Innlent

Tryggt að samningum sé fylgt

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur lagði inn tillögur um breytingar á frumvarpi um starfsmannaleigur fyrir félagsmálanefnd Alþingis.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur lagði inn tillögur um breytingar á frumvarpi um starfsmannaleigur fyrir félagsmálanefnd Alþingis.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs­félags Akraness, var á fundi félagsmálanefndar alþingis í síðustu viku og gaf þar álit sitt á frumvarpi um starfsmannaleigur. Hann skilaði í kjölfarið inn tillögum um breytingar á frum­varpinu fyrir hönd verka­lýðsfélagsins.

"Þær breytingar sem við viljum sjá eru þrjár," segir Vilhjálmur. "Í fyrsta lagi viljum við að með frumvarpinu verði tryggt að kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði gildi fyrir starfsmenn sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja. Í annan stað viljum við að stéttarfélögin fái hlutdeild í nauðsynlegu eftirliti með þessum málum og geti þá jafnvel kallað eftir launaseðlum og öðrum gögnum. Þannig geta stéttarfélögin undirbúið málið fyrir Vinnumálastofnun í stað þess að eftirlitið sé alfarið hjá henni."

Hann segir að í þriðja lagi sé nauðsynlegt að þau fyrirtæki sem njóti starfskrafta starfsmanna, þótt þeir séu leigðir, ábyrgist að kjör þeirra séu í samræmi við íslenska löggjöf og íslenska kjarasamninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×