Innlent

Deilt um loðnuna

Frá fundinum á Höfn. Þorsteinn þylur hér þá Liliju sem einir kveðið vildu hafa en aðrir ekki.
Frá fundinum á Höfn. Þorsteinn þylur hér þá Liliju sem einir kveðið vildu hafa en aðrir ekki.

Hafrannsóknastofnun hefur nú lokið tólf funda hringferð sinni um landið en síðasti fundurinn var haldinn á Höfn í Hornafirði í vikunni.

Að sögn Þorsteins Sigurðssonar fiskifræðings sem hélt erindi á Höfn voru umræður einna mestar um nýtingu loðnustofnsins en eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru útgerðarmenn víða uggandi yfir fæðuskorti á miðum og kenna margir loðnuveiðum með flotvörpum um það ástand.

Hafrannsóknarstofnun fær mikið lof fyrir fundarröðina frá þeim fjölmörgu útgerðar- og sjómönnum víða um land sem Fréttablaðið hefur talað við. - jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×