Innlent

Ríkinu gert að greiða skemmdirnar

Rúrí að störfum. Hæstiréttur hefur staðfest fyrri dóma Héraðsdóms Reykjavíkur um að bæta beri listaverk sem skemmdust í roki á Þingvöllum í sumarlok 2000.
Rúrí að störfum. Hæstiréttur hefur staðfest fyrri dóma Héraðsdóms Reykjavíkur um að bæta beri listaverk sem skemmdust í roki á Þingvöllum í sumarlok 2000.

Hæstiréttur hefur staðfest dóma Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í sumar um að ríkið borgi listafólkinu Rúrí (Þuríði Fannberg) og Bjarna Sigurbjörnssyni skemmdir sem urðu á verkum þeirra á sýningu á vegum Kristnihátíðarnefndar á Þingvöllum sumarið 2000. Rúrí fær greiddar rúmlega 1,3 milljónir króna og Bjarni tæplega 1,3 milljónir.

Dómkvaddir voru matsmenn til að meta verkin, en þau skemmdust í hvassviðri. Sýningin var sett upp í Stekkjargjá á Þingvöllum og átti að standa frá 1. júlí til 1. september árið 2000, en Kristnihátíðarnefnd framlengdi sýningartímann án samþykkis listafólksins um hálfan mánuð. Á þeim tíma skemmdust verkin. Málskostnaður ríkisins nemur 700 þúsund krónum.

Hrafn Bragason hæstaréttar­dómari greiddi sératkvæði, en var þó sammála því að ríkið væri bótaskylt. Hann taldi þó að atriði hefðu átt að leiða til bótalækkunar og vildi vísa málunum aftur heim í hérað. Auk Hrafns dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson í málunum tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×