Innlent

Biðu næturlangt í bílnum

Björgunarsveit í útkalli. Tveir starfsmenn Símans héldu kyrru fyrir í bíl sínum yfir nótt en hann sat fastur á Hellisheiði. Þeir gengu af stað í dögun og í flasið á björgunarsveitarmönnum.
Björgunarsveit í útkalli. Tveir starfsmenn Símans héldu kyrru fyrir í bíl sínum yfir nótt en hann sat fastur á Hellisheiði. Þeir gengu af stað í dögun og í flasið á björgunarsveitarmönnum.

Björgunarsveitir frá Þórshöfn til Egilsstaða hófu leit um hádegi í gær að tveimur karlmönnum sem saknað var. Mennirnir lögðu af stað akandi frá Þórshöfn á föstudagskvöldið til Egilsstaða, þaðan sem þeir áttu bókað flug. Þegar mennirnir skiluðu sér ekki þótti ástæða til að senda út leitarsveitir.

Talið var að þeir hefðu ætlað að fara yfir Hellisheiðina og því voru leitarflokkar sendir þangað. Fljótlega eftir að björgunarsveitir hófu leit komu mennirnir fram heilir á húfi. Það var björgunarsveitin á Vopnafirði sem fann mennina þar sem þeir komu gangandi niður af Hellisheiði, en þeir höfðu fest bílinn.

Mennirnir voru ekki komn­ir langt upp á heiðina á föstu­dagskvöldið þegar þeir festu bílinn. Þar sem veður var frekar vont tóku þeir þá ákvörðun að halda kyrru fyrir í bílnum fram á morgun. Þeir lögðu síðan af stað fótgangandi til Vopnafjarðar þar sem björgunarsveitin fann þá laust upp úr hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×