignasala. Grétar segir fjölda fólks hafi lent í verulegum vandræðum vegna þess að menn sem jafnvel hafa aðeins litla reynslu af fasteignasölu séu farnir að meta íbúðir og ráðleggja fólki. Hann segir að í næsta mánuði verði farið í auglýsingaherferð þar sem löggiltir fasteignasalar verði kynntir fyrir þjóðinni í fjölmiðlum svo fólk geti sjálft gengið úr skugga um að þeir sem komi fram sem slíkir séu ekki að sigla undir fölsku flaggi. Einnig segir Grétar að framtíðarsýn félagsins snúi að því að menn verði að ljúka þriggja ára háskólanámi í fasteignasölu til að fá titil sem löggiltir fasteignasalar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×