Innlent Skýrslan er meingölluð Stjórn Byggðastofnunar segir skýrslu, sem unnin var um stofnunina í maí að beiðni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, meingallaða. Í úttekt stofnunarinnar á skýrslu ráðuneytisins eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hana og ýmis atriði um útlán og afskriftarreikninga útlána tilgreind sem ekki fái staðist. Innlent 5.12.2005 00:19 Ríkinu gert að greiða skemmdirnar Hæstiréttur hefur staðfest dóma Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í sumar um að ríkið borgi listafólkinu Rúrí (Þuríði Fannberg) og Bjarna Sigurbjörnssyni skemmdir sem urðu á verkum þeirra á sýningu á vegum Kristnihátíðarnefndar á Þingvöllum sumarið 2000. Rúrí fær greiddar rúmlega 1,3 milljónir króna og Bjarni tæplega 1,3 milljónir. Innlent 5.12.2005 00:18 Íslenskur vefur vekur athygli Á fréttavef CNN er að finna umfjöllun um íslenska fyrirtækið Dohop, sem rekur leitarvél yfir lággjaldaflugfélög á netinu. Á vef Dohop er hægt að leita að ferðum hjá fjölda flugfélaga í einu, en stofnandi fyrirtækisins, Frosti Sigurjónsson, hóf að þróa leitarvélina þegar hann komst að því að fara þyrfti inn á vef hvers flugfélags í leit að fargjöldum. Innlent 5.12.2005 00:18 Líkur á kólnandi veðri í Evrópu Nýjar mælingar renna stoðum undir hamfarakenningar tengdar Golfstraumnum. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir allt of snemmt að draga ályktanir af niðurstöðunni. Innlent 4.12.2005 21:24 Laugavegur blóði drifinn Maður um þrítugt liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir líkamsárás á Laugavegi á laugardagsmorgun. Eigendur fyrirtækja við Laugaveg segja gangstéttir útataðar í blóði eftir helgarskemmtanir. Innlent 5.12.2005 00:18 Óánægja með nýjan miðbæ Aðgerðahópur beitir ýmsum ráðum til að fá skipulagstillögum um nýjan miðbæ á Álftanesi hnekkt. Bæjarstjórinn segir hópinn ekki þekkja tillögurnar. Innlent 4.12.2005 21:24 Áhersla lögð á hugarró Ekki var annað að sjá en að börnin kynnu mæta vel við sig í Reynisholti, nýja leikskólanum við Gvendargeisla sem tekinn var formlega í notkun á miðvikudag. Eflaust búa þau nú þegar yfir meiri hugarró en flestir aðrir þar sem rík áhersla er lögð á slíkt í leikskólanum og stunda þau meðal annars jóga í þeim tilgangi. Innlent 4.12.2005 21:24 Tryggt að samningum sé fylgt Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á fundi félagsmálanefndar alþingis í síðustu viku og gaf þar álit sitt á frumvarpi um starfsmannaleigur. Hann skilaði í kjölfarið inn tillögum um breytingar á frumvarpinu fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Innlent 4.12.2005 21:26 Dæmdur í ársfangelsi Tuttugu og þriggja ára maður var dæmdur í ársfangelsi í Hæstarétti á fimmtudag, en hann hafði rofið skilorð með fíkniefnabroti í júlí í fyrra. Rétturinn þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um átta mánuði og staðfesti jafnframt upptöku á tæpum tveimur grömmum af amfetamíni og 16 e-töflum sem fundust á manninum á dansleik á Akureyri. Innlent 4.12.2005 21:24 Vilja menntaskóla í Borgarfjörð Bæjarstjórnin í Borgarbyggð hefur sótt formlega um það til menntamálaráðherra að hann staðfesti stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Innlent 5.12.2005 00:18 Þekking á meðferð matvæla verður að vera til staðar Tollgæslan gerði nýlega upptækt um hálft tonn af hráu kjöti sem reynt var að smygla til landsins. Samkvæmt lögum um matvæli verður að gæta að ýmsu varðandi meðhöndlun þeirra. Innlent 4.12.2005 21:24 Geir H. Haarde og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddu meinta ólöglega fangaflutninga á fundi í dag Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu meinta ólöglega fangaflutninga á vegum bandarískra stjórnvalda um íslenska lofthelgi á fundi í dag. Innlent 5.12.2005 19:29 Málamiðlanir nauðsynlegar Guðmundur Magnússon höfundur bókarinnar um Thorsættina fæst ekki til að svara því játandi eða neitandi hvort ástæða þess að fyrstu útgáfu bókar hans var fargað hafi verið kafli um fyrrverandi hjónaband Þóru Hallgrímsson. Framkvæmdastjóri Hagþenkis segir félagið ekkert muni gera í málinu þar sem höfundur hafi ekki leitað til þess. Innlent 5.12.2005 02:37 Eins og Ingjaldsfíflið Innlent 3.12.2005 21:39 Karlar gefa dýrari jólagjafir, en konur fleiri Íslendingar ætla að kaupa jólagjafir fyrir um 55 þúsund krónur að meðaltali og gefa 15 gjafir hver, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Karlar ætla að eyða meiru í jólagjafir en konur, en konur ætla að gefa fleiri gjafir. Innlent 3.12.2005 21:39 Jólaverslunin komin á fullt Það eru rétt tæpar þrjár vikur til jóla og á mörgum heimilum er jólaundirbúningur kominn á fulla ferð. Þökk sé auglýsingaherferðum verslana, jólalögunum í útvarpinu og tilheyrandi stemningu í þjóðfélaginu. Innlent 3.12.2005 21:39 Roger Moore í miðbænum Leikarinn sir Roger Moore leit inn á jólakortasölu UNICEF á Laugavegi 42 í gær. Kortasalan var ein fyrsta fjáröflun almennings sem UNICEF fór út í og er enn stór tekjulind samtakanna. Á Íslandi hafa kortin verið seld í nærri 50 ár en Félag íslenskra háskólakvenna hefur séð um söluna í sjálfboðavinnu. Lífið 3.12.2005 21:39 Fáir reykja í bænum Stefnt er að því að Súðavík verði fyrsta reyklausa sveitarfélagið á landinu. Fjöldi Súðvíkinga hætti að reykja síðastliðið sumar, í kjölfar námskeiðs sem haldið var fyrir reykingarfólk. Að sögn Önnu Lindar Ragnarsdóttur, sem hætti að reykja eftir námskeiðið, var óskað eftir öðru námskeiði vegna góðrar aðsóknar á það fyrra. Innlent 3.12.2005 21:39 Stjórnmálamenn tjá sig oftast um Baug Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur tjáð sig nánast jafn oft um Baugsmálið og málsaðilar sjálfir. Almenningur lætur skoðanir sínar á málinu mótast af stjórnmálaskoðunum. Svo segir í skýrslu frá Fjölmiðlavaktinni ehf. Innlent 3.12.2005 21:39 Stríðandi framsóknaröfl Fyrir ekki margt löngu var greint frá því á forsíðu Fréttablaðsins og síðar í fréttaskýringum blaðsins að bakland Halldórs Ásgrímssonar innan Framsóknarflokksins væri ótryggt. Um þetta var rætt býsna opinskátt og voru ólíklegustu menn orðaðir við vaxandi andspyrnu við formanninn. Innlent 3.12.2005 21:39 Íbúarnir mjög áhyggjufullir Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan þríbýlishús við Njálsgötu aðfaranótt laugardags, lét ófriðlega og kastaði eggjum í húsið. Ástæðan fyrir árásunum á húsið var sú að fólkið taldi það vera heimili Stefáns Hjaltested sem kallaður hefur verið svefnnauðgarinn. Innlent 3.12.2005 21:39 26 þúsund krónur minnka Margir öryrkjar og eldri borgarar eru öskuillir eftir að ljóst varð fyrir helgina að ekki aðeins var umsamin 26 þúsund króna eingreiðsla þeirra skattlögð heldur einnig skert vegna tekna eða annarra skerðingarákvæða. Þeir benda á almenna vinnumarkaðinn sem samdi um 26 þúsund króna launauppbót í desember fyrir alla launamenn óháð tekjum. Innlent 3.12.2005 21:39 Bótakröfur eru í athugun Seafood Union skoðar mögulegan bótarétt eftir að Hæstiréttur hafnaði því að staðfesta lögbann sýslumannsins í Reykjavík á að fjórir af átta fyrrverandi starfsmönnum Iceland Seafood International (áður SÍF) mættu starfa hjá Seafood Union. Innlent 3.12.2005 21:39 2000 milljarðar eftir tíu ár Eignir íslenskra lífeyrissjóða verða um tvö þúsund milljarðar króna eftir tíu ár. Um síðustu áramót voru eignir lífeyrissjóða þúsund milljarðar króna og munu þær því tvöfaldast á þessum tíma. Innlent 3.12.2005 21:39 Biðu næturlangt í bílnum Björgunarsveitir frá Þórshöfn til Egilsstaða hófu leit um hádegi í gær að tveimur karlmönnum sem saknað var. Mennirnir lögðu af stað akandi frá Þórshöfn á föstudagskvöldið til Egilsstaða, þaðan sem þeir áttu bókað flug. Þegar mennirnir skiluðu sér ekki þótti ástæða til að senda út leitarsveitir. Innlent 3.12.2005 21:39 Fellt niður eða vísað frá Ákæruliðunum átta í Baugsmálinu, sem nú eru fyrir héraðsdómi, kann að verða vísað frá dómi eða málið fellt niður, að mati Eiríks Tómassonar prófessors. Innlent 3.12.2005 21:39 Verulegar áhyggjur af styrkleika krónunnar Hagfræðingur ASÍ vonaðist til að Seðlabankinn biði með vaxtahækkun fram í janúar. Framkvæmdastjóri SA segir að hækkunin hafi verið skynsamleg. KB banki telur að lítil hækkun eftir stór orð komi niður á trúverðugleika bankans. Innlent 3.12.2005 21:39 Borgin á að borga fyrir túlkun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt greiðsluskyldu Reykjavíkurborgar vegna aðstoðar táknmálstúlks á foreldrafundum í barnaskóla þar sem málefni barna heyrnarlausra hjóna voru til umfjöllunar. Innlent 3.12.2005 21:39 Deilt um loðnuna Hafrannsóknastofnun hefur nú lokið tólf funda hringferð sinni um landið en síðasti fundurinn var haldinn á Höfn í Hornafirði í vikunni. Innlent 3.12.2005 21:39 Menntakerfið beinir ungu fólki á mölina Landsbyggðin bíður enn og aftur lægri hlut í samkeppninni um ungt fólk. Menntakerfið hefur brugðist, segir Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leitað hefur svara við málinu hjá forsætisráðherra. Innlent 3.12.2005 21:39 « ‹ ›
Skýrslan er meingölluð Stjórn Byggðastofnunar segir skýrslu, sem unnin var um stofnunina í maí að beiðni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, meingallaða. Í úttekt stofnunarinnar á skýrslu ráðuneytisins eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hana og ýmis atriði um útlán og afskriftarreikninga útlána tilgreind sem ekki fái staðist. Innlent 5.12.2005 00:19
Ríkinu gert að greiða skemmdirnar Hæstiréttur hefur staðfest dóma Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í sumar um að ríkið borgi listafólkinu Rúrí (Þuríði Fannberg) og Bjarna Sigurbjörnssyni skemmdir sem urðu á verkum þeirra á sýningu á vegum Kristnihátíðarnefndar á Þingvöllum sumarið 2000. Rúrí fær greiddar rúmlega 1,3 milljónir króna og Bjarni tæplega 1,3 milljónir. Innlent 5.12.2005 00:18
Íslenskur vefur vekur athygli Á fréttavef CNN er að finna umfjöllun um íslenska fyrirtækið Dohop, sem rekur leitarvél yfir lággjaldaflugfélög á netinu. Á vef Dohop er hægt að leita að ferðum hjá fjölda flugfélaga í einu, en stofnandi fyrirtækisins, Frosti Sigurjónsson, hóf að þróa leitarvélina þegar hann komst að því að fara þyrfti inn á vef hvers flugfélags í leit að fargjöldum. Innlent 5.12.2005 00:18
Líkur á kólnandi veðri í Evrópu Nýjar mælingar renna stoðum undir hamfarakenningar tengdar Golfstraumnum. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir allt of snemmt að draga ályktanir af niðurstöðunni. Innlent 4.12.2005 21:24
Laugavegur blóði drifinn Maður um þrítugt liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir líkamsárás á Laugavegi á laugardagsmorgun. Eigendur fyrirtækja við Laugaveg segja gangstéttir útataðar í blóði eftir helgarskemmtanir. Innlent 5.12.2005 00:18
Óánægja með nýjan miðbæ Aðgerðahópur beitir ýmsum ráðum til að fá skipulagstillögum um nýjan miðbæ á Álftanesi hnekkt. Bæjarstjórinn segir hópinn ekki þekkja tillögurnar. Innlent 4.12.2005 21:24
Áhersla lögð á hugarró Ekki var annað að sjá en að börnin kynnu mæta vel við sig í Reynisholti, nýja leikskólanum við Gvendargeisla sem tekinn var formlega í notkun á miðvikudag. Eflaust búa þau nú þegar yfir meiri hugarró en flestir aðrir þar sem rík áhersla er lögð á slíkt í leikskólanum og stunda þau meðal annars jóga í þeim tilgangi. Innlent 4.12.2005 21:24
Tryggt að samningum sé fylgt Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á fundi félagsmálanefndar alþingis í síðustu viku og gaf þar álit sitt á frumvarpi um starfsmannaleigur. Hann skilaði í kjölfarið inn tillögum um breytingar á frumvarpinu fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Innlent 4.12.2005 21:26
Dæmdur í ársfangelsi Tuttugu og þriggja ára maður var dæmdur í ársfangelsi í Hæstarétti á fimmtudag, en hann hafði rofið skilorð með fíkniefnabroti í júlí í fyrra. Rétturinn þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um átta mánuði og staðfesti jafnframt upptöku á tæpum tveimur grömmum af amfetamíni og 16 e-töflum sem fundust á manninum á dansleik á Akureyri. Innlent 4.12.2005 21:24
Vilja menntaskóla í Borgarfjörð Bæjarstjórnin í Borgarbyggð hefur sótt formlega um það til menntamálaráðherra að hann staðfesti stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Innlent 5.12.2005 00:18
Þekking á meðferð matvæla verður að vera til staðar Tollgæslan gerði nýlega upptækt um hálft tonn af hráu kjöti sem reynt var að smygla til landsins. Samkvæmt lögum um matvæli verður að gæta að ýmsu varðandi meðhöndlun þeirra. Innlent 4.12.2005 21:24
Geir H. Haarde og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddu meinta ólöglega fangaflutninga á fundi í dag Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu meinta ólöglega fangaflutninga á vegum bandarískra stjórnvalda um íslenska lofthelgi á fundi í dag. Innlent 5.12.2005 19:29
Málamiðlanir nauðsynlegar Guðmundur Magnússon höfundur bókarinnar um Thorsættina fæst ekki til að svara því játandi eða neitandi hvort ástæða þess að fyrstu útgáfu bókar hans var fargað hafi verið kafli um fyrrverandi hjónaband Þóru Hallgrímsson. Framkvæmdastjóri Hagþenkis segir félagið ekkert muni gera í málinu þar sem höfundur hafi ekki leitað til þess. Innlent 5.12.2005 02:37
Karlar gefa dýrari jólagjafir, en konur fleiri Íslendingar ætla að kaupa jólagjafir fyrir um 55 þúsund krónur að meðaltali og gefa 15 gjafir hver, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Karlar ætla að eyða meiru í jólagjafir en konur, en konur ætla að gefa fleiri gjafir. Innlent 3.12.2005 21:39
Jólaverslunin komin á fullt Það eru rétt tæpar þrjár vikur til jóla og á mörgum heimilum er jólaundirbúningur kominn á fulla ferð. Þökk sé auglýsingaherferðum verslana, jólalögunum í útvarpinu og tilheyrandi stemningu í þjóðfélaginu. Innlent 3.12.2005 21:39
Roger Moore í miðbænum Leikarinn sir Roger Moore leit inn á jólakortasölu UNICEF á Laugavegi 42 í gær. Kortasalan var ein fyrsta fjáröflun almennings sem UNICEF fór út í og er enn stór tekjulind samtakanna. Á Íslandi hafa kortin verið seld í nærri 50 ár en Félag íslenskra háskólakvenna hefur séð um söluna í sjálfboðavinnu. Lífið 3.12.2005 21:39
Fáir reykja í bænum Stefnt er að því að Súðavík verði fyrsta reyklausa sveitarfélagið á landinu. Fjöldi Súðvíkinga hætti að reykja síðastliðið sumar, í kjölfar námskeiðs sem haldið var fyrir reykingarfólk. Að sögn Önnu Lindar Ragnarsdóttur, sem hætti að reykja eftir námskeiðið, var óskað eftir öðru námskeiði vegna góðrar aðsóknar á það fyrra. Innlent 3.12.2005 21:39
Stjórnmálamenn tjá sig oftast um Baug Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur tjáð sig nánast jafn oft um Baugsmálið og málsaðilar sjálfir. Almenningur lætur skoðanir sínar á málinu mótast af stjórnmálaskoðunum. Svo segir í skýrslu frá Fjölmiðlavaktinni ehf. Innlent 3.12.2005 21:39
Stríðandi framsóknaröfl Fyrir ekki margt löngu var greint frá því á forsíðu Fréttablaðsins og síðar í fréttaskýringum blaðsins að bakland Halldórs Ásgrímssonar innan Framsóknarflokksins væri ótryggt. Um þetta var rætt býsna opinskátt og voru ólíklegustu menn orðaðir við vaxandi andspyrnu við formanninn. Innlent 3.12.2005 21:39
Íbúarnir mjög áhyggjufullir Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan þríbýlishús við Njálsgötu aðfaranótt laugardags, lét ófriðlega og kastaði eggjum í húsið. Ástæðan fyrir árásunum á húsið var sú að fólkið taldi það vera heimili Stefáns Hjaltested sem kallaður hefur verið svefnnauðgarinn. Innlent 3.12.2005 21:39
26 þúsund krónur minnka Margir öryrkjar og eldri borgarar eru öskuillir eftir að ljóst varð fyrir helgina að ekki aðeins var umsamin 26 þúsund króna eingreiðsla þeirra skattlögð heldur einnig skert vegna tekna eða annarra skerðingarákvæða. Þeir benda á almenna vinnumarkaðinn sem samdi um 26 þúsund króna launauppbót í desember fyrir alla launamenn óháð tekjum. Innlent 3.12.2005 21:39
Bótakröfur eru í athugun Seafood Union skoðar mögulegan bótarétt eftir að Hæstiréttur hafnaði því að staðfesta lögbann sýslumannsins í Reykjavík á að fjórir af átta fyrrverandi starfsmönnum Iceland Seafood International (áður SÍF) mættu starfa hjá Seafood Union. Innlent 3.12.2005 21:39
2000 milljarðar eftir tíu ár Eignir íslenskra lífeyrissjóða verða um tvö þúsund milljarðar króna eftir tíu ár. Um síðustu áramót voru eignir lífeyrissjóða þúsund milljarðar króna og munu þær því tvöfaldast á þessum tíma. Innlent 3.12.2005 21:39
Biðu næturlangt í bílnum Björgunarsveitir frá Þórshöfn til Egilsstaða hófu leit um hádegi í gær að tveimur karlmönnum sem saknað var. Mennirnir lögðu af stað akandi frá Þórshöfn á föstudagskvöldið til Egilsstaða, þaðan sem þeir áttu bókað flug. Þegar mennirnir skiluðu sér ekki þótti ástæða til að senda út leitarsveitir. Innlent 3.12.2005 21:39
Fellt niður eða vísað frá Ákæruliðunum átta í Baugsmálinu, sem nú eru fyrir héraðsdómi, kann að verða vísað frá dómi eða málið fellt niður, að mati Eiríks Tómassonar prófessors. Innlent 3.12.2005 21:39
Verulegar áhyggjur af styrkleika krónunnar Hagfræðingur ASÍ vonaðist til að Seðlabankinn biði með vaxtahækkun fram í janúar. Framkvæmdastjóri SA segir að hækkunin hafi verið skynsamleg. KB banki telur að lítil hækkun eftir stór orð komi niður á trúverðugleika bankans. Innlent 3.12.2005 21:39
Borgin á að borga fyrir túlkun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt greiðsluskyldu Reykjavíkurborgar vegna aðstoðar táknmálstúlks á foreldrafundum í barnaskóla þar sem málefni barna heyrnarlausra hjóna voru til umfjöllunar. Innlent 3.12.2005 21:39
Deilt um loðnuna Hafrannsóknastofnun hefur nú lokið tólf funda hringferð sinni um landið en síðasti fundurinn var haldinn á Höfn í Hornafirði í vikunni. Innlent 3.12.2005 21:39
Menntakerfið beinir ungu fólki á mölina Landsbyggðin bíður enn og aftur lægri hlut í samkeppninni um ungt fólk. Menntakerfið hefur brugðist, segir Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leitað hefur svara við málinu hjá forsætisráðherra. Innlent 3.12.2005 21:39