Innlent

Borgin á að borga fyrir túlkun

Frá mótmælum heyrnarlausra. Félag heyrnarlausra efndi í mars 2003 til mótmæla við Alþingishúsið og krafðist þess að íslenska táknmálið fengist viðurkennt formlega í lögum og fólki yrði tryggð túlkaþjónusta.
Frá mótmælum heyrnarlausra. Félag heyrnarlausra efndi í mars 2003 til mótmæla við Alþingishúsið og krafðist þess að íslenska táknmálið fengist viðurkennt formlega í lögum og fólki yrði tryggð túlkaþjónusta.

Héraðsdómur Reyk­ja­víkur hefur viður­kennt greiðslu­skyldu Reykjavíkur­borg­ar vegna aðstoð­ar tákn­máls­túlks á foreldra­fundum í barnaskóla þar sem mál­efni barna heyrnarlausra hjóna voru til umfjöllunar.

Hjónin báru fyrir dómi að móður­mál þeirra væri íslenskt tákn­­mál og að konan talaði enga íslensku og maður hennar tak­markaða. Þau höfðu óskað eftir aðstoð túlks vegna foreldraviðtala í ­­skól­­­a­n­um, en þurftu að greiða fyrir þá þjónustu sjálf.

Í október 2003 komst borgarlögmaður að þeirri niðurstöðu að túlkaþjónusta félli ekki undir þær skyldur sem sveitarfélögum væri ætlað að veita fötluðum einstaklingum.

Taldi dómurinn að færð hefðu verið fram gild og málefnaleg rök fyrir þeirri mismunun sem fælist í þeirri ákvörðun að greiða fyrir aðstoð túlks í foreldraviðtölum þegar um væri að ræða fólk af erlendum uppruna, en ekki þegar í hlut ætti heyrnarlaust fólk, enda væri svipað ástatt hjá báðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×